Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Tveir náðu draumahögginu sama daginn Það gekk á ýmsu í meistaramótinu hjá GS að þessu sinni eins og ávallt þegar tæplega 200 kylfingar mæta til leiks og leika golf í stærsta móti klúbbsins. Toppur inn í því fjöri var þó líklega þegar tveir kylfingar fóru holu í höggi sama daginn en það er afar sjaldgæft. Fyrst náði Kristján Björgvinsson draumahögginu á 13. braut sem er 174 metrar en síðan fylgdi Guðmundur Margeirsson því eftir með því að skella kúlunni ofaní á 16. braut sem er tæplega 130 metrar. Jói 42 og Jón Óli 26 meistaramót Jóhann Benediktsson hefur leikið í 42 meistaramót um í 44 ára sögu GS og annað af þessum tveimur skiptum sem Jói var fjarverandi var hann að leika með landsliði Íslands 70 ára og eldri í útlöndum. Annar GS félagi er með frábæra mætingu á meistaramót en það er Jón Ólafur Jónsson. Hann hefur leikið á 26 mótum í röð eða frá því hann hóf að leika golf 1982. Jón Ólafur var þá nýbúinn að setja fótboltaskóna upp í skáp en hann var einn af liðsmönnum gullaldarliðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum frá 1964 til 1973. Systurnar í baráttunni Heiða Guðnadóttir varð klúbbmeistari kvenna en yngri systir hennar, Karen vann titilinn í fyrra að Heiðu fjarverandi í móti erlendis. Karen er talsvert yngri en efnileg eins og systir hennar sem varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki í fyrra. Bróðir þeirra, Bjarki varð svo þriðji í drengjaflokki 13 ára og yngri og faðir þeirra Guðni Sveinsson átti ágætt mót í meistaraflokki. Ekki er óalgengt að margir fjölskyldumeðlimir séu í meistaramóti GS en árangurinn þó hvergi betri en hjá þessari fjölskyldu. 11 högg á 4 holum Í meistaramótshófinu kom fram getraun um kylfing sem hafði farið fjórar brautir á 11 höggum. Þetta þótti erfið getraun og enginn hafði svar við henni. Þetta gerðist þannig að kylfingurinn var að leika 18. braut, sló upphafshögg í röffið á henni, þaðan yfir á 17. braut og síðan fór kúlan á 16. flöt. Höggið þaðan fór í glompu á 18. braut en slæmt högg þar flaug yfir á 9. braut. Ágætt högg þaðan fór inn á 18. flöt, tvö pútt og 11 högg eftir að hafa farið á og yfir fjórar brautir með miklum tilþrifum. Íslandsmeistarapeysa í safn GS Örn Ævar Hjartarson og Heiða Guðnadóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja . Heiða vann öruggan sigur en Örn Ævar þurfti að hafa meira fyrir sigrinum en lék mjög vel í roki og rigningu lokahringinn og vann góðan sigur. Þetta var í tíunda sinn sem Örn Ævar varð klúbbmeistari GS og jafnaði hann þar með met Þorbjörns Kjærbo. Heiða lék á 327 höggum. Systir hennar, Karen varð í 3. sæti á 350 höggum og Hildur Ösp Randversdóttir á 378. Örn Ævar lék á 297 höggum og síðasta hringinn á 75 höggum við mjög erfiðar aðstæður. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson leiddi fyrir lokahringinn með einu höggi en lék á 81 höggi og endaði í þriðja sæti á 302 höggum. Kaupþingsmótaraðarsigur- vegarinn frá því fyrr í sumar, Ólafur Hreinn Jóhannesson, skaust í annað sætið með góðum lokahring en hann lék á 75 höggum og samtals á 301 höggi. Jón Ingi Ægisson sigraði í 1. flokki karla, Gunnlaugur K. Unnarsson í 2. flokki, Elvar Már Sigurgíslason í þriðja og Arnar Þór Smárason í 4. flokki. Jóhannes Ellertsson var bestur í 5. flokki karla og Magdalena S. Þórisdóttir í 1. flokki kvenna. Jóhann R. Benediktsson vann í flokki 70 ára og eldri og Sigríður Guðbrandsdóttir í f lokki 65 ára og eldri. Í barna- og unglingaflokkum vann Guðni F. Oddsson í flokki 14-15 ára drengja, Grétar Helgason í flokki 13 