Selfoss - 12.02.2015, Blaðsíða 14
14 12. Febrúar 2015
Fólk tapað
fuglasöng
1. „Úti í Fjörðum – þar var líf fólks
eins og hjá öðru fólki – bara
dálitlu erfiðara en hjá okkur í
Höfðahverfinu. Og hjá okkur í
Höfðahverfinu þá bara dálitlu erf-
iðara en er í þéttbýlinu nú.“ Hér
er þingeyskur bóndasonur að lýsa
sveitunum sínum um miðja síð-
ustu öld, hlustum betur á hann:
2. „Það var spjallað um skepnuhöld
og einstakar skepnur, vaxtarlag
þeirra og beinabyggingu þeirra
– eða sérlund þeirra, s.s. óþægð
vissra sauðkinda í göngum, þær
hlupu í klettabjörg, vinsælar sög-
ur þegar menn lögðu sig í hættu
fyrir þessar skepnur, eða um veð-
urglöggar forystuær og þá ábyrgð
sem þær tóku á hjörð sinni. . . .
3. Svo var þá málfarið stundum
skreytt og talsmátinn í sveitinni.
Áhersluorð sem mest voru not-
uð voru: andskotans, djöfulsins
og helvíti. Var þessi talsmáti þó
misjafn eftir bæjum. Við vorum
ekki barnanna bestir(Hléskóga-
bræður). Þetta eltist af. . . .
4. Ótal ferðir fór maður upp í Kol-
gerði til Óskars nágranna að fá
lánaðan naglbít – eða suður í
Lómatjörn til Sverris sömu erinda
– eða út í Grýtubakka til Ara –
sömu erinda. Varð að dreifa álagi
á góðsemi nágrannanna. Hlýtur
það að hafa tekið á þolinmæði
föður míns að búa við þennan au-
lagang sonanna. Ekki datt okkur
í hug að hann myndi skammast
sín fyrir sonaeignina fremur en
Ingimundur gamli. . . .
5. Ingimundur stjórnaði kór á
skemmtun á Litlafleti fyrir ofan
Hléskóga árið 1917 og var fjöl-
skyldan á Lómatjörn þar með.
Ennþá má sjá þrjú grasi gróin
þrep efst á Litlafletinum hlaðin
fyrir kórinn að stilla sér upp á. . . .
6. Menn þekkja þessa sögu.
Tækniöld fór á fullt. Fólkinu í
sveitunum hefur samt fækkað.
Sveitir tapað fólki. Og fuglinn
tapað landi. Og fólkið tapað
fuglasöng. Fuglar tapað áheyr-
endum.“
Kaflarnir hér að ofan eru úr nýrri
bók Valgarðs læknis frá Hléskógum
sem hann skrifar um uppvöxt sinn
og samtíðarmenn í Höfðahverfi. Val-
garður er orðvís og snjall rithöfund-
ur, hann gerir grín að málalenging-
um og hefur á því góð efni, er sjálfur
gagnorður og skáldmæltur læknir og
líffræðingur sem hefur komið auga
á ógnina í hömluleysi kapítalismans
og blindri sókn í hámarksgróða.
Ekki er síður eftirtektarvert að lesa
frásögnina af vísindastörfum hans,
kenningum hans um orkubúskapinn
í lífi frumunnar og að truflun í orku-
búskap fruma valdi illkynja ástandi
krabbameins. Valgarður barðist fyrir
þessari kenningu og vann í hennar
þágu – fyrst 7 ár í London, launa-
laus, síðan mörg ár á á Íslandi – en
var þá kominn í launaða stöðu.
Steinaldarveislan er bókarheitið og
bókin er veisla. Veitull andi leggur af
stað til að fræða og minna okkur á
lífsnautnina sem samtíminn reynir
að drekkja í þyrlugný og ferðaþys.
