Reykjavík - 18.07.2015, Side 2
2 18. Júlí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Project1_Layou
t 1 24/11/2011
12:58 Page 1
Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík
Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði,
sími 511-7000, www.innrammarinn.is
Fjarðargötu 19, Hafnarfirði
Velkomin á nýtt
rammaverkstæði
og verslun
Úrval tilbúinna
ramma og
myndaalbúma
Fimm undantekningar
Ekkert eitt svar er til við spurn-ingunni hvað norræna módelið er eða hvernig slíkt kerfi lítur
út,“ segir Mary Hilson, sagnfræðipró-
fessor við Háskólann í Árósum. Hilson
er sagnfræðingur sem hefur sérhæft
sig í rannsóknum á Norðurlöndum og
Norræna módelinu. Bók hennar Nor-
ræna módelið - Skandinavía síðan 1945
kom út árið 2008. „Norræna módelið
er hugtak sem verður til og er notað
eftir á af stjórnmálafræðingum til að
skýra frá stjórnmála- og efnahagssögu
Norðurlandanna. Hugmyndin um nor-
ræna módelið á sér sterk pólitísk ítök,
það er hugtak sem vekur ákveðnar til-
finningar, og hefur haft mismunandi
meiningu á mismunandi tímum,“ segir
Mary.
Norræna módelið er í raun stjórn-
kerfismódel með fimm undantekn-
ingum. Íslensku-, sænsku, dönsku,
norsku og finnsku leiðinni. Sterkt rík-
isvald, velferðarkerfi frá vöggu til grafar
og sterkar fjöldahreyfinga stéttarfélaga
einkenna kerfið. Háir skattar og öfl-
ugt einkaframtak fjármagnar sterkan
ríkisrekstur. Ríkið en ekki fjölskyldan
er öflugast velferðstofnun samfélags-
ins. Það þýðir ekki að norrænar fjöl-
skyldur sinni ekki ummönnum, heldur
að fjölskyldur geri slíkt með stuðningi
samneyslu. Samkomulag ríkir um að
samneyslan fjármagni velferð allra og
að jöfnuður sé eftirsóknarverður.
Sjá bls. 10-11.
Lögfræðiálit um bótakröfu vegna
göngu- og hjólastígs yfir Arnarneshæð:
Töldu göngustíg ógna
friðhelgi einkalífins
Garðabær lét vinna lögfræði-álit vegna athugasemda tveggja íbúa á Arnarnesinu
um fyrirhugaðan hjóla- og göngu-
stíg yfir Arnarneshæð. Stígurinn á
að leggja yfir hæðina milli Hafnar-
fjarðarvegar og lóða þar vestan megin
við.
Íbúarnir, Jónas Fr. Jónsson, sem
býr í Hegranesi, og Árni Gíslason í
Súlunesi, gerðu athugasemdir við að
stígurinn myndi valda íbúum ónæði.
Í athugasemdum var meðal annars
talað um hávaða frá snjómokstri á
göngu- og hjólastígnum. Einnig að
þeir sem fari um stíginn geti „horft
inn í garðinn“ hjá sér og jafnvel inn
um glugga. Þannig sé friðhelgi einka-
lífsins raskað. Þar var fjallað um hugs-
anlegar bætur til íbúa vegna stígs-
ins. Hugsanlega lækkun á verðgildi
fasteignar og kostnað húseiganda við
girðingar og gardínur. Þó megi bæta
úr með því einfaldlega að færa fyrir-
hugaðan stíg.
Garðabær fól lögmanni að fara yfir
efnið, en í niðurstöðum segir meðal
annars að gert sé ráð fyrir því að
stígurinn feli í sér óverulega röskun
fyrir eigendur fasteigna á svæðinu og
ekki umfram það sem búast mætti
við miðað við staðsetningu viðkom-
andi eigna, eins og segir í fundargerð
bæjarráðs Garðabæjar. Í minnisblaði
lögmannsins segir enn fremur að
girðing við stíginn verði hækkuð
úr 1,6 metrum í 1,8 metra. Það ætti
að koma til móts við íbúa. Þá græði
þeir jafnfnframt á framkvæmdinni.
Því bæjarráð áréttar að stígurinn sé í
samræmi við deiliskipulag. Til standi
að breyta hljóðmön og bæta, þannig
verði hljóðvist betri og sömuleiðis sé
verið að tryggja öryggi bæði íbúa og
annarra vegfarenda með því að létta
umferð um húsgötur.
