Reykjavík - 13.06.2015, Side 10
10 13. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Barbarismi í aðgerðum yfirvalda
„Það er bara óttalegur barbarismi að setja lög á verkföll,“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna í samtali við
Reykjavík vikublað. Verkfallsaðgerðir félagsins hafa nú staðið yfir í tíu
vikur án lausnar. Ríkisstjórnin tilkynnti á fimmtudagskvöld að frumvarp
um að binda enda á verkföll BHM og verkfall hjúkrunarfræðinga yrði
lagt fyrir Alþingi. Þórunn segir að lög á verkfallsréttinn sé þegar ofnotað
verkfæri og að slíkt sé versta mögulega niðurstaðan.
Kratískur flugumaður?
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og utanríkisráð-
herra, vakti athygli snemma í vikunni
er hann gerði athugasemd við þátttöku
Þórunnar í verkalýðsbaráttunni. Þór-
unn var þar til árið 2011 þingmaður
Samfylkingarinnar. Þá starfaði hún
sem framkvæmdastýra flokksins eftir
það. „Ég bara velti því fyrir mér hvort
pólitíkin geti mögulega blindað for-
mann, í þessu tilviki, þannig að það sé
meiri áhersla lögð á pólitíkina heldur
en akkúrat þær kjaraviðræður sem
þurfa að fara fram,“ skrifaði Gunnar
Bragi á Facebook eftir að Bandalag há-
skólamanna hafði gagnrýnt einhliða
skipan ríkisstjórnarinnar á svonefndri
sáttanefnd sem tók málið frá ríkissátta-
semjara - en virtist svo ekki hafa neinar
heimildir til að beita sér í kjaradeilu
umfram sáttasemjarann.
„Mér finnst mjög óheppilegt að
svona stór og mikilvæg samtök, fullt
af mikilvægu og góðu fólki innanborðs
skuli lenda í því að vera með formann
sem er svo hápólitískur sem raun ber
vitni,“ skrifaði utanríkisráðherrann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnar
Bragi hefur áhyggjur af því að einstak-
lingar með tengsl við aðra flokka en
hans eigin tjái sig eða taki virkan þátt í
samfélagslegri baráttu. Um leið vaknar
sú spurning hvort óþol Framsóknar-
manna gagnvart skoðunum annara hafi
haft áhrif á samningsvilja yfirvalda í
þeim kjaradeilum sem hafa staðið
undanfarna mánuði?
Ríkisútvarp sumra?
Utanríkisráðherrann vakti ekki minni
athygli þegar hann fór fram á að Fram-
sóknarflokkurinn fengi úthlutað
sértökum tíma í útvarpi til að „níða
skóinn“ af öðrum stjórnmálaflokkum
í nafni hlutleysis. Tilefnið var pistill
Hallgríms Helgasonar, sem auk þess
að vera rithöfundur hefur tengst Sam-
fylkingunni. Í útvarpspistli í þættinum
Víðsjá gagnrýndi hann Framsóknar-
flokkinn. „Samfylkingarmínúturnar
sem Hallgrímur Helgason nýtti svo vel,
vekja mann til umhugsunar. Kannski
er það stefna Ríkisútvarpsins að gefa
öllum stjórnmálaflokkum rými í sinni
dagskrá til að níða skóinn af pólitískum
andstæðingum? Sé það svo þá hljóta
stjórnendur Ríkisútvarpsins að bjóða
einhverjum framsóknarmanni en
rithöfundinum virðist sérstaklega í
nöp við okkur framsóknarmenn, að
mæta í Efstaleitið og útvarpa „fram-
sóknarsannleik“ um Samfylkinguna
og Icesave, spron, fjármál Samfó, tengsl
Samfylkingarinnar við Baug, stjórn-
armenn hingað og þangað á þeirra
vegum, Árna og Íbúðalánasjóð, tengsl
við Hallgrím og tengsl við útrásarvík-
inga os. frv.“
Stjórnarskrárbundinn
réttur
Öllum er tryggt tjáningar- og félaga-
frelsi í stjórnarskrá. Það þýðir að for-
menn stéttarfélaga mega vera pólitískir
eða hafa tengsl við stjórnmálaflokka.
Jafnvel pólitískir í andstöðu við skoð-
anir Framsóknarflokksins og ráðherra
úr þeim flokki. Raunar hefur verka-
lýðshreyfingin nokkrar sögulegar
tengingar við stjórnmálahreyfingar
og því ætti það ekki að koma ráðherra
á óvart að formenn þeirra hafi tengsl
við aðrar hreyfingar og jafnvel skoðanir
á stjórnmálum. Ef til vill eins og hin
áberandi sögulegu tengsl sem eru milli
landbúnaðar og Framsóknarflokksins,
svo dæmi sé tekið, eða útgerðar og
Sjálfstæðisflokksins.
Tilraun til þöggunar
„Þetta er varla svaravert. Ég trúi
því ekki að þessir menn séu þeirrar
skoðunar að fólk sem hafi einu sinni
setið á þingi megi ekki sinna neinum
störfum í framhaldinu,“ segir Þórunn.
