Reykjavík - 18.07.2015, Blaðsíða 12

Reykjavík - 18.07.2015, Blaðsíða 12
Finndu stystu leiðina: Innheimtulausn fyrir framsækin fyrirtæki Vandræðalaus viðskipti - innheimtuhugbúnaður fyrir alla Við erum samstarfsaðilar kröfuhafa og erum meðvituð um mikilvægi viðskiptasambands á milli kröfuhafa og greiðenda. Kröfuhafar geta nýtt sér þjónustu Myntu sem innheimtufyrirtæki eða Myntu sem hugbúnað en kostnaðurinn verður alltaf sá sami; enginn. Við viljum að þín viðskipti verði vandræðalaus. 18. Júlí 201512 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð VI KU BL AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190 Framhald af bls. 8. neytið ekki á að breyta þessu ákvæði. Þótt það væri eitt og annað í skipulags- lögunum sem var til bóta, þá var þessu ekki breytt. Og mín eina skýring er sú að hér hefur skapast ofboðslega sterkur stuðningur við eignarrétt, sem er út af fyrir sig ágætt, en í sumum tilvikum getur þessi túlkun sem hefur viðgengist í íslenskum rétti, gengið gegn almanna- hagsmunum. Borgin hefur margoft bent á þetta, en ekkert gerst.“ Steinrunnin lögfræði Hjálmar segir það sína skoðun að íslensk lögfræði hafi meðal annars þróast með þeim hætti að gríðarleg áhersla sé lögð á eignarrétt. Það viti allir sem eigi eign, til dæmis íbúð eða hús, að það þurfi að eignarrétturinn þurfi að vera skýr. „En ég held að ein ástæðan fyrir þessari tregðu og hvað það gengur hægt að breyta þessu er hvað okkar borgarsamfélag er ungt. Við erum ennþá svolítð í þeim sporum að einhver byggir hús og hann á einhvern veginn bara allan rétt og þarf að svona að takmörkuðu leyti að taka tillit til annars en eigin hagsmuna og að mínu mati er þetta svona svolítið steinrunnin lögfræði. Hún hefur verið gagnrýnd af ýmsum málsmetandi lögfræðingum, þetta sem menn kalla hlutlæga skaða- bótareglu.“ Fram kemur í ítarlegri greinargerð með breytingum á skipulagslögum sem gerðar voru í umhverfisráðherratíð Sigurðar Inga Jóhannssonar á síðasta ári, að ekki standi til að breyta inntaki hinnar hlutlægu skaðabótareglu. Lesa má nánar um það hér í fylgigrein. Lóðarhafar létu undan Á það hefur verið bent í fleiri en eitt skipti að Reykjavíkurborg telji sér ekki stætt á að grípa inn í fyrirhug- aðar framkvæmdir, jafnvel þótt mikil andstaða sé við þær eða viðblasandi að þær gangi gegn almannahagsmunum. Það sé vegna þess að viðbúið sé að borgin yrði bótaskyld gagnvart lóða- hafanum. Þetta var til að mynda sagt í tengslum við byggingu háhýsanna á horni Frakkastígs og Skúlagötu, en þar byrgja turnarnir útsýni frá Skólavörðu- holti og niður Frakkastíginn. En hefur komið til álita að láta reyna á þessi lög fyrir dómstólum? Því játar Hjálmar. „Borgin hefur oft verið hvött til að láta á þetta reyna og er í sjálfu sér til í það. Og ég veit að það hefur komið fyrir að borgin hefur látið á þetta reyna, en þá hefur lóðarhafinn séð að sér og ályktað sem svo að, af því að þá voru aðstæður þannig, enda aðstæður mis- munandi, að hann hefur talið að það borgaði sig ekki að fara í dómsmál.“ Borgin íhugaði dómsmál - Fyrst svo er, og dæmi um að lóðahafar hafi látið undan við slíkar aðstæður, blasir þá ekki við að kanna að fara slíkar leiðir, hvort hugsanleg bótakrafa lóðahafa gæti reynst innistæðulaus? Var þetta til dæmis athugað vegna skipulagsins á Barónsreit? „Já, það var rætt og borgarlögmaður meðal annrs og lögfærðingar um- hverfis- og skipulagssviðs fóru yfir það mál og það var þeirra niðurstaða að það væri of mikil áhætta fyrir borgina út af þessari íslensku lagahefð, eða lagaskil- iningi, að það væri of mikil áhætta fyrir borgina að láta á það reyna,“ segir Hjálmar og bætir við að matið hafi falið í sér að borgin tæki verulega áhættu með því og gæti staðið uppi með hund- ruð milljóna króna skaðabætur. „Þá var það einfaldlega talið of dýru verði keypt.“ Um verulegar upphæðir sé að ræða sem óhjákvæmilega yrði að taka af öðrum liðum í rekstri borgarinnar. „Og ég er ekki viss um að Reykvíkingar væru til í það að taka peninga af öðrum liðum borgarinnar.“ Ekki úr vösum stjórnmála- manna - Er þá ekki samt verið að senda þau skilaboð út í verktakasamfélagið, svona almennt orðað, svona í ljósi þess að al- mannahagsmunir hafa látið undan t.d. með útsýni niður Frakkastíginn, eða í þessu tilviki á Barónsreitnum, þar sem til stendur að turn fái að rísa, þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli í aðalskipulagi um hámarkshæð, að menn geti bara gert það sem þeim sýnist? „Alls ekki langt í frá.