Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 12

Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 12
Bæjar- og menningarhátíð haldin 24. – 27.apríl í Sveitarfélaginu Árborg Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða fyrir alla fjölskylduna. „Gaman saman“ stimpilleikurinn á sýnum stað. Nánar um hátíðina á www.arborg.is. 2014 Bæjar- og enningarhátíð haldin 23. – 26.apríl í Sveitarfélaginu Árborg Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða fyrir alla fjölskylduna. „Gaman saman“ leikurinn á sýnum stað. Opnunarhátíð á Hótel Selfoss kl. 17:00 fim. 23. apríl þar sem menningarviðurkenning Árborgar 2015 er afhent. Nánar um hátíðina á www.arborg.is. 5 18. Apríl 201512 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð MATARSÍÐA SVAVARS Svavar Halldórsson svavar@islenskurmatur.is Sumar og sól . . . eða hvað? Á hverju vori lyftist á manni brúnin þegar daginn tekur að lengja og maður þykist vita að brátt komi vor. Skæðadrífa af lægðum eins og við höfum fengið yfir okkur síðustu vikurnar megnar ekki einu sinni að slökkva þennan vonarneista vorsins í brjóstinu. Bráðum kemur sumar með tilheyrandi blíðviðri og sól. Eða hvað? Fyrir okkur sem búum á höfuðborgarsvæðinu er fyrirheitið um blítt og gott sumar ekkert sérstaklega trúverðugt. Síðustu tvö sumur hafa að minnsta kosti ekki staðið undir væntingum. Kannanir MMR sýna að aðeins þriðjungur hefur verið ánægður með veðrið. Ætli það sé ekki sami hópur og fer til Spánar á sumrin eða á sumarbústað fyrir norðan eða á Austurlandi? Missum ekki móðin Merki tíðarfarsins í fyrra og hitteðfyrra sáust greinilega í sölutölum um mat, bjór og léttvín. Fyrir u.þ.b. ári talaði blaðið við Pál Bergþórsson, fyrrver- andi veðurstofustjóra. Hann sagði mikin vanda að spá fyrir veður langt fram í tímann. Einfaldara sé reyndar að spá fyrir um hita en úrkomu. Þó sé vitað að við séum á síðari hluta hlýindakafla, en á norðurhveli gangi á með sveiflum þar sem skiptis á um það bil 30 ára hlýjindaskeið og jafn löng kuldaskeið. Þarsíðasta sumar hafi verið „sérstaklega leiðinlegt hér fyrir sunnan.“ Það komi ekki oft mörg svoleiðis sumur í röð. Nú höfum við fengið a.m.k. tvö blaut sumur. Hverjar eru líurnar á því? Svo við getum kannski enn verið bjartsýn. Veður og matur Veðrið skiptir miklu máli fyrir það hvernig njótum matar og upplifum hann. Í sól og sumaryl er grillið dregið fram en þegar kaldara er í veðri viljum eldum við meira inni í eldhúsi. Við eldum líka öðruvísi mat í köldu en heitu veðri. Svo er að ekkert sérstaklega mikið sport að sötra kalt hvítvín eða bjór á pallinum í grenjandi rigningu. Jafnvel þótt mestar líkur séu á sól og blíðu um hásumar, er ekkert tryggt í þeim efnum. Síðustu tvö sumur verða hugsanlega lengi í minnum höfð sem sumur hinna misheppnuðu garðpartía eða útibrúðkaupa. Margir sem undir- búið hafa slíkar veislur af kostgæfni hafa þurft að bíta í það súra epli að náttúran á engan húsbónda nema sig sjálfa. Á einhverjum tímapunkti hættir fólk svo að gera ráð fyrir sól og fer að reikna með rigningu í júlí. Þá gæti sveitabrúðkaupunum farið að fækka. A.m.k. sunnan- og vestanlands. En við skulum nú vona að slíkar svartsýnis- spár rætist ekki. Súvíd eða hamborgarar til bjargar En það er þó ekki öll von úti þótt hann rigni. Margt af þeim mat sem við veljum okkur gjarnan á grillið er jafn gott eða jafnvel betra að steikja á pönnu, grilla í ofni eða jafnvel að súvída (þ. e. nota svokallaða Sous Vide aðferð. Sjá nánar á www.islenskurmatur.is/um-sous- -vide/). Hér er ég fyrst og fremst að vísa til hamborgara, kartaflna og góðra steika. Leyndardómurinn við góðan hamborgara felst t.d. ekki í miklu sól- skini, heldur í góðu hráefni og réttri matreiðslu. Oft er einmitt betra að stýra hitastigi á pönnu en á grilli. Gróft brauð, nýupptekið íslenskt grænmeti og úrvals kjöt er veislumatur, hvort sem eldað er á grilli eða pönnu. Satt best að segja eru flestar steikur miklu betri ef þær eru súvídaðar heldur en af grillinu, hvort sem um er að ræða naut, grís, kjúkling eða lamb. Svo er það sósan. Hér á síðunni er að finna uppskrift að hreint magnaðri Bernaisesósu – þeirri bestu sem undirritaður hefur smakkað. Hún er svo góð að hún kallar nánast á endurútgáfu Íslensku hamborgara- bókarinnar. Besta Bernaisesósan HRÁEFNI 4 eggjarauður. 200 g íslenskt smjör. Örlitið sjávarsalt. Örlítið af svörtum pipar. 1 hvítlauksgeiri 1-2 stilkar af graslauk eða smá- vegis af vorlauk. Chili á hnífsoddi Lúka af fersku fáfnisgrasi (estra- goni). Líka má notast við þurrkað estragon. 3 msk góð ólífuolía. AÐFERÐ Bræðið hundrað grömm af smjöri og skerið afgangin niður í teninga. Setjið í hrærivélaskál og hrærið vel saman. Hellið svo eggjarauðunum varlega saman og þeytið, varlega í fyrstu. Saxið lauk, hvítlauk, chili og fáfnisgras mjög smátt. Ef þið notið þurrkað fáfnisgras er líka gott að saxa það eða mylja í morteli. Bætið þessu öllu saman út í ásamt salti og svörtum pipar. Gerið það í litlum skömmtum og smakkið til. Bætið olíunni út í og hrærið vel. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.