Reykjavík - 13.06.2015, Side 4

Reykjavík - 13.06.2015, Side 4
4 13. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Verum næs Rauði krossinn fór nýlega af stað með aldeilis frábært verkefni sem ber heitið „Vertu næs“ (www.vert- unaes.is). Um er að ræða tveggja ára ver- kefni sem hvetur fólk til að koma fram að virðingu við hvort annað og leggur áherslu á að uppruni fólks, litarhaft eða trúarbrögð eiga ekki að skipta máli í samskiptum við hvort annað (www.vertunaes.is). Verkefnið er frábært en um leið er það svolítið dapurlegt til þess að hugsa að koma þurfi á verkefnum til að vekja fólk til umhugsunar um að vera vingjarnlegur við náungann, óháð uppruna, litarhafti eða trúarbrögðum. Verkefnið fékk mig til að hugsa um fleiri þætti í okkar litla og oft reiða sam- félagi. Og hvað við megum oftar vera næs við fólk í kringum okkur. Nýjar kannanir benda sem betur fer til þess að Íslendingar séu almennt viðkunnanlegir við erlenda ferðamenn þó svo að töluverðs pirrings gæti stundum vegna til dæmis umferð- araukningar sem þeir valda, stundum finnst fólki helst til mikið af þeim og að vondar túristabúðir hafi sprottið upp vegna þeirra (sumsé, lundasjoppur). Það er merkileg tilhneiging, allt að því rasísk, hvað maður heyrir oft talað um „ túrista“ í neikvæðum tóni. Samt er þetta bara venjulegt fólk eins og við; eini munurinn er sá að þetta fólk er ekki heima hjá sér heldur í heimsókn hjá okkur. Jú, það er reyndar yfirleitt klætt í útivistarfatnað í miðbænum, líka í góðu veðri. Og fyrir vikið er stundum eins og heimamönnum finnist í lagi að tala niður til þeirra og vera ekki næs. Við megum líka alveg vera meira næs í umferðinni. Stundum er eins og fólk flykk- ist í fylkingar skv. ferðmáta. Gangandi, hjólandi, akandi og í strætó og allir óvinir. Gangandi upplifa ógnun frá hjólandi og öllum sem leggja upp á stétt, hjólandi upp- lifa ógnun frá akandi og allir á hnefanum að komast sína leið. Auðvitað er þetta ekki alveg svona hábölvað en ef allir eru aðeins meira næs út í umferðinni og taka tillit þá gengur borgarlífið betur fyrir sig. Þessi sýn byggir á því að við viðurkennum rétt allra til að ferðast eins og þeir vilja, gangandi, hjólandi, akandi og með Strætó; að akandi sætti sig við að sumstaðar eru ekki hjól- reiðastígar og að hjólandi þurfa stundum að nota göturnar. Að hjólandi virði alltaf umferðarreglur, sérstaklega rauð ljós, stöðvunarskyldu, lýsingu á veturnar og þar fram eftir götunum. Að gangandi gangi ekki á hjólastígum og svo framvegis. Nýlega húðskammaði yngsta þing- kona Alþingis þingheim fyrir ókurteisi. Að hennar mati er fólk greinilega ekki mjög næs samskipti á þessum vinnustað. Þetta viðhorf gegnsýrir reyndar stjórn- málaumræðuna almennt á Íslandi. Það er stundum eins og fólki finnist í lagi að kalla annað fólk aumingja og hálfvita fyrir það eitt að vera flokksbundinn flokki sem maður er ekki sáttur við. Stundum virðist vera í lagi að úthúða fólki með persónu- legum dónaskap og níði fyrir það eitt að vera á öndverðum meiði í ýmsum málum. Sem þó er grundvöllur þess að búa í samfé- lagi þar sem lýðræði er virt og heiðrað; þ.e. að geta skiptst á skoðunum og virt skoð- anir annarra – og verið næs á sama tíma. Nú kann að hljóma eins og ég sé að setja mig hér í hásæti þess sem er alltaf hrikalega næs. En það er ég svo sannarlega ekki. Ég hef alveg öskrað á hálfvita í um- ferðinni (inní bílnum mínum samt, sko) tuddast áfram á hjólinu mínu á rauðu ljósi. Svo horfi ég stundum á fólk sem beinlínis gengur á hjólreiðastígum borgarinnar með drápsglampa í augum. Ég reyni að hemja mig t.d. á Facebook gagnvart þeim sem ég er ósammála í þjóðfélagsumræðunni en ekki (alltaf) heima hjá mér. Ég er því kannski bara að skrifa þennan pistil til sjálfrar mín. Og allra hinna sem mega al- veg við því að sýna meira umburðarlyndi og oftar. Og bara vera næs. Það var kannski dæmt til að gerast, enda þótt mér hefði í alvörunni ekki dottið það í hug. Það reyndist þó verða svo að stjórnmálamaður, kjörinn fulltrúi, legðist svo lágt að beina spjótum sínum að fötluðum íbúum borgarinnar. Að reyna að skapa ótta við fólk sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér í því skyni að