Hundruð íbúa gegn
skipulagshugmyndum
Vel á fjórða hundrað íbúa í allra næsta nágrenni Sigtúns 38 og 40 í Lauganeshverfi,
leggjast gegn hugmyndum um nýtt
deiliskipulag á reitnum. Of mikið eigi
að byggja, en auk þess er gagnrýnt
að slíkt stórmál hafi ekki hlotið betri
kynningu. Kynningarfundur um málið
hafi verið haldinn á miðjum sumar-
leyfistíma og dreifibréf um hann að-
eins borist fáum. Enn vanti svör svið
mörgum spurningum íbúanna og þeir
óska þess einnig að frestur til þess
að gera athugasemdir til skipulags-
tillöguna verði lengdur fram í október.
Þarna stendur til – og hefur raunar
staðið til um alllangt skeið – að bæta
við hótelið sem fyrir er fyrir með sínum
háum turni. Nú er einnig lagt til að
samþykkt verði að blokkir, allt að sex
hæðir, með 120 íbúðum verði reistar
við Sigtún 40 þar sem á að vera gróð-
urskáli, samkvæmt gildandi skipulagi.
Helstu breytingar sem verða við
Sigtún 38, fari óbreytt tillaga í gegn,
eru samkvæmt kynningargögnum
sem finna má á vefsvæði umhverfis-
og skipulagssviðs borgarinnar, að
byggingar á reitnum verði brotnar upp,
miðað við fyrri áform. Þetta er sagt gert
til að „milda yfirbragð gagnvart íbúða-
byggðinni við Sigtún“. Þar segir einnig
að nýbyggingar verði sex til níu hæðir,
þrjár hæðir upp fyrir íbúðablokkirnar.
Við Sigtún 40 er lagt til að reisa megi
sex fjölbýlishús sem verði þrjár og upp
í sex hæðir, 120 íbúðir alls. Segir þar
að í fimmtung grunnfletar á fyrstu
hæð húsanna eigi að vera verslun og
þjónusta. Bílastæði verði í kjallara, eitt
á íbúð. Einnig segir þar að fjórðung
íbúðanna verði að miða við þarfir
þeirra „sem ekki vilja leggja eða geta
ekki lagt mikið fé í eigið húsnæði,“
segir í kynningargögnum. Það taki
mið af markmiðum húsnæðisstefnu
aðalskipulags borgarinnar.
Íbúar telja hins vegar að 120 íbúðir
á svæðinu auk stækkun hótels vera
alltof mikið byggingarmagn og í engu
samræmi við nýtingarhlutfall hverfis.
Bæði leik-og grunnskóli hverfisins séu
yfirfullir og því mikilvægt að fá skýr
svör frá borginni um það. Níu hæða
turn við Grand hótel veki spurningar
sem þarfnist svara, meðal annars um
skuggavarp. Eins þurfi gleggri upplýs-
ingar um margt sem tengist umferð-
armálum.
Athugasemd ritstjóra
Greint var frá athugasemdum við
skipulagstillöguna í síðasta tölublaði.
Fréttin var þó því miður ekki að öllu
leyti rétt. Í fyrirsögn sagði að „fáar“
athugasemdir hefðu verið gerðar
við tillöguna. Upplýsinga var aflað
frá Reykjavíkurborg daginn áður en
frestur til að gera athugasemdir rann
út, en það gleymdist að gera fyrirvara
við það í fréttinni. Eins náðist ekki að
koma upplýsingum um undirskriftir
íbúanna í blaðið fyrir prentun. Eins
og gefur að skilja verður hundruðum
athugasemda frá íbúum seint lýst með
orðinu „fáir“ og biðst Reykjavík viku-
blað afsökunar á því að hafa gefið ranga
mynd af stöðu mála.
Hinsegin fræðsla í grunnskólum Reykjavíkur:
Gylfi Ægis sofi rótt
Sem fagstjóri lífsleikni hef ég lagt áherslu á að halda þessu inni áfram og samkennarar mínir
hafa allir sem betur fer verið sam-
mála enda teljum við þetta bara vera
eðlilegan hluta af lífinu. Svo hafa þau
sem hafa heimsótt okkur síðustu ár
verið einstaklega flottir fyrirlesarar,
opinská og málefnaleg og náð vel til
krakkanna, það eru ekki allir sem hafa
það. Ég er að minnsta kosti mjög sátt
við þetta og mun halda áfram að bóka
þessu fræðslu inn svo lengi sem ég fæ
að ráða,“ segir Hulda María Magnús-
dóttir, kennari í Foldaskóla í Grafar-
voginum, um „hinsegin fræðslu“ sem
nemendum á unglingastigi hefur verið
boðið. Fræðslan hefur verið veitt af
fulltrúum Samtakanna ’78.
