Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 19.06.2008, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 19. JÚNÍ 2008 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sigurður Garðarsson sagði í ávarpi sínu til gesta á formlegri opnun Nesvalla að farsæld á efri árum snerist um miklu meira en íbúðir, stofnanir og að veita þjónustu. „Farsæld á efri árum byggist á fjölmörgum þáttum eins og að geta búið á eigin heimili, kom- ist á milli staða, haft aðgang að heilbrigðisþjón- ustu og rækta sambönd við fjölskyldu, vini og ætt- ingja. Aldraðir verða að hafa tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi og tíma til að njóta lífsins.“ Það er ekki nóg að vera með góða aðstöðu því með fólkinu kemur menningin. „Menn- ingin kemur með fólkinu bæði starfsfólki og gestum sem leggja leið sína í þjónustumiðstöð- ina. Reynt hefur verið að gera Nesvelli þannig að miðstöðin laði fólkið að.“ Sigurður þakkaði að lokum þeim sem komu að byggingu og framkvæmdum við Nesvelli samstarfið. Guðrún Ólafsdóttir for- maður félags eldri borgara á Suðurnesjum tók til máls við opnun Nesvalla. Hún var að vonum ánægð fyrir hönd eldri borgara. „Það hefur ekki verið kastað til höndum við byggingu þjón- ustumiðstöðvarinnar. Þessi miðstöð er miklu glæsi- legri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, við eldri borgarar eigum eftir að njóta alls þess sem Nesvellir hafa upp á að bjóða.“ „Aldraðir eru fjölmennur hópur. Það vilja allir verða gamlir en ekki vera gamlir. Það er gaman að vera frískur og eldast. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég fór sjálf að taka þátt í félagsstarfi eldri borgara að það er for- réttindi að fá tækifæri til að vera virkur þátttakandi. Við höfum svo gott fólk sem vinnur með okkur, öll starf- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og settur félags- og tryggingamálaráð- herra, ávarpaði gesti við form- lega opnun Nesvalla. Ingi- björg Sólrún sagði í ávarpi sínu að afskaplega ánægjulegt væri að koma og sjá þessa glæsilegu aðstöðu og skoða uppbyggingu sem á sér stað í þágu aldraðra á Nesvöllum. Hún minnti á að aldrað ir væru ekki einsleitur hópur og því væri mikilvægt að horfa til fjölbreytileikans og styrkja fólk í að njóta sín sem ein- staklingar. „Þjónusta snýst um fólk. Það er ekki nóg að byggja glæsilega aðstöðu og góðan húsakost ef ekki er tryggt að gott starfsfólk fáist til að sinna þjónustunni. Á Nes- völlum væri svo sannarlega til staðar þjónusta veitt af fólki fyrir fólk. Góð tómstundaað- staða, mötuneyti og dagvist, og félagsþjónusta Reykjanes- bæjar á sama stað sem og fé- lags- og tómstundastarf aldr- aðra á vegum bæjarins.“ Að lokum sagði Ingibjörg frá því að í félags- og tryggingaráðu- neytinu hefði verið unnið að framkvæmdaráætlun um upp- byggingu hjúkrunarrýma um allt land. Í áætluninni er tekið á þörf fyrir fyrir fjölgun hjúkr- unarrýma í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði að að- staðan á Nesvöllum væri bæði hagkvæm í rekstri og samein- aði ýmsa ólíka þjónustu. „Við fylgjum þeirri stefnu að aldraðir geti búið á sínu heimili eins lengi og kostur er. Nesvell ir eru afrakstur af margra ára þjónustu og reynslu. Hugmyndafræðin er sambærileg við það besta sem gerist í hinum vestræna heimi. Nesvellir veita þjón- ustu í þágu eldri borgara og er einnig staður þar sem kyn- slóðir koma saman.“ Árni þakkaði einnig íþrótta- fólkinu í Njarðvík sem vék með sína starfsemi á annað svæði svo að Nesvellir yrðu miðsvæðis í bæjarfélaginu en ekki úr alfaraleið. Hann lagði áherslu á að Nesvellir væri miðstöð fyrir eldri borgara hvar sem þeir búa í bænum. Árni Sigfússon: Nesvellir afrakstur margra ára þjónustu NESVELLIR íbúum til gæfu og gleði Forréttindi að vera virkur þátttakandi semin í félagsstarfi eldri borgara er undir sama þaki en ekki lengur á mörgum stöðum í bænum.“ „Ég óska starfsmönnum til hamingju með aðstöðuna. Ég vil fyrir hönd eldri borg- ara óska Reykjanesbæ og samstarfsaðilum og okkur öllum hjartanlega til ham- ingju með þessa glæsilegu fjölskyldumiðstöð. Þið eigið heiður skilinn fyrir framtaks- semina“ voru lokaorð Guð- rúnar og beindi hún þeim að bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Nesvalla: Tími til að njóta lífsins Sigurður Garðarsson með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og Hjörleifi Sveinbjörns- syni, eiginmanni hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.