Reykjavík - 18.04.2015, Síða 4
4 18. Apríl 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Mjór er mikils vísir
Oft kemur það í hlut stjórn-valda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu
ekki fengið brautargengi. Það er nefni-
lega þannig að lítil verkefni sem ýtt er
úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl
þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár
sem oft vill vera mælikvarði í samfé-
lagi nútímans. Þannig verkefni geta
hins vegar breytt viðhorfum manna
eða gert heiminn á einhvern hátt
betri fyrir bæði stóra og litla hópa í
samfélaginu. Rannsóknir og athug-
anir á stöðu ákveðinna hópa geta líka
opnað augu okkar fyrir breytingum
sem nauðsynlegt er að ráðast í eða
þjónustu sem þarf að veita
Með þessum hætti nýtast einmitt
styrkir og styrkveitingar mann-
réttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á
hverju ári veitir ráðið styrki til félags-
og grasrótarsamtaka og einstaklinga.
Allt eru þetta styrkir til verkefna sem
stuðla að og styðja við mannréttindi
með einum eða öðrum hætti. Ver-
kefnin eru margs konar og endur-
spegla þau fjölbreytni mannlífsins.
Oftar en ekki miða þau að því að
fræða fólk, vinna gegn hvers kyns
fordómum og kynjamisrétti eða
rannsaka umhverfi og lífsskilyrði
tiltekinna hópa samfélagsins. Öll
verkefnin skipta máli fyrir samfélagið
til styttri eða lengri tíma.
Nú auglýsir mannréttindaráð eftir
styrkumsóknum mannréttindaráðs.
Umsóknarfrestur er til og með 22.
apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir
tilnefningum til mannréttindaverð-
launa Reykjavíkurborgar en þeirri
útnefningu fylgja peningaverðlaun í
fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun
voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til
mannréttindaverðlauna Reykjavíkur
rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess
að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með
starfi sínu vinna að mannréttindum og
gegn mismunun, til að hljóta mann-
réttindaverðlaun Reykjavíkurborgar.
Einnig hvet ég alla að sækja um styrki
til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið
lóð á vogaskálar mannréttindabarátt-
unnar. Það er nefnilega þannig að mjór
getur verið mikils vísir.
Tilnefningar til mannréttinda-
verðlauna má senda á netfangið
mannrettindi@reykjavik.is og nánari
upplýsingar er hægt að nálgast á vef-
slóðinni http://reykjavik.is/styrkir.
Slysið í læknum í Hafnarfirði í vikunni er öllum erfitt. Ekki aðeins drengj-unum sem lentu í slysinu og fjölskyldu þeirra, heldur einnig öllum sem hafa orðið vitni að því í gegnum fjölmiðla og Hafnfirðingar sérstaklega.
Enn er verið að rannsaka hvað átti sér stað og reynt verður að fyrirbyggja
að nokkuð svona gerist aftur. 11 ára systir drengjanna sem lentu í fossinum
hringdi á hjálp. Hún og maðurinn sem reyndi að koma drengjunum til hjálpar
eiga hrós skilið eins og aðrir viðbragðsaðilar.
Slysið kom við fleiri. Fregnir af því ollu mikilli skelfingu hjá fjöldamörgum
hafnfirskum foreldrum. Blaðið þekkir nokkur dæmi frá fyrstu hendi af ótta og
áhyggjum þegar ekki náðist í börn í síma, eftir að Vísir greindi frá því að börn
kynnu að hafa drukknað í læknum í Hafnarfirði. Fréttir annarra miðla voru
óljósar. Fólk rauk af stað og blessunarlega fundu allir börnin sín heil á húfi.
Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og sem
sjálfur var einu sinni blaðamaður ræðir þetta eins og margir aðrir. Hann er
harðorður í garð fjölmiðla.
„Hvaða almannahagsmunir, sem eru og eiga jafnan að vera leiðarljós fjöl-
miðla, kölluðu á það, að flestir fjölmiðlar þyrftu nánast að greina frá hinum
hræðilegu atburðum og þróun þeirra í beinni útsendingu. Þar var fjallað um
að tveir ungir drengir væru mjög hætt komnir og sagt að á þeim tímapunkti
væri óvíst að þeir lifðu af. Fyrsta fréttin birtist á netsíðum fjölmiðla á meðan
björgunaraðgerðir stóðu yfir og voru eðli máls óljósar og spásagnakenndar.