græða kannski einhver atkvæði. Niðurstaðan getur samt aðeins orðið ein. Við erum einhverju nær um hvaða mann slíkir stjórnmálamenn hafa að geyma. Framsókn og flugvallarvinir völdu mann í mannréttindaráð. Svo var bakkað út úr því samdægurs þegar upplýst var að sá virtist beinlínis hafa það að hugsjón að sumir skuli hafa minni réttindi en aðrir. Fólk varpaði öndinni léttar, en var ástæða til þess? Ég spyr mig að minnsta kosti eftir greinina sem núverandi fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sendi blaðinu í síðustu viku. Þar er reynt að spila á tilfinningar ótta og fordóma og skapa óöryggi meðal íbúa. Málið snýst um þjónustukjarna í Seljahverfi. Þar búa nokkrar manneskjur sem glíma við ýmsa fötlun. Haldinn var fjölmennur íbúafundur í Seljakirkju á dögunum á vegum íbúasamtaka sem þekktust eru fyrir baráttu fyrir mislægum gatnamótum. Þar voru fulltrúar borgarinnar krafðir svara um hverjir ættu að eiga þarna heimili. Frá þjónustu- kjarnanum og að kirkjunni eru aðeins örfáir tugir metra og ekkert hús á milli. Þannig gátu íbúar þjónustukjarnans séð út um gluggann sinn hvernig fólk arkaði tugum saman inn í guðshúsið, heimili náungakærleikans. Það er eðlilegt að fólk óski svara við breytingum í sínu nánasta umhverfi. En stórlega má draga í efa að þetta hafi verið heppilegasta leiðin. Ítarleg grein hefur síðan verið gerð fyrir stöðu mála í velferðarráði borgarinnar. Það sýna gögn sem ég óskaði eftir frá borginni og eru birt hér í blaðinu. Svona þjónustukjarnar eru um alla borg. Þarna starfar líka fólk á vegum borgarinnar við að aðstoða þessar manneskjur. Því þetta eru fyrst og fremst manneskjur. Samborgarar. Samt stígur fram varaborgarfulltrúi og fulltrúi í mannréttindaráði og skrifar: „Hvað er að gerast? Í hvað stefnir? Geta börnin verið örugg, ein úti að leik?“ En ómerkilegt. En sorglegt að kjörinn fulltrúi skuli í alvöru reyna að gera sér að pólitískri féþúfu fatlað fólk sem getur ekki varið sig. Ég skal annars svara þessari spurningu mannréttindafulltrúa framsóknar. Og ég er óhræddur við að svara henni af fullkominni sannfæringu og öryggi: Nei! Á meðan strætisvagnar taka beygjur á tveimur hjólum á næsta horni og á meðan bílstjórar aka á 60 kílómetra hraða á klukkustund innan hverfis þar sem hámarkshraðinn er 30, þá verða börnin aldrei örugg. Íbúasamtök bíleigenda gætu íhugað það. En að fulltrúi í mannréttindaráði skuli reyna að draga upp þá mynd af fötluðu fólki að börnum stafi ógn af, er til fullkominnar skammar. Þetta er svo ómerkileg pólitík að ég á ekki orð yfir hana. Hvernig getur á því staðið að enginn fulltrúi meirihlutans eða Sjálfstæðisflokksins hefur staðið upp og komið þeim til varnar sem ekki geta sjálf borið hönd fyrir höfuð sér? Hvaða skilaboð ætli felist í þögninni? Ingimar Karl Helgason LEIÐARI Ómerkileg pólitík Hliðvarsla Það vekur athygli Stundarinnar og fleiri að aðstoðarmaður mennta- og menn- ingarmálaráðherra yfirheyri fjölmiðla- fólk sem óskar viðtals við ráðherra, hvort til standi að spyrja um tengsl hans við Orku Energy. Upplýst hefur verið að viðkomandi hefur átt í persónulegum tengslum við félagið og fjárhagslegum tengslum við fyrirsvarsmenn þess. Ekki bókaskatturinn Þeim fjölgar um 90 prósent sem aldrei lesa bók, sló Fréttablaðið upp í vikunni. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Félag bókaútgefenda hafa 13 prósent landsmanna aldrei lesið bók. Þetta hlut- fall var 7 prósent fyrir nokkrum árum. Þetta eru vond tíðindi. Menntamálaráð- herra segir að bókaskatti verði ekki kennt um þessa stöðu, enda sé svo stutt síðan hann var hækkaður. Hann segir þó að fylgst verði með því hvaða afleiðingar hækkun á bókaskatti hefur. Góðar fréttir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill ekki erlent eignarhald á bankanana. Vill ekki að arðurinn fari úr landi. Þetta hlýtur að kalla á almenna breytingu og myndi væntanlega þýða að erlend stórfyrir- tæki munu ekki geta sent milljarða arð og gróða beint úr landi. Í annan stað hlýtur þetta að skrúfa fyrir það að Ís- lendingar geymi eignir sínar hér á landi í útlenskum skúffufyrirtækjum og skatta- skjólum. Leynigögnin Skattrannsóknarstjóri er loks komin með gögn í hendur sem