Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 2
2 18. Apríl 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Fjölskyldudagur í Gróttu Til stendur að fagna komandi sumri á Seltjarnarnesi með viðburðaríkum fjölskyldu- degi í Gróttu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. Hátíðin höfðar til allra aldurshópa segir í tilkynningu frá bænum. Lagt er til að fólk taki með skólfur og fötur til leikja í fjörunni og líka til að krækja í furðuverur sem síðan verða rannsakaðar innandyra í Fræðasetrinu. Fjölmargir viðburðir verða og lifandi tónlist, kaffi og vöfflur lika. Skipulögð dagskrá stendur frá kl. 14- 16 en opið er út í eyjuna frá kl. 13: 40 -17: 40 og mun Björgunarsveitin Ársæll sjá um að ferja fólk sem ekki á auðvelt með að komast fótgangandi til og frá Gróttu. Friðlandið Grótta verður svo lokað allri umferð frá 1. maí til 15. júlí. Íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar: Átak vegna afmælis Til stendur að kanna laun kynjanna og stefna að því að laga kynbundinn mun hjá starfsmönnum Íþrótta- og tóm- stundaráðs borgarinnar. Á dögunum var samþykkt tillaga í ráðinu svo hljóðandi: „Í tilefni þess að í ár fagnar Reykjavíkurborg 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi þá mun ÍTR láta gera jafnlaunaút- tekt innan sviðsins og skal ÍTR vera búið að ná svo staðfest verði jafn- launavottun á afmælisárinu 2015.“ Tillagan var lögð fram að fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina í ráðinu. 10. Lögð fram að nýju tillaga Fram- sóknar- og flugvallarvina frá síðasta fundi um jafnlaunaátak innan ÍTR. Í jafnlaunavottun er fólgið að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Starfsfólk Íþrótta- og tómstunda- ráðs sinnir ýmsum störfum víða í borginni, til að mynda í sundlaugum, íþróttamiðstöðvum, Hinu Húsinu, á skíðasvæðum, í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum og víðar. Karlar og heimilið Hvert er hlutverk karlmanns-ins í dæmigerðri fjölskyldu? Í dag klukkan 14 verður efnt til málþings í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnar- borg í Hafnarfirði, þar sem meðal annars verður rætt um þetta. Rannsóknarstofnun í jafnréttis- fræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni sýningarinnar frá sjón- arhóli karla- og jafnréttisfræða. Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru þeir Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matth- íasson. Haukur Ingvarsson rithöf- undur og bókmenntafræðingur stýrir málþinginu en að framsöguerindum loknum taka listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, þátt í pallborðsum- ræðum. Sýningin MENN beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni eru verk eftir þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Í verkunum takast þeir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu, hugmyndir um þátttöku þeirra í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Óbreytt eignarhald Toyota Sögusagnir um að Magnús Kristinsson, sem varð lands-þekktur fyrir mikil umsvif fyrir hrun og útgerð frá Eyjum, sé að nýju orðinn eigandi Toyotaumboðsins á Íslandi, eiga ekki við rök að styðjast. Töluvert hefur verið rætt manna á milli, í Vestmannaeyjum sem Reykja- vík undanfarið að Magnús hafi að nýju eignast Toyota. Hann keypti Toyota á Íslandi árið 2005, en síðan tók Lands- bankinn það yfir eftir hrun. Núverandi eigendur Toyotaum- boðsins hérlendis eru Úlfar Stein- dórsson, forstjóri Toyota og Kristján Þorbergsson, sem eiga það til helm- inga, staðfestir Úlfar í samtali við blaðið. Magnús Kristinsson er hins vegar stór eigandi í fyrirtækinu Kraftvélum sem meðal