Reykjavík - 13.06.2015, Blaðsíða 14

Reykjavík - 13.06.2015, Blaðsíða 14
14 13. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Hjólaleiðir í Reykjavík: Alla þessa leið á korteri! Fyrir nokkrum árum sá ég „korters-kortið“ af Reykjavík í fyrsta sinn. Höfundur þess, Pálmi Freyr Randversson, vann hjá borginni og ég var strax mjög hrifin ef þessari nálgun. Hugmyndin var að sýna hversu langt er hægt að fara um borgina á 15 mínútum, hjólandi eða gangandi. Og það er bísna langt sem maður kemst með því að trampa fót- stigin þennan tíma. Í síðustu viku rakst ég svo á heima- síðu sem hefur farið enn lengra með þessa skemmtilegu vinnu; www. bikecitizens. net og ferð þar inn á 06. Rooute planner. Þá er les heimasíðan staðsetningu tölvunnar/snjallsímans og ætti að fara með ykkur beint til Reykjavíkur. Og þá er hægt að hefja leikinn. Heimilisfang – Hlemmur, Reykjavík, 5 mínútur á hjóli, áreynslulítið, borg- arhjól – Route og vefurinn spinnur eins og kónguló, allar leiðirnar sem þú ættir að geta hjólað innan þessa tímamarka. Svo má leika sér með tíma, erfiðleika- stig og hjólhestategundir. Einnig er hægt að finna út hve lengi verið er að hjóla á milli staða. Hlemmur – Hamra- borg; 5,1 km 18 mín. Síðan er unnin af austurískum snill- ingum og borgir heimsins eru að tikka inn, ein af annarri, þar á meðal Reykja- vík. Bakgrunnurinn er fenginn úr Open street map sem allir geta hjálpast að við að mata með kortaupplýsingum. Ég hef áður sagt það og segi það enn og aftur: Reykjavík er frábær hjólaborg. Nú er lag fyrir okkur hjólreiðamenn að sannfæra enn fleiri um að koma með út að hjóla – þó ekki væri nema til að tryggja betur okkar eigið öryggi. Vísindi heimsins benda til þess að því fleiri sem hjóla, því öruggari verðum við í umferðinni. Nýja heimasíðan er stórskemmtilegt tæki til að kynna á kaffistofunni. Endilega prófið. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu. Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan- eða utanbæjar. ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og brottfararstaði á trex.is. Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is TAKTU RÚTU! Bókanir &upplýsingar á TREX.IS LEITIÐ TILBOÐA! Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á íslandi Flóran í borgarlandinu Haldið verður upp á samnor-rænan Dag villtra blóma sunnudaginn 14. júní. Í Reykjavík verður boðið upp á tvær leiðsagðar gönguferðir um náttúruna í borgarlandinu; í Elliðaárdal kl. 11, þar sem mæting er við hesthús Fáks við Sprengisand og Fossvogi kl. 14, en ar er mæting við Ylströndina í Nauthólsvík. Fjallað verður um gróð- urfar svæðanna og plöntur greindar til tegunda. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Nýtt skólahús í Úlfarsárdal Hluti nemenda Dalskóla í Úlfarsárdal hefur að undanförnu unnið verk- efni um það hvernig þau sjá fyrir sér nýjan skóla í hverfinu. Þau hafa átt fundi með arkitektum skólans og verkfræðingi, hannað skólastofur, skólahúsgögn og skólalóð, segir á vef borgarinnar. Þau sýndu afrakstur vinnu sinnar við skólaslit í vikunni. Boðið var upp á mikla köku sem gerð hafði verið sem líkan af skólanum nýja. Einnig var búið að hengja upp myndir af framtíðarskólanum utan á færanlegar kennslustofur sem eru við byggingasvæðið. Fyrsta skóflustunga að nýbyggingu verður tekin í ágúst, er fullyrt á vef borgarinnar, og í beinu framhaldi eiga framkvæmdir að hefjast. Til stendur að fyrsti áfangi hins nýja skólahús- næðis verði tekin í notkun næsta haust, en að húsið verði að fullu ririð árið 2019. Skólinn verður í tveggja hæða byggingu sem mun liggja með- fram Úlfarsbraut og mynda keðju til austurs og tengjast menningarmið- stöð, almenningsbókasafni, sund- laug og íþróttahúsi Fram, segir á vef Reykjavíkurborgar. Frábær vefur sem sýnir þér á einu augnabliki hversu langt þú hjólar á t.d. 5 mín. www.bikecitizens.net Dagur B. Eggertsson ræðir við skólabörn. Á minni myndinni má sjá nemendur skoða líkan að nýja skólahúsnæðinu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.