Reykjavík - 13.06.2015, Side 2

Reykjavík - 13.06.2015, Side 2
2 13. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is 2 0 1 5 Bensínstöð við Ingunnarskóla í Grafarholti: Enn engin svör Stjórnendum Ingunnarskóla í Graf-arholti hafa enn ekki borist nein svör frá borginni um bensínstöð sem liggur upp við skólann. Þetta segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri, í samtali við Reykjavík vikublað. Bensínstöð Olís liggur upp við lóð skólans, skammt frá aðalbyggingu og alveg upp við færanlega kennslustofu. Þá er stöðin jafnframt ofan í frístunda- heimili við skólann. Guðlaug segist hvorki hafa fengið viðbrögð frá borginni né Olíufélaginu vegna erindis sem sent var fyrir meira en ári. Þetta mál er virðist vera hið sér- kennilegasta því fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári var einróma samþykkt í skóla- og frístundaráði borgarinnar að láta vinna lögfræðiálit um hvort það samrýmdist lögum og reglum að hafa bensínstöð svo nálægt skóla og frístundastarfi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur gengið eftir málinu lengi. Skúli Helgason formaður skóla- og frístunda- ráðs hefur í viðtali við Reykjavík viku- blað lýst því yfir að hann ætli að láta málið til sín taka. Búsetukjarni í Seljahverfi er einn fjölmargra í Reykjavík: Fólk hefur ekkert að óttast Við búum í samfélagi þar sem sátt er um að fatlað fólk skuli búa á heimilum en ekki stofn- unum,“ segir í minnisblaði sem lagt var fram í velferðarráði Reykjavíkurborgar á fundi þess 28. maí síðast liðinn. Í minnisblaðinu er fjallað um íbúa- kjarna í Rangárseli 16-20 í Breiðholti. Íbúasamtökin Betra Breiðholt boðuðu til íbúafundar í Seljakirkju rúmlega viku fyrr. Tilefnið var að kalla eftir upplýsingum frá borginni um íbúa í kjarnanum, en í facebook hópi samtakanna hafði fólk kvartað undan ónæði af íbúum þarna. Fjölmenni sótti fundinn í Seljakirkju. Minnisblaðið var tekið saman fyrir velferðarráð daginn eftir fundinn. Þar kemur fram að eftir að Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, seldi húsið, hefði samist um að Félagsbú- staðir keyptu það. Borgin hefði samt sem áður rekið þarna íbúakjarna um árabil, en hann yrði rekinn þar áfram með breyttum notendahópi. Þar myndi búa fólk með „samþætta fötlun s.s. þroskahömlun, einhverfu og frávik í hegðun“ eins og segir í minnisblaðinu. Þetta fólk býr ekki eitt því starfs- menn frá borginni sinna því. Í minni- blaðinu segir að meirihluti þeirra sem þar unnu áður muni gera það áfram en nýr forstöðumaður hafi tekið til starfa sem hafi sérþekkingu á þörfum íbúa. „Áfram verður um að ræða heimili fatlaðs fólks en hvorki með- ferðarheimili né áfangaheimili,“ segir í minnisblaðinu. Þar segir einnig að lögð sé áhersla á að umferð s.s. vegna ferðaþjónustubíla. Bent er á það í minnisblaðinu að velferðarsvið borgarinnar reki heimili fyrir fatlað fólk víðs vegar um borgina og ekkert hverfi sé undanskilið. Að öllu jöfnu gangi rekstur heimilanna vel og sé í sátt og samlyndi við aðra íbúa á hverjum stað. Þá sé þess ávallt gætt að tryggja bæði öryggi íbúa sem annarra. „Íbúum í Seljahverfi og nærliggjandi hverfum á ekki að standa ógn af nýjum íbúum í Rangárseli frekar en öðrum íbúum í búsetuúrræðum á vegum borgarinnar,“ segir líka í minnisblaðinu. Þar segir jafnframt í niðurlagi: „Biðlistar eftir sértækum húsnæðisúrræðum eru langir og því er mikilvægt að velferðsvið geti brugðist við þeirri þörf með því að opna nýjan íbúðakjarna. Það er alveg skýrt að Breiðholt er barna- og fjölskylduhverfi og velferðarsvið tekur ávallt mið að því við úthlutanir í húsnæðisúrræði á því svæði.