Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2008, Page 19

Víkurfréttir - 14.08.2008, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. ÁGÚST 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í bekknum voru þessir: Efri röð frá vinstri: Jónas Eydal, Magnús Bergmann Matthías- son, Matthías Hannesson, Þorsteinn Þorsteinsson, Erlendur Guðnason, Finnbogi Kjartansson, Ingvar Hreinn Bjarnason, Vignir Páll Þorsteinsson Neðri röð frá vinstri: Elín Steingrímssen, Agnes Adólfsdóttir, Rósa Kristín Sigurðardóttir, Karen Burt, Hjördís Árnadóttir og Rebekka Ragnarsdóttir. Gylfi Guðmundsson, fyrrum skóla stjóri, sendi okk ur gamla bekkjarmynd frá Litlu jólunum 1967 í Gagnfræða- skólanum í Keflavík. Gylfi var að skanna inn myndir og fann þá þessa skemmtilegu mynd sem hann hafði ekki séð síðan hún var tekin árið 1967. Þessi mynd sýnir 4. bekk A, en Gylfi var umsjónarkennari hjá þeim. Í raun er þetta 11. bekkur ef miðað er við kerfið eins og það er nú. „Það er rétt að benda á að gagn- fræðapróf var afskaplega gott próf. Gerðar voru kröfur til nemenda. Ég kenndi þessum bekk íslensku og stærðfræði og ég minnist þess að gerðar voru miklar kröfur í stærð- fræði. Ég hef kennt áfanga 103 og 203 í FS og kröfur í stærð- fræði í Gagnfræðaskólanum voru eitthvað í ætt við þessa tvo áfanga sem ég nefndi. Sama get ég sagt um kröfur í ís- lensku. Ég þekkti kannski lítið til annarra námsgreina, veit þó að Rögnvaldur skólastjóri var afar kröfuharður í ensku en þá grein kenndi hann sjálfur lengst af.“ segir Gylfi. Gylfi fékk Hjördísi Árnadóttir, félagsmálastjóra Reykjanes- bæjar og fyrrum nemenda í bekknum til að rifja upp með sér nöfnin á nemendum. Gömul bekkjarmynd úr gagnfræðiskólanum Gylfi Guðmundsson fyrrum skólastjóri rifjar upp gamla tíma: GAMLA MYNDIN

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.