Selfoss - 12.02.2015, Blaðsíða 4
4 12. Febrúar 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. Dreifing: Íslandspóstur
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 9.500 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI Á SUÐURLANDI.
SELFOSS
3. TBL. 4. ÁRGANGUR 2015
Selfoss inn á hvert heimili!
Fundað um framtíðina í kvöld
Norræna ráðherranefndin kom á laggirnar viðamiklu verk-
efni árabilin 2013-2016 sem fjallar
um sjálfbæra svæðisbundna þróun
á Norðurslóðum Norðurlanda.
Nokkur ólík byggðarlög á Norður-
slóðum Norðurlanda eru sérstaklega
tekin fyrir og er Árborg eitt þeirra
svæða. Hvernig sérðu Árborg fyrir
þér næstu 10, 20 eða jafnvel 30 ár?
NordRegio og Samtök sunn-
lenskra sveitarfélaga standa að opn-
um íbúafundi í Árborg í kvöld, 12.
febrúar á Hótel Selfossi kl. 17-20.
Allir hjartanlega velkomnir. Góðar
veitingar í boði.
Hátíðardagskrá í
Konubókastofunni
22. mars
Menningarnefnd Árborgar hefur úthlutað Konu-bókastofunni á Eyrar-
bakka 60 þúsund krónum til að
efna til dagskrár um kosningaréttinn,
kvennabaráttuna og framtíðarhorfur.
22. mars verður dagskrá hjá Konu-
bókastofunni tengt kosningaraf-
mæli kvenna. Konubókastofan fékk
200.000 krónur í styrk frá afmælis-
nefndinni auk styrksins frá Árborg.
Anna Jónsdóttir í Konubókastof-
unni segir að verið sé að vinna úr
hugmyndum.
Kostnað
ur fór 800
milljónum
kr. fram úr!
Kostnaður við dýpkun í Landyeyjahöfn frá því að
höfnin var opnuð hefur numið
1100 milljónum króna frá því
að höfnin var opnuð um mitt
ár 2010. Fréttablaðið greinir svo
frá að í upphaflegri rekstraráætl-
un hafi verið miðað við að dæla
þyrfti 30 þúsund rúmmetrum
af sandi á ári. Við kynningu á
höfninni hefði talan verið tvö- til
þrefölduð. Þegar upp er staðið
hefur magnið orðið allt að tíföldu
á ári síðastliðin ár. Það má því
gera ráð fyrir að kostnðaur við
dýpkun frá vígslu hafnarinnar
og fram á daginn í dag hafi farið
um 800 milljónum króna fram
úr endurskoðaðri rekstraáætlun.
Það kemur því ekki á óvart að
þingmenn kjördæmisins telji rétt
að taka á vanda Landeyjahafnar.
„Það er engin ástæða til þess að
smíða nýtt skip fyrr en menn eru
búnir að ákveða að laga höfnina,“
hefur Fréttablaðið eftir Ásmundi
Friðrikssyni þingmanni.
Samningur um samvinnu undirritaður:
Þjónustan sam-
þætt milli
heilsugæslu og
skóla- og
félagsþjónustu
Heilsugæslan á Selfossi og skóla- og félagsþjónusta Árborgar hafa undirritað
samning sem kveður á um þverfag-
lega samvinnu og verklag milli stofn-
ana. Markmiðið er að byggja upp
samþætta þjónustu, oft séu þessir
aðilar að veita sömu einstaklingum
þjónustu. Hún yrði heildstæðari og
markvissari ef samvinna í vinnslu
mála væri aukin. Við udirritun-
ina vitnaði Þorsteinn Hjartarson
fræðslustjóri til ummæla nýs land-
læknis um mikilvægi samhæfingar
og teymisvinnu. „Stundum er eins
og hver sé í sínu horni.“ Mikilvægt sé
að bregðast skjótt við hegðunar- og
geðröskunum barna til að minnka
eða koma í veg fyrir vandamál sem
slíkum röskunum fylgja fyrir barn
og fjölskyldu þess. Samstarf eins og
gert er ráð fyrir í samningnum sé
ekki síst gagnlegt þegar börn glíma
við fjölþættan vanda.
Í samningnum er kveðið á um
markmið, verklag og framkvæmd
samstarfssamningins. Fyrir er grein-
ingarteymi fyrir ung börn en með
samningnum verður til nýtt teymi
er fjalla mun um málefni barna á
öllum aldri. Samstarfsverkefnið nær
til málefna einstaklinga, barna og
fjölskyldna í Árborg.
ÞHH
Þau sem eru á myndinni að lokinni undirritun samnings sl. mánudag, frá
vinstri: arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir heilsugæslu Selfoss, Unnur
Þormóðsdóttir hjúkrunarstjóri, Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri, Guðlaug
Jóna Hilmarsdóttir félagsmálastjóri. Í aftari röð: Ásta Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Árborgar, Sandra Dís Hafþórsdótti, formaður fræðslunefndar,
anna Ingadóttir, skólafulltrúi á skrifstofu fræðslusviðs
Tvöföldun Suðurlandsvegar
milli Hveragerðis og Selfoss
í skilyrðislausan forgang!
Bæjarráð Hveragerðisbæjar og Ár-borgar eru einhuga um að leggja
beri áherslu á vegarkaflann milli þétt-
býlanna um Ölfus. Samgöngunefnd
Alþingis setji hann í forgang, það beri
að tvöfalda hann við gerð samgöngu-
áætlunar til næstu fjögurra ára. „Veg-
urinn milli Hveragerðis og Selfoss er
afar fjölfarinn og talinn einn af þeim
hættulegustu á landinu. Ennfremur er
fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn
sem skapa mikla hættu eins og dæmin
hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur
bæjarráð þingmenn til að beita sér af
alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbót-
um sem þarna eru svo brýnar.“
Mest fjölgun í Árborg 2006-2014. Fólki fækkar í Vestur-Skaftafellssýslu. Heimild: Talnarýnir á síðu SASS.
Mynd: Innanríkisráðuneyti
www.fotspor.is
SELFOSS-
SUÐURLAND
Auglýsingasími:
578 1190