Hulda María bendir á að grund-
vallarreglur gildi um hvernig fræðslan
fari fram. „Það er til dæmis alveg skýrt
frá upphafi að það er ekki, og verður
ekki, rætt um kynlíf samkynhneigðra
sem slíkt svo allar áhyggjur Gylfa
Ægissonar, og fleiri sem hafa tjáð
sig, um kennslu og lýsingar á enda-
þarmsmökum eru algjörlega óþarfar
og í raun bara fáránlegar að mínu mati.
Það sem er verið að ræða eru mismun-
andi tegundir kynhneigðar og þær tilf-
inningar sem því tengjast að falla fyrir
annarri manneskju.“ Sjá bls. 6.
Engar formlegar viðræður við starfsemenn í álverinu:
Stefnir í yfirvinnu-
bann og verkfall
Ekkert hefur þokast í við-ræðum Samninganefnda Rio Tinto Alcan og SA við samn-
inganefnd starfsmanna hjá álver-
inu. Viðræðum var slitið af hinum
fyrrnefndu rétt fyrir síðustu mánaða-
mót. Samkvæmt upplýsingum frá
Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði
hefur engin þróun orðið síðan.
29. júní var síðast haldinn samn-
ingafundur hjá Ríkissáttasemjara.
Fram kemur á heimasíðu Hlífar að
þá hafi atvinnurekendur slitið við-
ræðum.
„Á fundinum slitu viðsemjendur
okkar, ISAL og SA, viðræðum við
samninganefnd starfsmanna. Ekki
stendur starfsmönnum ISAL til boða
að fá sambærilegar launahækkanir
og almennur vinnumarkaður hefur
samið um að undanförnu. Ljóst er að
Samtök atvinnulífsins sem og fyrir-
tækið mun þar af leiðandi ýta málinu
í enn meiri hörku,“ segir þar.
Á heimasíðu Hlífar er einnig bent
á fyrirhugaðar aðgerðir starfsem-
anna. „Ljóst er að félagsmenn allra
verkalýðsfélaganna hafa samþykkt
að hefja vinnustöðvunarferli þann
1. ágúst næstkomandi en þá hefst
yfirvinnubann starfsmanna. Átökin
munu aukast þann 1. september næst-
komandi þegar ótímabundið verkfall
hefst.“
Ólík viðhorf innan meirihlutans:
Alþjóðadeild við Landakotsskóla
Skóla- og frístundaráð hefur sam-þykkt að heimila Landakotsskóla að vinna að tveggja ára þróunar-
verkefni sem felur í sér rekstur alþjóða-
deildar við skólann.
Gert er ráð fyrir að 24 grunn-
skólanemendur stundi nám við al-
þjóðadeildina í Landakotsskóla. Þetta
var samþykkt með atkvæðum Samfylk-
ingar, Bjartar framtíðar, Sjálfstæðis-
manna og Framsóknar. Fulltrúi Vinstri
grænna sat hjá.
Fulltrúar Samfylkingar, BF og
áheyrnarfulltrúi Pírata bókuðu ánægju
með samþykktina og er sérstaklega frá
því greint í frétt á vef borgarinnar. „[M]
ikilvægt sé að svara vaxandi eftirspurn
um vandað alþjóðlegt nám fyrir börn
erlendra starfsmanna í atvinnulífi
borgarinnar, diplómata og barna af
íslenskum uppruna með tímabundna
búsetu hér á landi. Landakotsskóli sé
skóli með langa og farsæla sögu og
faglegur metnaður einkenni áform
skólans um stofnun alþjóðadeildar,“
segir í fréttinni.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hins vegar
hjá við afgreiðslu málsins og bókaði
einnig um málið. Sú bókun finnst í
fundargerð og er þar bent á mikilvægi
þess að borgarreknir leikskólar væru
fjölbreyttir og geti sinnst þróunarver-
kefnum og ólíkri humgmyndafræði, þá
var vikið að kostnaði: „Hver nemandi
í sjálfstætt starfandi grunnskóla kostar
borgina nú um hálfa milljón meira á ári
en nemandi í borgarreknum grunn-
skóla. Að því sögðu situr fulltrúi Vinstri
grænna hjá í þessu máli. “
Skúli Helgason, Sam-
fylkingu, formaður
ráðsins.
Líf er fulltrúi VG.