sýna tengsl Ís- lendinga við á milli 400 og 500 félög í skattaskjólum. Það verður fróðlegt að fylgjast með vinnu skattrannsóknar- stjóra, en margir hafa spurt hvort ekki væri réttast hreinlega að birta lista yfir eigendur skattaskjólsfélaga. Jafnað niður Viðskiptaráðið birtir mánaðargamlar tölur á vefsíðu sinni sem ýmsir fjölmiðlar stukku á í vikunni. Þar er greint frá því að opinberir starfsmenn séu oftar frá vinnu vegna veikinda heldur en starfs- fólk á almenna vinnumarkaðnum. Það vekur athygli að Viðskiptaráð dregur þá ályktun af þessu að best sé að draga úr starfstengdum réttindum opinberra starfsmanna. Þannig verði jöfnuð réttindi á vinnumarkaði. Ekki virð- ist hvarfla að neinum að jafna heldur réttindin á almennum vinnumarkaði upp á við og styrkja og efla réttindi launafólks. Helmingur Önnur hver kona sem starfar við þjón- ustu hefur verið áreitt kynferðislega við vinnu. Þetta á við bæði kyn því í allt hafa um 40 prósent starfsfólks í þjónustu- störfum verið áreitt kynferðislega við vinnu, en líklegra er að konur séu áreittar af yfirmönnum sínum. Þetta sýnir ný rannsókn sem Steinunn Rögnvalds- dóttir, félags- og kynjafræðingur, vann fyrir Starfsgreinasambandið. Í FRÉTTUMUmmæli með erindi: „Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyf- jagjöf að halda þarfnast mikillar ná- kvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ - Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameins- lækninga í grein í Fréttablaðinu. Falleinkunn Ekki hafa fagnaðarlæti ráðherranna farið framhjá neinum, en þeir hreykja sér af ákafri skrautsýningu í Hörpu- nni, þar sem væntanlegt afnám gjald- eyrishafta var kynnt. Þetta var ekki ósvipað sams konar lúðrablæstri þegar tilkynnt var um tugmilljarða gjafir til efnamesta fólks landsins undir nafni einhverrar leiðréttingar. Á meðan gleymdist algerlega að sömu ráðherrar og ríkisstjórn fá fullkomna og algera falleinkunn fyrir að láta heilbrigð- iskerfið liðast í sundur á sinni vakt og og finnst mörgum ótrúlegt að ríkis- stjórn sitji enn með slík afglöp á ferilskránni. Karlremba? Fyrir löngu blasir við að kvennastétt- irnar úr BHM eru svo lífsnauðsyn- legar Landspítalanum að það eitt að þær leggi niður störf hluta af dag- vinnutíma setur allt starf hans úr skorðum. Það sér það hver maður að stjórnvöld verða að horfast í augu við þessa stöðu og semja. Þögn til skiptis við hótanir er aðferðarfræði sem ekki hefur gengið hingað til og mun síður en svo ganga úr þessu. Grátkórinn vaknar Friðrik J. Arngrímsson fór í eina tíð fyrir LÍÚ og líkti útgerðarmönnum í milljarðagróða við fórnarlömb nasista fyrir að greiða loksins eitthvað gjald fyrir að- gang að auðlind í eigu íslensks a lmennings. Friðrik er enn á sveimi og skrifaði grein í Morgun- blaðið í vikunni. Þar kallaði hann þá sem hafa staðið að undirskrift- arsöfnun um sjávarauðlindina og kallaði „sófakomma“ með áberandi niðrandi hætti. Yfir 50 þúsund manns hafa undir- ritað áskorun til forsetans um að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum þar sem kvóta er úthlutað til meira en árs í senn. Tilefni þessa er makrílfrumvarpið svokallaða. Ekki er hún góð málefnastaðan hjá þeim sem ekki eiga önnur verkfæri en að uppnefna fólk sem berst fyrir hagsmunum almennings. Grasrótin Morgunblaðið birtist fólki oftar og oftar inn um lúgu í svonefndri aldreifingu. Við slíkt tækifæri var á forsíðu blaðsins fjallað með afar jákvæðum hætti um einkarekið sjúkrahús í Ármúla í Reykavík. Rætt var um að eigendur ynnu þar sjálfir og framtakið allt látið líta út eins og gras- rótar og hugsjónastarf heil- brigðisstarfsfólks. Síðan kemur í ljós og ekki á síðum Morgunblaðsins að Ásdís Halla Bragadóttir er þarna að baki, og fleiri, en sú hin sama situr raunar í stjórn fjölmiðilsins … HÉÐAN OG ÞAÐAN … REYKJAVÍK VIKUBLAÐ 22. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@ thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Arnhildur Lilý Karlsdóttir. Netfang: arnhildurlily@gmail.com. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. Dreifing: FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK. Höfundur er Dóra Magnúsdóttir Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.