“ - En hvers vegna er þá ekki látið á það reyna, einmitt í nafni almannahags- muna? „Jájá, en þá verð ég að spyrja, eru það almannahagsmunir fyrir Reykjavík ef það færi þannig fyrir dómstólum að borgin þyrfti að borga til dæmis einn milljarð, bara í skaðabætur. Samt gæti borgin í rauninni ekki tekið reitinn af fólki, talandi um almannahagsmuni þá er borgin auðvitað fyrst og fremst að hugsa um almannahagsmuni og við erum líka að tala um verulegar fjárhæðir sem væru líka mjög mikið ábyrgðarleysi að segja, ja okkur er bara alveg sama þó þetta fari á versta veg. Það eru ekki stjórnmálamennirnir sem borga. Þetta er tekið úr sjóðum almennings,“ segir Hjálmar og ítrekar að borgin hafi oft beðið um breytingu á þessu ákvæði skipulagslaga. Það sé mikið hagsmunamál og almanna- hagsmunir. Borgin verði samt sem áður að meta hvert mál fyrir sig og meta áhættuna. Hjá borginni starfi færir lögfræðingar og annað fagfólk sem skoði ýmsa fleti mála og meti áhættuna. „Síðan leggja þau fram sín minnisblöð eða skýrslur. Þá er komið að hinni pólitísku ákvörðun, að láta slag standa eða ekki, og skeyta ekki um hugsanlega þá alvarlegar viðvaranir borgarlögmanna og taka áhættuna. Og áhættan hleypur kannski á hundruðum milljóna eða milljarði eða tveimur, þá hafa borgaryfirvöld ekki verið tilbúin til að taka það. En semsagt hvatningin stendur samt sem áður að breyta þessu. Vonandi gerist það. Svo er brugðist við þessu með þeim hætti sem borgin getur, með nýju aðalskipulagi, þar sem er kveðið skýrt á um þetta. Þá vill svo til óheppilega að á þessum reit að þá er ákveðin útfærsla í aðalskipulaginu ekki rétt,“ segir Hjálmar og vísar þar til þess að á hluta þess svæðis sem að- alskipulagið kveður á um hámarkshæð, var og er í gildi deiliskipulag sem var staðreynd áður en aðalskipulagið öðl- aðist gildi. Hugmyndir um byggingar samkvæmt því deiliskipulagi feli í sér ígildi eignarréttar, samkvæmt þeim lögum og lagatúlkun sem viðhöfð hafi verið. Þess vegna hafi borgin verið í mjög þröngri stöðu. Mistök í aðalskipulagi Þá má spyrja hvort ekki hafi verið algjörlega ljóst allan tímann við gerð aðalskipulagins að á þessu svæði, Barónsreit, þar sem aðalskipulag gerir ófrávíkjanlega kröfu um 5 hæða hámark, var þegar (og er enn) í gildi deiliskipulag með að minnsta kosti þremur 15 hæða. - Átti ekki að gera eitthvað í málinu fyrr? „Þetta var mjög óheppilegt og ég kann ekki nákvæma skýringu á því, en ég held þó að að liggi í því að menn gáfu sér þar það alltaf, að deiliskipulagið myndi gilda, og það er þannig, aðal- skipulagið afnæmi aldrei slíkar heim- ildir. Þannig að í þeim skilningi breytti það engu um lagalega stöðu reitsins. Og þannig að ég lít allavega svo á að þetta hafi verið tæknileg mistök þegar aðal- skipulagið var gert. Að á nákvæmlega þessum punkti voru deiliskipulags- heimildir og það hefði þurft að geta þess í aðalskipulagi. Það voru gerð mistök við útfærslu aðalskipulagsins að það kæmi ekki skýrt fram að þessi reitur var undan skilinn, af því að það var allan tímann ljóst að aðalskipulagið gæti aldrei afnumið þessar heimildir.“ Hjálmar segir að í ljósi stöðunnar, að borgin hafi í raun réttri verið bundin af gildandi deiliskipulagi, þá hefði hún ekki getað náð betri lendingu í þessu máli, ein eins og fram hefur komið verður mjög dregið úr heimildum til niðurrifs húsa, líka gamalla timbur- húsa, og í stað þriggja háhýsa, verði einn. Það sé umtalsverð breyting til batnaðar frá hugmyndunum í gildandi deiliskipulagi. Misheppnuð háhýsi við Skúlagötu - En hvað finnst þér sjálfum sem hefur fjallað gagnrýnið um háhýsabyggingar, bæði sem fjölmiðlamaður og nú stjórn- málamaður, að þarna verði eftir sem áður háhýsi? „Ég hef marg oft sagt og mun segja að þessar turnbygginar við Skúlagötu sem eiga sér langa sögu, eru ekki vel heppnaðar og þetta breytir engu um afstöðu mína. En eing og ég er búinn að skýra þá var þetta ekki eitthvað sem við gátum nálgast sem autt blað. Við komum inn í umhverfi þar sem búið er að taka fullt af ákvörðunum. Ég gef mér að það hafi verið gert í góðum tilgangi á sínum tíma þótt tíu árum síðar telji menn það ekki eiga við,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkurborgar.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.