Reykjavík - 18.07.2015, Blaðsíða 14
14 18. Júlí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Almenningssamgöngur á Íslandi:
Allir þjónustuaðilar á einu korti!
Hjólafærni á Íslandi hefur gefið út kortið Public Transport summer 2015 í samvinnu við
Hugarflug. Þar eru allar almennings-
samgöngur innanlands settar saman í
beinulínukort, rútur, ferjur og flug. Við
hlið kortsins eru allar upplýsingar um
þá sem þjóna hverri leið, nöfn fyrir-
tækjanna, símanúmer hjá þeim og slóð
á heimasíður þeirra. Mismunandi litir
eru notaðir til þess að greina á milli
þjónustuaðilana á kortinu.
Jafnframt hefur vefurinn www.
publictransport.is verið opnaður. Þar
er kortið gert gagnvirkt og með því að
smella á línurnar, númer leiðanna eða
áningastaðina, fer notandinn áfram á
frekari upplýsingar um það sem beðið
er um.
Með útgáfunni og vefnum er
brotið blað í miðlun upplýsinga um
samgöngutækifæri í landinu og hug-
myndum um umhverfisvæna ferða-
máta. Kortið er prentað í sérútgáfu,
Public transport summer 2015 og er
líka birt á bakhlið Cycling Iceland
summer 2015 kortsins. Einnig er
kortið í ferðabókunum Á ferð um
Ísland, íslensku, ensku og þýsku út-
gáfunni. Ástæður þess að Hjólafærni
fór í útgáfu þessa samgöngukorts, er
sterk tenging hjólandi ferðamanna
við notkun á almenningssamgöngum.
Fljótlega eftir að Leiðarlykillinn fór
fyrst í loftið kom í ljós mikil eftirspurn
og ánægja með kortið úr röðum starfs-
manna í ferðaþjónustu landsins, sem
hafði þann starfa að útskýra fyrir alls
konar ferðalöngum, hvernig hægt
væri að flandra um landið okkar. Og
þá kom Public Transport kortið að
góðum notum, loksins allir saman
á einni mynd og svo bara gúgglað
þaðan.
Vegagerðin, Ferðamálastofa og
þjónustuaðilarnir sem koma við sögu
á kortinu hafa allir styrkt þessa vinnu.
Hjólafærni stýrir dreifingu á kortinu.
Það má panta í síma 864 2776 eða senda
tölvupóst á hjolafaerni@hjolafaerni.is
Hér má skoða heildarkortið fyrir
árið 2015 í PDF skjali: http: //www.
hjolafaerni.is/images/stories/Skjol/
Public_Transport_2015. pdf
Á kortinu eru þjónustuaðilar sýndir
með ólíkum litum og upplýsingar um
hvernig hægt er að finna viðkomandi
fyrirtæki og þjónustu þess.
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Fyrirtæki
húsFélög
Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu
ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566
www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is
Fyrirtæki
húsFélög
Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu
ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566
w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is
Fyrirtæki
húsFélög
Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu
ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566
www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is
Við gerum tilboð í reglubundna
ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
ÚTSALAN er hafin
30-50% afsláttur
Flott föt, fyrir flottar konur
Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á
íslandi
leikskólinn Vinagerði tók við Grænfána á hásumri við hátíðlega athöfn. Við athöfnina lék brassband Hins hússins
fyrir börn og foreldra og boðið var upp á kaffiveitingar og köku. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem miðar að
því að efla umhverfismennt og styrkja vitnesku um gildi sjálfbærni í skólum.