ára og yngri og Elínora G. Einarsdóttir í flokki 13 ára og yngri telpna. Sigurður Sigurðsson, Íslandsmeistari í golfi 1988 kom færandi hendi á lokahóf meistaramóts Golfklúbbs Suðurnesja sl. laugardag þegar hann færði klúbbnum að gjöf peysuna sem hann var í lokadaginn á Íslandsmótinu sem var í Grafarholti í júlí 1988. „Ég hef ekki farið í peysuna síðan þennan loka- dag og hef af einhverjum ástæðum haldið upp á hana alla tíð. Nú eru liðin tuttugu ár og mér finnst við hæfi að klúbburinn fái peysuna til minningar um þennan titil þar sem liðin eru tuttugu ár síðan,“ sagði Sigurður og við peysunni tóku Jón Ólafur Jónsson, formaður mótanefndar GS og Gylfi Kristinsson, framkvæmda stjóri klúbbsins. Það eru fleiri merk tímamót hjá Golfklúbbi Suður- nesja í ár en fjörutíu ár eru síðan klúbburinn eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara í karlaflokki en Þorbjörn Kjærbo náði þeim áfanga 1968. Árið á undan vann Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrsta Íslandsmeistaratitilinn fyrir GS þegar hún vann í meistaraflokki kvenna og vann síðan tvisvar til viðbótar og það sama gerði Þorbjörn. Það leið rúmur áratugur þar t i l GS fékk næsta Íslandsmeistara en það var þegar Gylfi Kristinsson, núverandi framkvæmdastjóri GS vann. Litlu munaði að hann tæki titilinn aðeins 15 ára gamall árið 1978 en þá varð hann jafn Hannesi Eyvindssyni úr GR en tapaði í umspili um titilinn. Hann varð Íslandsmeist ari fimm árum síðar eða 1983. Þá fór mótið fram í Grafarholti sem hefur dregið fram margt af því besta hjá GS kylfingum því einn sigra Þorbjörns Kjærbo var þar sem og þegar síðasti Íslandsmeistaratitill GS kom, þegar Örn Ævar Hjartarson vann 2001. Íslandsmótið í höggleik verður í Eyjum í næstu viku og vonandi verða okkar menn í baráttunni um titilinn. Góð þátttaka í Meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja: Örn og Heiða unnu hjá GS Bjargvætturinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson úr topp liði Keflavíkur í knattspyrnunni er orðinn liðtækur kylfingur. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði með forgjöf á Glitnismótinu í Leirunni á þriðjudag. Þetta gerði Þórarinn daginn eftir að hafa skorað sigur- mörk Keflavíkur gegn Fram. Þórarinn lék mjög gott golf og var með 44 punkta. Liðsfélagi hans úr Keflavík, Einar Orri Einarsson var aðeins punkti á eftir Tóta og varð annar. Einn besti kylfingur GS, Sigurður Jónsson jr. varð þriðji, lék á 68 höggum, fjórum undir pari og fékk 41 punkt. Atli Elíasson var höggi betri en hann og var á 67 höggum og vann án forgjafar. Súperskor hjá þeim félögum. Eygló Geirdal sigraði án forgjafar í kvennaflokki á 88 höggum en Elín Gunnarsdóttir var efst með forgjöf á 32 punktum, Magdalena S. Þórisdóttir og Ólafía Sigur- bergsdóttir voru næstar með 28 punkta. Bjargvætturinn líka góður í golfi Gylfi Kristinsson, framkvæmdastjóri GS þurfti að fara í það óvanalega verkefni að veiða upp pútter eins leikmanns í meistara- móti klúbbsins. Eitthvað var kylfingurinn ósáttur við gang mála í golfinu sínu og henti pútt ernum en ekki vildi betur til en að hann tók aukahopp og endaði úti í miðri tjörn. Ekki var Gylfi með tilbúnar veiðivöðlur enda lítið um lax í Leirunni og þurfti því að láta sig hafa það, að blotna svolítið í fæturna. Veitt í Leirunni Sigurður Sigurðsson með stórt bros á vör eins og þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir tuttugu árum síðan. Hér sýnir hann peysuna góðu sem hann gaf GS. Jón Ólafur Jónsson og Gylfi Kristinsson tóku við henni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.