„Það hefur svo sannarlega ekki verið
þannig með flokksbræður þeirra.
Svo virðist það fara aðeins minna í
taugarnar á þeim ef fólk kemur ekki
úr öðrum flokkum en ríkisstjórnar-
flokkunum tveimur.“
- Trúir þú því í alvöru að framsóknar-
mönnum finnist ekki að þeir sem eru í
öðrum flokkum eigi að halda sig til hlés?
Svona umræða hefur áður komið upp.
„Ég held að þetta sé eitt af því sem
menn nota. Þetta er taktík í um-
ræðunni. Í þessu tiltekna dæmi held
ég að utanríkisráðherra hafi ekki gert
ráð fyrir því að tækjum sáttanefndinni
ekki fagnandi. Ég held að þessi við-
brögð tengist því.“
Þórunn bendir á að þetta hafi gerst
áður og gerist reglulega. „Það er alltaf
erfitt að lesa í það sem aðrir eru að
hugsa og gera. Auðvitað hefur svona
aðferð verið notuð áður. Þetta er tilraun
sem er ekki mjög pen til að þagga niður
í fólki. Þessu hafa margir lent í.“
Lagasetning
- Stutt er síðan þú sagðir opinberlega að
þú teldir lagasetningu ólíklega og að þú
teldir að ríkisstjórnin treysti sér ekki til
að leggja til að lög verði sett á verkfallið.
Hvað hefur breyst?
„Það er liðinn nokkur tími og ég held
að ríkistjórnin sé undir meiri pressu.
Landlæknir hefur aðallega tjáð sig um
stöðu mála. Ráðherrar hafa opnað á
þessa leið í fjölmiðlum. Lög á verkfalls-
réttinn er sannarlega versta mögulega
niðurstaðan.“
- Hafið þið í BHM áhyggjur af því að
lagasetning á verkföll sé orðin of léttvæg
fyrir stjórnmálamenn?
„Ég held að það sé engin spurn-
ing um að lagasetning á verkföll er
ofnotað verkfæri. Því miður virðist
litlu skipta hverjir eru í ríkisstjórn,“
svarar Þórunn og bendir á að slík lög
séu brot á stjórnarskrárbundnum rétti.
„Rétturinn til að semja um laun og
kjör er skráður í stjórnarskrána. Þetta
er stjórnarskrárvarinn réttur launa-
fólks sem barist var fyrir með blóði,
svita og tárum í eina og hálfa öld, að
minnsta kosti. Þetta er ekki bara ein-
hver lagasetning. Það er verið að brjóta
á réttindum fólks með því að setja lög
á verkföll.“
Töf með sáttanefnd
- Hvers vegna teljið þið sáttanefnd töf á
lausn deilunar?
„Í fyrsta lagi þá kemur þessi hug-
mynd um sáttanefnd sem þruma úr
heiðskýru lofti. Þetta er bara eitthvað
sem ríkisstjórnin ákvað án þess að
tala við okkur. Þetta er eitthvað sem
ríkisstjórnin afgreiddi. Ástæðan fyrir
því að við gerðum strax athugasemdir
við þetta er að ef lögin eru lesin þá
sést strax að þessi nefnd hefur hvorki
ÖFLUG FORVÖRN
GEGN BEINÞYNNINGU
www.hafkalk.is
Kalkþörungar með D3, K2 og C vítamínum
ásamt viðbótar magnesíum og mangan
ALLAR VÖRUR HAFKALKS ERU ÁN AUKEFNA OG
ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE)
ÚTTEKT
Frumvarp um
að stöðva
verkfall
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi á
fimmtudagskvöld að leggja fyrir
Alþingi frumvarp um að fresta
til 1. júlí 2015 verkfallsaðgerðum
einstakra aðildarfélaga Bandalags
háskólamanna og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. „Með verkfalls-
aðgerðum er átt við vinnustöðvanir,
verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir
sem ætlað er að knýja fram aðra
skipan kjaramála en lög ákveða.
Frumvarpið verður nú sent þing-
flokkum ríkisstjórnarflokkanna til
umfjöllunar og ráðgert er að leggja
það fram á Alþingi eins skjótt og
unnt er,“ segir í tilkynningu frá for-
sætisráðuneytinu. Í frumvarpinu er
lagt til að verkfallsaðgerðum verði
frestað til 1. júlí næstkomandi og
„aðilum falið að nýta þann tíma til
að ná samkomulagi á farsælan hátt,
ella fari kjaradeilan í gerðardóm“.
Ríkisstjórnin stýrir íslenska ríkinu
og er þannig sjálf aðili að kjara-
deilunni og hefur ákvörðunarvald
um heimildir samninganefndar rík-
isins. Þá tók ríkisstjórnin sjálf þátt
í samningum um kjaradeilu lækna
við ríkið en verkfalli þeirra lauk sem
kunnugt er með sérstöku samkomu-
lagi ríkisstjórnarinnar við lækna.
Gunnar Bragi gagnrýnir Samfylk-
inguna.Barbarismi segir Þórunn.