Og eins og venjulega, þá fylgdu flestallir fjölmiðlar í kjölfar þess fyrsta, sem
fréttina birti,“ segir hann á Facebook síðu sinni. Og hann heldur áfram:
„Þessar óljósu fréttir netmiðlanna gerðu það að verkum, að foreldrar hundruða
barna í Hafnarfirði fylltust skelfingu og ótta um eigin börn. Þrír grunnskólar
eru mjög nærri vettvangi slyssins og því ekki óeðlilegt að starfsfólk skólanna
svo ekki sé talað um foreldra skólabarna, hafi brugðið í brún og það skapað
hræðslu við þessar fréttir. Það er ljóst að síminn logaði í Hafnarfirðinum í
gær, þegar foreldrar reyndu að fá upplýst um öryggi eigin barna.“
Fjölmargir taka undir með Guðmundi Árna.
Áberandi viðbúnaður við lækinn varð raunar til þess að fregnir um slys bárust
hratt um snjallsíma og samfélagsmiðla. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að flytja
staðreyndir og hrekja sögusagnir sem auðveldlega kvikna við þessar aðstæður.
Fyrstu fréttir af slysinu gefa því miður ekki tilefni til að ætla að fjölmiðarnir hafi
uppfyllt þetta mikilvæga hlutverk. Afleiðingin var óttasleginn almenningur.
Það er nokkuð sem við sem störfum við fjölmiðla þurfum að taka alvarlega
og sýna auðmýkt gagnvart eðlilegum og skiljanlegum viðbrögðum fólks. Það
þarf að læra af þessu máli, en það hefur líka sinn tíma.
Núna er bara eitt sem skiptir máli. Hugur okkar er hjá drengnum litla sem
enn liggur á spítala og fjölskyldu hans.
Ingimar Karl Helgason
LEIÐARI
Smá auðmýkt takk
Gullhamrar
F r a m s ó k n a r -
menn slógu
sjálfum sér gull-
hamra um síð-
ustu helgi. Sig-
mundur Davíð
Gunnlaugsson
formaður flokksins flutti þau tíð-
indi að kröfuhafar í þrotabú gömlu
bankanna hræddust enga nema
framsóknarmenn. Um þetta vitn-
uðu leyniskýrslur. Á daginn kom
að ummælin um ótta kröfuhafa við
framsóknarmenn voru höfð eftir
Ámundi Einari Daðasyni, aðstoðar-
manni formannsins sem hafði látið
þau falla í blaðagrein.
Dauðans alvara
Lýðheilsurannsókn sýnir að tengsl
eru milli dauðsfalla og brennisteins-
vetnis í andrúmslofti. Hellisheiðar-
virkjun starfar nú samkvæmt undan-
þágu frá hertum reglum um styrk
þessa efnis í andrúmslofti. Fyrirtækið
segist vinna að því hörðum höndum
að draga úr útblæstri efnisins.
Órökrétt
Ríkislögreglu-
stjóri hefur farið
fram á það að
keyptar verði
vélbyssur til að
vopna að minnsta
kosti 150 lögreglumenn. Þetta kemur
fram í greinargerð sem hann hefur
sent innanríkisráðherra og Spegillinn
fjallaði um í vikunni. Ríkislögreglu-
stjóri vill þó helst vopna fleiri. Speg-
illinn hefur eftir ráðherra að eðlilegt
sé að verða við þessu, telji ríkislög-
reglustjóri þörf á. Ljóst er hins vegar
að þrátt fyrir óljósar tilvísanir lög-
reglu um óljósa hryðjuverkaógn, að
almenningur er ekki endilega fylgj-
andi því að lögregla vopnavæðist með
þessum hætti. Tæplega er hægt að líta
á slík málalok sem rökrétta niður-
stöðu af þeirri umræðu sem spratt
fyrir fáum mánuðum um dularfull
byssukaup frá Noregi.
Á götunni
Göturnar hafa aldrei komið verr
undan vetri. Þetta viðurkenndi
borgarstjóri í vikunni í samtali við
Ríkisútvarpið. Háværar raddir hafa
hrópað um stríð borgarstjórnar-
meirihlutans gegn einkabílnum og
séð holur í götum sem röksemd
í málinu. Götur slitna samt víðar
undan dekkjum bíla. Borgin hyggst
verja miklu fé til viðgerða á götum
í sumar. Það munu önnur sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu líka
þurfa að gera, óháð því hverjir sitja í
meirihluta í bæjarstjórn.