annars flytja inn lyftara frá Toyota. Hann er þar stjórnarformaður og mun eiga um 40 prósenta hlut. Stjórnsýsla meirihluta sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi gagnrýnd: Hæstaréttarmál aldrei rætt í bæjarráði Ég var aldrei upplýst um að ákveðið hafi verið að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og það var aldrei rætt um það í bæjarráði,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir. Þessa ákvörðun hafi meirihlutinn tekið án samráðs og ekki einu sinni haft fyrir því að láta vita. Hér vísar Margrét til þess þegar Sel- tjarnarnesbær var í Hæstarétti dæmdur fyrir ólögmæta uppsögn og til greiðslu miskabóta, þegar konu sem unnið hafði hjá bænum í aldarfjórðung var sagt upp fyrirvaralaust og vísað út af vinnustað. Samfylkingin gagnrýndi uppsögn- ina og aðferðina á sínum tíma í bæj- arstjórn. Reykjavík vikublað hefur nokkuð fjallað um málið. Starfsmannafélag Reykjavíkur hefur gagnrýnt aðgerðir bæjarins og sálfræðingur hefur bent á að slík framkoma við fólk sé langt í frá til fyrirmyndar. Ásgerður Hall- dórsdóttir, bæjarstjóri hefur ekki viljað ræða þetta mál við blaðið; hvorki málið efnislega, né viðbrögð bæjarins við dómi Hæstaréttar. Margrét Lind er ósátt við að meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi bíti höfuðið af skömminni með því að taka einhliða ákvarðanir um dómsmál og láti ekki svo lítið að upplýsa kjörna fulltrúa. „Þetta þykir mér áfellisdómur yfir störfum þeirra því þótt ég sé í minnihluta að þá sit ég í stjórn bæjarráðs og er bæjarfulltrúi og það á ekki að ganga fram hjá því,“ segir Margrét Lind. Nýlega var Seltjarnarnesbær dæmdur í héraði fyrir ólöglega ráðn- ingu. Margrét Lind segir ljóst að ekki hafi faglega verið staðið að ferlinu, „sem ég harma mjög,“ segir Margrét Lind. Samfylkingarfólk hafi ítrekað komið því á framfæri að vandað sé til verka hjá bænum og fagleg vinnubrögð ástunduð. „Það er greinilegt að það þarf að bæta stjórnsýsluleg vinnubrögð og vona ég að með þessum dómum verði það gert,“ segir Margrét Lind. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri hafði ekki svarað erindi blaðsins þegar það fór í prentun. Aldarafmæli Víðavangshlaups ÍR: Borgarstjórinn hleypur hjá ÍR „Ég hef satt best að segja oft verið í betra formi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem segist þrátt fyrir það ætla að taka þátt í Víðavangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta, en þá á hlaupið aldar- afmæli. Fyrst var hlaupið sumar- daginn fyrsta árið 1916 og á enginn íþróttaviðburður hérlendis sér jafn langa samfellda sögu. „Af þessum ástæðum ætla ég að hlaupa!“ segir Dagur sem skrifar þessa orðsendingu í Facebook hóp Breiðhyltinga. Hann hvetur Breiðholtsbúa til að reima á sig hlaupaskóna. ÍR-ingum telst til að 9281 kepp- andi hafi komist í mark í Víðavangs- hlaupinu og nú er markið sett á að sprengja tíu þúsund keppenda múr- inn. ÍR-ingar hyggjast verðlauna sér- staklega þann þátttakanda sem rýfur þennan múr með því að hlaupa yfir marklínuna. Hlaupið er fimm kílómetrar og liggur leiðin um hjarta Reykjavíkur- borgar. Keppt er í ýmsum aldurs- flokkum og veitt verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í öllum flokkum og líka í sveitarkeppni karla og kvenna. Margrét lind Ólafsdóttir. Ásgerður Halldórsdóttir. Dagur segist ekki ætla að missa af hlaupinu, þótt formið hafi verið betra. Vonast er til þess að 10 þúsundasti keppandinn taki þátt í hlaupinu í ár, en Víðavangshlaup ír hefur verið haldið óslitið í heila öld. Myndin sýnir verk Curvers. Kung Fu, þvottahús 2015.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.