“ Skóla- og frístundaráð samþykkti nýlega innleiðingaráætlun um læsi, en það er yfirlýst stefna fræðsluyfirvalda að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning. Þetta gengur út á að fylgast vel með lestrarkunnáttu barna til að „finna snemma þau börn sem hugsanlega geta átt í erfiðleikum með mál og lestur og veita þeim aukinn stuðning og ráðgjöf,“ segir í umfjöllun þetta á vef borgarinnar. Til stendur að þetta verði innleitt nú í haust. „Ekkert verri en strákar“ Fyrst var ég stressuð en stressið fór hratt. Konurnar sem halda utan um þetta unnu vel með stressið og allir urðu strax vinir,“ segir Rán Birgisdóttir, sem hefur tvisvar tekið þátt í Rokkbúðum í verkefninu Stelpur rokka. „Stelpunum líður vel í þessu umhverfi, þær kynnast nýjum hliðum á sjálfum sér og þær mynda mikil- væg tengsl við aðrar stelpur sem hafa áhuga á að spila og semja tónlist.“ Hún segir að hún hafi ekki áttaði sig á því hversu mikill strákaheimur tónlistin er, fyrr en hún fór að velta því fyrir sér. „Maður verður oft hissa þegar stelpa er í hljómsveit. en í Rokkbúðunm eru bara stelpur að spila og þær eru ekkert verri en strákar.“ Sjá bls. 6 70 ár frá kjarnorkuárásunum á Japan: „Við viljum kjarnorku- vopnalausan heim“ Friðarskipið kom til Reykja-víkur í vikunni, en það siglir milli landa til að vekja athygli á friði. Með í för að þessu sinni voru sjö Japanir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á borgirnar Hiroshima og Nagasaki, í lok Síðari-Heimsstyrj- aldar. Fimm barnafjölskyldum var meðal annars boðið í Höfða af þessu tilefni, þar sem japönsku gestirnir ræddu við börnin og sögðu þeim sögu sína. Þar á meðal var hr. Hironaka Masaki sem var fimm ára þegar sprengjunni var varpað á Hiroshima. Hann sagði frá því að þegar sprengja sprakk þá var hann að leika sér við læk örfáa kílómetra frá þeim stað þar sem sprengjan lenti. „Ég og systir mín og móðir komumst af en við fundum ekki föður minn strax. Við leituðum skjóls í loftvarnarbirgi. Það var yfirfullt af fólki með alvarleg brunasár og sumir voru nær dauða en lífi. Við leituðum föður míns og þegar við loks höfðum upp á honum sáum við að hann var illa brenndur á bakinu og þakinn glerbrotum. Við reyndum að hlúa að honum en hann lést af sárum sínum aðeins 39 ára að aldri. Ég gleymi þessu aldrei, þó ég hafi verið ungur að árum. Við viljum kjarnorkuvopnalausan heim, svona lagað má aldrei gerast aftur. Þess vegna erum við hér til að miðla reynslu okkar til komandi kyn- slóða,“ sagði hr. Masaki, sem var með tárin í augunum en fjallað er um þessa heimsókn á vef Reykjavíkurborgar. Hr. Masaki segir börnunum frá því þegar hann lenti í sprengingunni í Hiros- hima þar sem hann, fimm ára gamall, missti föður sinn. Lög á verkfalls- aðgerðir launafólks: „Óttalegur barbarismi“ Það er bara óttalegur barbarismi að setja lög á verkföll,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður Bandalags háskólamanna í samtali við Reykjavík vikublað. Verkfallsaðgerðir félagsins hafa nú staðið yfir í tíu vikur án lausnar. Ríkisstjórnin tilkynnti á fimmtu- dagskvöld að frumvarp um að fresta verkföllum yrði lagt fram á Alþingi. Þórunn segir að lög á verkfallsrétt- inn sé þegar ofnotað verkfæri og að slíkt sé versta mögulega niður- staðan. Hún telur yfirvöld hafa gef- ist upp fyrir verkefninu og að vel hefði verið hægt að semja sjálfstætt. Samninganefndin hafi hins vegar ekki haft raunverulegt umboð til annars en að elta Samtök atvinnu- lífsins. Sjálfstæðir samningar hafi ekki verið í boði. Sjá bls. 10-11. Rán Birgisdóttir. Þessi ungi piltur skellti sér í siglingu með Sæbjörgu á Hátíð hafsins um síðustu helgi og leiddist ekki í félagsskap sjóræningjanna. Hann sést hér sýna þeim alvöru sjóræningjahring sem hann sjálfur bar á fingri.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.