Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR VÍ KU RS PA UG Teikning: Guðmundur Rúnar „Vellingur“ - nýyrði á Suðurnesjum (-nær yfir annað en hafragraut...) Háskólavellir og Keilir fyrirtæki ársins 2007 á Suðurnesjum HÆTTU SVO AÐ BÖGGA OKKUR ATLI GÍSLASON! Nú í janúarmánuði hefur talsvert borið á akstri vélsleða og fjórhjóla í þéttbýli og við þéttbýli í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Vélsleðar og fjórhjól eru skilgreind sem torfærutæki samkvæmt umferðarlögum og er notkun þeirra miklum annmörkum háð samkvæmt lögum. Þó eru í umferð fjórhjól sem eru skráð og er notkun þeirra heimil á götum ef hvít skráningarnúmer eru á þeim. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við Víkurfréttir að samkvæmt 43. gr. umferðarlaga komi fram að eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur. Undantekningar eru tilgreindar í sömu grein. Enginn má stjórna torfærutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli. Um undanþágur frá þessu er fjallað í reglugerð um akstursíþróttir en þá er aksturinn á lokuðu svæði. Samkvæmt 17. gr. laga um náttúru- vernd er bannað að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. Samkvæmt lögreglusamþykktum þá er akstur þessara tækja takmarkaður. Skúli segir að orðalagið sé misjafnt milli lögreglusamþykkta en í lögreglusamþykkt fyrir Reykjanesbæ segir í 10. gr. „Allur akstur vélknúinna torfærutækja, svo sem fjórhjóla, er bannaður í landi bæjarins, en bæjarstjórn getur heimilað undanþágu frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum“. Í lögreglusamþykkt fyrir Gullbringusýslu (Sandgerði, Garður, Vogar) segir í 13. gr.; Notkun vélsleða á götum þéttbýla í sýslunni er háð leyfi lögreglu. Í lögreglusamþykkt fyrir Grindavíkur- kaupstað segir í 13. gr.; Notkun vélsleða á götum bæjarins er háð leyfi lögreglu. Skúli segir að lögreglan hafi ekki gefið út almennt leyfi til notkunar torfærutækja í umdæminu. Björgunarsveitir hafi þó fengið leyfi til notkunar á slíkum tækjum vegna björgunarstarfa. Undanfarið hefur lögreglan fengið talsvert af ábendingum um akstur fjórhjóla og vélsleða í öllum sveitar- félögum umdæmisins. Þann 19. og 20. janúar sl. hafði lögreglan af- skipti af þremur ungum drengjum í Reykjanesbæ þar sem þeir höfðu verið að aka vélsleðum á opna svæðinu milli Heiðarbóls og Norðurvalla. „Þeir voru allir án ökuréttinda og í sumum tilfellum var akstur þeirra með vitund forráðamanna. Umrætt svæði er ætlað til útivistar en ekki akstur vélknúinna ökutækja. Fjöldi barna er oft að leik og svæðið er vinsælt til göngu“, segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregl uþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá má bæta því við að á Staðarhrauni í Grindavík varð umferðaróhapp um miðjan janúar, þar sem 14 ára drengur á vélsleða ók á bifreið. Engin slys urðu á fólki. FÓLK Í FRÉTTUM MISBRESTUR Í NOTKUN FJÓRHJÓLA OG VÉLSLEÐA - Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Aukn ing í starf- semi bóka safns ins All nokk ur aukn ing varð á starf semi Bóka safns Reykja- nes bæj ar á ný liðnu ári í sam an burði við árið 2006. Út lán fóru úr 87.335 upp í 106.008, en ef það er heim fært upp á íbú fjölda í bæn um jafn gild ir það 8,2 út lán um á hvern bæj ar búa, en árið 2006 var þetta hlut fall 7,3. Fjöldi skráðra lán þega er 2.634, en alls sóttu safn ið heim 80.795 gest ir árið 2007 eða að með al tali 300 manns á dag . Sam svar andi tala fyr ir árið 2006 var 76.365. Far bann fram lengt um tvær vikur Hér aðs dóm ur Reykja ness fram lengdi á þriðju dag far- bann yfir mann in um sem er grun að ur um að hafa vald ið dauða fjög urra ára drengs í nóv em ber sl. með því að aka á hann og stinga svo af frá vett vangi. Fyrra far bann rann út í dag en sök um þess að enn er beð ið eft ir úr skurði úr DNA- rann sókn þótti rétt að fram- lengja far bann ið um tvær vik ur, eða til 12. febr ú ar. Reykja nes kol felldi kjara samn ing Smá báta sjó menn í Reykja- nesi, fé lagi smá báta eig enda á Reykja nesi, kol felldu kjara samn ing Sjó manna- sam bands Ís lands og LS og fylgdu þar með for dæmi 10 ann arra svæð is fé laga inn an Lands sambands smá báta sjó- manna. Að eins fimm fé lög hafa sam þykkt samn ing inn. Reykja nes felldi hann með 22 at kvæð um gegn einu. Straum ur inn ligg ur til Suð ur nesja Íbú um Suð ur nesja hef ur fjölg að mest allra lands- manna á tíma bil inu 2002 til 2007, sam kvæmt töl um Hag stofu Ís lands. Suð ur- nesja mönn um fjölg aði um 22% á þessu tíma bili. Á sama tíma bili er heild ar- fjölg un lands manna 8,6%. Fjölg un in er þrátt fyr ir að varn ar lið ið hafi far ið af landi brott og marg ir misst at vinnu af þeim sök um. FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.