Peningar
Lúxushótel við
Hörpu, sund-
laugarmannvirki,
800, hundruð
stúdentaíbúða
og vísindagarðar
eru meðal þeirra framkvæmda sem
væntanlegar í borginni, ef marka má
fréttir af fjárfestingum í ár og næstu
misseri. Borgin ætlar sjálf að fjárfesta
fyrir um 8,5 milljarða króna í ár í
skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlf-
arsárdal, viðbyggingum við Kletta-
skóla og Vesturbæjarskóla og útilaug
við Sundhöllina svo dæmi séu tekin.
Í FRÉTTUMUmmæli með erindi:
„Í fyrra átti ég mér þann stóra draum
að gera öllum grunnskólanemendum
og kennurum á Íslandi kleift að sjá sól-
myrkvann. Af hverju? Fyrri ástæðan
var einfaldlega sú að sem flestir fengju
að sjá magnað, ógleymanlegt, furðu-
legt og vonandi áhrifaríkt sjónarspil.
Hin ástæðan var sú, að reyna að efla
áhuga ykkar á vísindum og náttúrunni.
Hvers vegna? Vegna þess að áhuga á
vísindum fylgja gjarnan
tvö tól sem eru einstak-
lega dýrmæt í daglegu
lífi: Forvitni og efi.“
- Sævar Helgi
Bragason, formaður
Stjörnuskoðunarfé-
lags Seltjarnarness, í
ræðu við borgaralega fermingu hjá
Siðmennt um síðustu helgi.
Gull og græn …
Ásmundur Einar Daðason sem
leggur leyniskýrslum kröfuhafa
til orðin, sýndi sig í bráðsnotrum
grænum jakkafötum í hófi að loknu
flokksþingi Framsóknarflokksins
um síðustu helgi. Nú er skorað á
Ásmund Einar að mæta í fötunum
til þings og hefur verið stofnuð Face-
book síða þar sem áskor-
uninni er fylgt eftir. Það
er auðvitað í takt við
annað að fáir aðrir
en flokkshollir
framsóknarmenn
eru meðlimir í
þeim félagsskap.
Myndina tók svo
auðvitað fram-
sóknarmaðurinn
Karl Garðarson,
sem kallar fatnaðinn
nýjan einkennisbúning
Framsóknarflokksins.
Ólíkt hljóð
Læknar fengu miklar hækkanir og
vilyrði stjórnvalda um stórfenglegar
fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu eftir
mikil verkföll þeirra. Ekki var það
fordæmi segir fjármálaráðherrann.
Það er undarlegt. En ekki vekur
minni undrun að heyra lækna
hvern á fætur öðrum í fjölmiðlum
tala um afleiðingarnar af verkfalli
BHM fólks. Ekki er annað að heyra
á læknum en að þeir sem nú eru í
verkfalli séu mikilvægari en þeir
sjálfir. Stjórnvöld hljóta að meta það
mikilvægi til launa líkt og fyrr í vetur.
Upplýst ákvörðun?
Hanna Birna Kristjánsdóttir sést
ekki á þingi, en Kjarninn nefndi eftir
heimildum sínum, að hún hyggðist
taka sæti á þingi nú í vor. Fáir þing-
fundadagar eru eftir og ætla má að
sitjandi þingmenn hafi nú mánuðum
saman legið yfir flóknum og mikil-
vægum frumvörpum.
Líka varamaður
Hönnu Birnu, Sig-
ríður Andersen.
Það virðist því skjóta
skökku við að
taka varamann-
inn út, loksins
þegar taka
á upplýsta
ákvörðun.
Grenivík
Forystufólk í verkalýðshreyf-
ingunni og aðrir hafa fagnað þriðj-
ungshækkun stjórnarlauna hjá HB
Granda, enda sýnir hún – sem og
ofurhagnaður fyrirtækisins - að nægt
svigrúm sé til launahækkana. Stjórn-
arlaun fyrir einn fund eru ekki langt
frá mánaðarlaunum verkafólks. Ekki
er á stjórnarformanni HB Granda
að heyra að til standi að verða við
kröfum verkafólks. Þótt formaður
Samtaka atvinnulífsins segi að
hækkun stjórnarlaunanna hafi verið
taktlaus, þá lætur hann samt eins og
sjálfsögð hækkun lægstu launa sé al-
menn krafa um 50 prósenta launa-
hækkun allra. Á Grenivík í gamla
daga - og sjálfsagt enn - var svoleiðis
kallað að blekkja.
HÉÐAN OG ÞAÐAN …
REYKJAVÍK VIKUBLAÐ
14. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com.
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. Dreifing:
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM
Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK.
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.
Höfundur er
Líf Magneudóttir,
formaður Mannréttindaráðs
og varaborgarfulltrúi VG.