Selfoss - 12.02.2015, Blaðsíða 8

Selfoss - 12.02.2015, Blaðsíða 8
8 12. Febrúar 2015 Gróskumikið starf í leikskólum „Á dagheimilunum er haft eftirlit með leikjum barnanna, framkomu og hegðun.“ Þannig var mælt með dag- og tómstundaheimilum um miðja síðustu öld. Hvers áttu einstæðar mæður að gjalda sem skyldu „sex ára hnokka“ eftir heima meðan þær voru í vinnu? Þannig var vandinn dreginn fram. Umræðan hefur breyst mjög. Nú eru næstum öll börn einhvern tíma í leikskóla. Leikskólarnir meira að segja orðnir fyrsta stig skólagöngu. Tíðindamaður blaðsins brá sér í leikskóla á Selfossi sl. föstudag. Þá var haldinn hátíðlegur leikskóladagurinn. Skrúðgöngur, heimsókn aðstandenda og mikið sungið – svo að nokkuð sé nefnt af því sem börnin og starfsmenn tóku sér fyrir hendur. Þá bregðum við upp myndum af vettvangi – allt frá því að auglýst var eftir stúlkum í vist í kaupstað til að passa börn. Og það þótti heldur tilheyra að það væri mikil vinna og launin væru lág. Uppeldisskóli Sumargjafar UPPELDISSKÓLI SUMAR- GJAFAR veitir ungum stúlk- um sérmenntun til forstöðu- og uppeldisstarfa við barnaheimili (vöggustofur, dagheimili og leik- skóla). Ný deild tekur til starfa 15. janúa r 1949. Inntökuskilyr'Si: Nemandi sé eigi yngri en 18 ára og eigi eldri en 33ja ára. Nemandi hafi gagnfræðapróf eða hafi notið 2ja ára menntuna r í öðrum fram- haldsskólum. Upplýsingar gefur Valborg Sigurðardóttir, Eiríksgötu 37, Reykjavík, sími 7219. (Auglýs- ing í Heimilisblaðinu 1.9. 1948) Barnfóstrur SUMARGJAFAR. Hann undirbýr stúlkur til að taka að sér störf á barnaheimilum. Í febrúar í vetur útskrifaðist þriðji hópurinn úr þeim skóla, átta myndarlegar stúlkur eftir tveggja ára nám og hafa þá alls útskrifazt úr skólanum 21 stúlka: Iðunn Gísladóttir frá Stóru-Reykjum, Árnessýslu, Guðrún Guðjónsdótt- ir frá Fremstuhúsum, Dýrafirði, Guðrún Jósteinsdóttir, Stokkscyri, Sigrún Guðmundsdóttir frá ísafirði, Valborg Sigurðardótt- ir, skólastjóri, Guðrún Stein- grimsdóttir, Skagaströnd, Gyða Sigvaldadóttir, frá Brekkulæk, V.-Hún., Jónína Eyvindsdóttir, Reykjavík, Elinborg Stefánsdóttir, Hafnarfirði. (Tíminn greinir frá 17. Maí 1950) Giftast miklu fleiri stúlkur úr þessum hópi en nokkrum öðrum. „En er ekki ástæða til að ætla, að fleiri eða færrí af þessum sér- menntuðu stúlkum hverfi fyrr en varir frá störfum við barnaheimilin, til dæmis ef þær gifta sig?" „Og ég geri alveg ráð fyrir því," segir ungfrú Valborg og brosir hýrlega. „Reynslan í Bandaríkjunum bend- ir að minnsta kosti eindregið í þá átt. Þar giftast tiltölulega miklu fleiri stúlkur úr þessum hópi en nokkrum öðrum, sem starfar að uppeldismálum eða kennslu. En það væri svo sem enginn skaði skeður, þótt svipað kæmi fyrir hér á landi. Takmark okkar, sem að þess- um skóla standa, er að stuðla að því af fremsta megni, að upp megi rísa sívaxandi hópur vel menntaðra kvenna, sem leyst geti af hendi með prýði þau vandasömu störf, sem barnauppeldið krefst, hvort sem þær inna þau af hendi sem starfs- stúlkur á barnaheimilum eða sem mæður á einkaheimilum. Hvort tveggja starfið er næsta mikilsvert fyrir framtíð þjóðarinnar." (Menntamál 1946, viðtal við Valborgu Sigurðardóttur) Uppeldisskóli í Steinahlíð Lipurtá létt á fæti, í Ijósum kjól, yngir upp Austurstræti og Arnarhól. „Enn ein stoðin hefur bætzt við, þ. e. Steinahlíð við Suðurlandsbraut, sem var gefin Sumargjöf á aldar- fjórðungsafmælinu og til minn- ingar uni heiðurshjónin: Halldór Eiríkssön, stórkaupmann, og konu hans. Þar er nú Uppeldisskóli Sum- argjafar til húsa. Og nú er ekki einungis um dagheimili að ræða, heldur er nú kominn til sögunnar leikskóli (frá 1941). En sú hjálp er á þá lund, að börnin eru þar hluta úr deginum (t. d. fyrri hluta dags eða seinni hluta) og án þess að fá mat þar. Dagheimilin og leikskól- arnir hafa um 10 ára bil starfað allt árið, og þeirra reynist meiri þörf á veturna en sumrin. Auk þess hefur Sumargjöf undanfarin 10 ár rek- ið vöggustofu og vistheimili fyrir munaðarlaus börn, einkum vegna eindreginna tilmæla bæjaryfir- valdanna í Reykjavík. En Sumar- gjöf telur sig bundna við uppruna- legan tilgang þeirra samtaka, sem stóðu að stofnun félagsins, þ. e. að hjálpa foreldrum til að hjálpa sér sjálf. Og þess vegna mun félagið leggja áherzlu á að reka dagheimili og leikskóla í framtíðinni, fjölga starfsstöðvum eftir þörfum og bæta þær svo sem framast má verða. ... Í þessum stofnunum (dagheimilum) njóta börnin ekki einungis góðrar umönnunar og hollra uppeldis- áhrifa, heldur læra þau jafnframt ýms hagnýt störf. Þar er haft eftirlit með leikjum þeirra, framkomu og hegðun. Og ekki eru hnokkarnir stórir orðnir, þegar þeir eru látnir fara að læra ýms störf, t. d. að hjálpa til við matartilbúninginn, þvo upp leirtauið ...“ (Unga Ísland, 1. tbl. 1950) Mikið að gera og launin lág! »Konan, sem hefir ritað mér þetta bréf biður mig að útvega sér stúlku til þess að kenna börnum sínum og annast þau, og þar sem þér segið að þér hafið ánægju af börnum, datt mér í hug, hvort þér munduð ekki vilja fara til þessarar frúar. Mér er kunnugt um, að það er mikið að gera og launin eru lág, en svo er heldur ekki krafizt neinna með- mæla frá fyrri húsbændum, og verulega góðar vistir fá menn ekki nema hafa góð meðmæli, og eins og þér vitið, góða mín, þá get eg ekkert sagt um yður, nema að þér séuð sakleysisleg stúlka.« (Fram- haldssaga í Nýjum kvöldvökum 1912)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.