Reykjavík - 13.06.2015, Qupperneq 12

Reykjavík - 13.06.2015, Qupperneq 12
Hvað Hefur fjármálakreppan kennt okkur um val á gengisfyrirkomulagi? Aliber er Prófessor Emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago. Aliber hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfestingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síðustu árin hefur hann sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga. Aliber spáði fyrir hruni íslenska efnahagskerfisins vorið 2008. robert Z. aliber heldur fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þriðjudaginn16. júní, kl.12-13.30 ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun 13. Júní 201512 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð VI KU BL AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190 Ályktun frá STÍL Samtök tungumálakennara á Íslandi lýsa yfir áhyggjum af skerðingu tungumálakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Sér- staklega höfum við áhyggjur af fækkun kennslustunda og minnk- andi möguleikum nemenda til vals um nám í þriðja erlenda tungumálinu, frönsku, spænsku og þýsku. Líklegt er einnig að mati samtakanna að ár- gangar nemenda með minna nám að baki í ensku og norrænum málum en hingað til hefur þótt fullnægjandi muni útskrifast úr framhaldsskólum á næstu árum. STÍL telur þetta vera mikla öfugþróun og alveg úr takti við vaxandi þörf fyrir starfsfólk í ýmsum greinum sem hefur góða kunnáttu í tveimur til þremur erlendum tungu- málum. Til lengri tíma litið hefur samdráttur í kennslu erlendra tungu- mála í grunn- og framhaldsskólum alvarlegar afleiðingar fyrir almenna menntun í landinu s.s. fyrir tungu- málakennslu á háskólastigi, í sam- skiptum og viðskiptum landsins við önnur lönd. Samtök tungumálakennara á Ís- landi halda upp á þrjátíu ára afmæli samtakanna í haust. STÍL skorar á menntamálayfirvöld að leggjast á árar með samtökunum á afmælisárinu og gera ráðstafanir til að auka að nýju nám og kennslu í erlendum tungu- málum í grunn- og framhaldsskólum landsins. Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands: Frásagnir kvenna af kynferðisofbeldi Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á samfélags-miðlum þar sem mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá kyn- ferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir og skilað skömminni heim. Í nær öllum tilvikum eru karlmenn gerendur. Það liggur fyrir að þolendur munu þurfa stuðning til að vinna úr áfallinu og að sama skapi er ljóst að kynbundið ofbeldi er gríðarlegt sam- félagslegt mein sem full ástæða er að vinna bug á. Því viljum við, félagar í Knúz, leggja eftirfarandi spurningar fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nú, í júní 2015: 1. Hyggst ríkisstjórnin grípa til sér- stakra aðgerða vegna frásagna kvenna af kynferðisofbeldi? 2. Munu stofnanir, grasrótarsamtök eða önnur sjálfboðaliðasamtök fá aukafjárveitingar til að aðstoða konur til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis? 3. Munu ráðuneytin beita sér fyrir því að rannsakað verði hvað veldur því að í okkar samfélagi og menningu verði svo mikill fjöldi kvenna fyrir nauðgun eða annarri misnotkun eða áreiti af hálfu karla? 4. Mun velferðarráðherra tryggja að heilsugæslustöðvar og aðrar heil- brigðisstofnanir taki tillit til kvenna sem glíma við afleiðingar kynferðis- ofbeldis og bjóði upp á úrræði fyrir þær? 5. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir því að kynjafræði verði sjálfstæð skyldugrein á öllum skólastigum? 6. Mun menntamálaráðherra beita sér fyrir sérstökum forvörnum gegn kynferðisofbeldi, með áherslu á áhrif klámvæðingar? 7. Hefur verið gerð rannsókn á þjóð- hagslegum áhrifum kynferðisof- beldis? Ef ekki, stefnir fjármálaráð- herra á að láta gera slíka rannsókn? 8. Eru einhverjar aðgerðir fyrirhug- aðar af hálfu innanríkisráðherra um réttarbætur í þágu þolenda kynferð- isofbeldis? 9. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir eflingu kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar? 10. Mun innanríkisráðherra beita sér fyrir fjölgun kvenkyns dómara og fræðslu fyrir dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála? 11. Mun forsætisráðherra, sem höfuð ríkisstjórnarinnar, veita ráðherrum sínum hvatningu og stuðning til að hrinda ofantöldum verkefnum í framkvæmd? Við vonum að ríkisstjórnin takist af myndugleik á við það verkefni sem hugrakkar konur hafa fengið henni á hendur. Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð á vanda sem er samfélagslegur og verður ekki leystur af einstaklingum eða frjálsum félagasamtökum einum. Það er ljóst að mikið verk er óunnið og réttast væri að hrinda af stað sérstöku átaki í nafni þjóðaröryggis, þar sem aðgerðir til að sporna gegn kynferðisofbeldi og aðstoða þá sem þegar hafa orðið fyrir því verða kynntar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Virðingarfyllst, Knúz (Birtist áður á knuz.is) Höfundur er Ritstjórn Knúz.is Listasafn Reykjavíkur á kosningaréttarafmæli: Gjörningar og sýningar Listasafn Reykjavíkur heldur upp á 100 ára kosningarréttarafmæli kvenna með ýmsum hætti þann 19. júní, á föstudaginn kemur. Fram kemur í erindi frá safninu að Gjörn- ingaklúbburinn ætlar í samstarfi við safnið að standa fyrir gjörningnum Möskva í Perlufesti, höggmyndagarði kvenna í Hljómskálagarðinum kl. 12 þennan dag. Möskvi er að hluta til byggður á þátttöku áhorfenda en þar er kíkt ofaní jarðlög kvennasögunar og perlur hennar dregnar fram í dagsljósið segir þar. Þá verða opnaðar þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum þennan dag kl. 17. Þetta eru sýningarnar Júlíana Sveins- dóttir og Ruth Smith: Tvær sterkar, Veflistaverk Júlíönu Sveinsdóttur og Anni Albers: Lóðrétt / lárétt og Kjarvalssýningin: Út á spássíuna. Sýningarnar Tvær sterkar og Lóðrétt / lárétt eru haldnar sérstaklega í til- efni af 100 ára kosningarréttarafmæli kvenna. Þriðja sýningin sýnir mynd- listarmanninn Kjarval sem rithöfund, skáld og nýyrðasmið, segir í erindi safnsins. Þessi leikvöllur í Breiðholti fylltist af börnum einn rigningardag í vikunni. Hér eru krakkar úr fyrsta bekk í Seljaskóla sem skruppu í vettvangsferð með kennurum sínum í lok skólaársins.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.