Valgarður rekur æviferil sívinnandi
foreldra sinna sem eignuðust erfitt
barn í honum, lýsir fjölskyldu sinni
út í London þar sem kona hans
vann fyrir fjölskyldunni á lágum
launum aðstoðarlæknis en hann
fékkst við orkubúskap frumunnar
og leit að upptökum krabbans. Þar
týndi barnið þeirra lífi í bílslysi, 5
ára sonur:
Og þegar þú kemur
– komdu á morgun –
förum þá niðrað vatninu
vatninu bláa
þar bíður okkar sandurinn. VE
Egill og Sigurbjörg í Hléskógum,
foreldrar höfundar, eignast traustan
bautastein í bók sonarins og við hin
lesefni sem heldur okkur föngnum.
ÚR HARÐ HAUS
Ingi Heiðmar Jónsson
Bæjarráð Hveragerðis-
bæjar býður í heimsókn
Bæjarráð samþykkti 5. febr-úar að bjóða bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss til
fundar þar sem þeim verða kynntar
stofnanir og innviðir Hveragerðis-
bæjar. Sérstaklega verður skoðuð
sameiginleg starfsemi sveitarfélag-
anna svo sem grunnskóli og leik-
skólar. Bæjarráð leggur áherslu á
að fundurinn verði haldinn fyrir
skoðanakönnun Ölfusinga þar sem
kanna á hug íbúa sveitarfélagsins til
sameiningar þessara tveggja sveitar-
félaga.
Fjáröflunartónleikar 13. febrúar kl. 18 í Listasafni Árnesinga:
Strengjasveit Tónlistarskólans
ásamt ryþmasveit, söngvurum og leynigesti.
Eldri strengjasveit Tónlistar-skóla Árnesinga heldur fjár-öflunartónleika föstudaginn
13. febrúar kl. 18 í Listasafni Árnes-
inga. Ásamt strengjasveitinni koma
fram blásarar, rythmasveit og söngv-
arar. Meðal söngvara eru Berglind
María Ólafsdóttir, Sabine Bernholt,
Sædís Lind Másdóttir og leynig-
estur! Strengjasveitin leikur létta og
skemmtilega, en jafnframt krefjandi
poppdagskrá með bæði innlendum
og erlendum lögum, flest nýeg, en
eldri fljóta líka með.
Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun
fyrir Póllandsferð sveitarinnar sem
fyrirhuguð er í vor. Þar munu krakk-
arnir eiga samstarf við strengjasveit
Suzuki Institut í Gdansk. Ytra verða
haldnir sameiginlegir tónleikar þar
sem strengjasveitirnar leika saman og
flytja einnig sér verkefni hvor um sig.
Vonir standa svo til að pólska sveitin
heimsæki Ísland í haust og tækifæri
gefist til þess að hlýða á afrakstur
samstarfsins.
Miðaverð er 1000 krónur og
góð mæting er hvatning til umg-
mennanna.
Auglýsingasími: 578 1190
S U Ð U R L A N D
Frumkvöðladagur uppsveitanna 12. mars
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í uppsveit-
um Árnessýslu og markmiðið er
að stuðla að nýsköpun og eflingu
atvinnutækifæra á svæðinu. Nánari
upplýsingar verða gefnar út síðar
á heimasíðum sveitarfélaganna
og í dreifibréfi. Einnig má hafa
sambandi við ferðamálafulltrúa
asborg@ismennt.is.
Ferðamálaráð Uppsveita Árnessýslu
Munar 100 þúsund tonnum
Lagðar voru fram tölur yfir land-aðan afla í Vestmannaeyjum árin
2012-2014 í hafnarráði Vestmannaeyja
í liðinni viku. Heildarafli hefur minnk-
að úr 233 þúsund tonnum árið 2012
niður í 138 þúsund tonn árið 2014.
Mestu munar um samdrátt í loðnuafla
en samdráttur er í flestum tegundum.
„Ráðið lýsir yfir áhyggjum af samdrætti
í lönduðum afla og minnir enn og aftur
á mikilvægi þess að treysta undirstöður
sjávarbyggða á Íslandi.“