Reykjavík - 18.07.2015, Blaðsíða 1

Reykjavík - 18.07.2015, Blaðsíða 1
 Á TOPPNUM MEÐ EYJABITA niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Hlíðasmára 8 og Spönginni 13 VI KU BL AÐREYKJAVÍK 18. Júlí 2015 • 26. tölublað 6. árgangur Steinrunnin lögfræði gegn almannahagsmunum Í sumum tilvikum getur þessi túlkun sem hefur viðgengist í íslenskum rétti, gengið gegn almannahagsmunum. Borgin hefur margoft bent á þetta, en ekkert gerst,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hann vísar til ákvæðis skipulagslaga um að lóðahafar geti krafist skaðabóta fyrir óbyggð hús vegna breytinga á skipulagi. Það hefur orðið til þess að borgin hefur ýmist ekki gripið til aðgerða þótt framkvæmdir geti gengið gegn öðrum almannahagsmunum, eins og útsýnis- gæðum, eða gangi í reynd gegn gildandi aðalskipulagi eins og á Barónsreitnum. Stjórnsýsla ríkisins vill halda reglunni. „Ég held að ein ástæðan fyrir þessari tregðu og hvað það gengur hægt að breyta þessu er hvað okkar borgarsamfélag er ungt. Við erum ennþá svolítð í þeim sporum að einhver byggir hús og hann á einhvern veginn bara allan rétt og þarf að svona að takmörkuðu leyti að taka tillit til annars en eigin hagsmuna og að mínu mati er þetta svona svolítið steinrunnin lögfræði,“ segir Hjálmar Sveinsson. Sjá bls. 8. Horft vestur eftir Skúlagötunni frá Barónstíg. Aðalskipulag borgarinnar heimilar ekki hærri byggingar á þessum stað en 5 hæða. Fleiri þættir hafa hins vegar áhrif á hversu hátt menn geta byggt eða hversu mikið.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.