Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 28
28 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Borgarvegur 10, Njarðvík 60m2. íbúð í Njarðvík með sérinngangi. Vandað eikarparket á gólfum, glæsileg svört háglans eldhúsinnrétting, baðherb. er allt flísalagt með vönduðum tækjum. Nok- krir nýjir gluggar og lausafög. Laus strax. 12.900.000,- Háteigur 2, Keflavík 2ja herbergja íbúð á 2 hæð. Sérgeymsla í kjallara, sameiginlegt þvottah og þurkh. í kjallara, flísar á sameiginlegu anddyri og teppi á sameign. Húsið var lagað að utan árið 2002 og gert við þakjárn. 13.500.000,- Hringbraut 44, Keflavík Mjög góð 2. herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýli. Ný gólefni á allri íbúðinni. Laus við kaupsamning. 11.000.000,- Heiðarbraut 7e, Keflavík Mjög gott 185m2 raðhús með bílskúr, húsið er á tveimur hæðum, á efri hæðinni eru 5 svefnherbergi, baðh. og sjónvarp- shol. Neðri hæð er stofa með arinn, flísar á neðri hæðinni. Eign á vinsælum stað. 30.000.000,- Steinás 1, Reykjanesbæ Glæsilegt 139m2 parhús með bílskúr. Parket og flísar á gólfum, hitalögn með hitastillum í gólfum. Stór og mikil afgirt verönd með heitum potti. Innréttingar úr kirsuberjavið og innihurðar úr mahony. 33.000.000,- asberg.is Uppsalavegur 1, Sandgerði Fallegt 113,5m2. einbýlishús. Mikið tekið í gegn að innan, ný innrétting, gólfefni, 2 herb. Ræktaður garður. 16.300.000.- Svölutjörn 14, Njarđvík Nýtt 270m2 einbýlishús međ bílskúr, húsiđ skilast fullfrágengiđ ađ utan en fokhelt ađ innan og međ grófjafnađri lóđ. Til afhendingar viđ kaupsamning. Upplýsingar á skrifstofu. Fífumói 1c, Njarðvík Falleg 3 herb.íbúð á 3.hæð. Flísar og parket á gólfum, hagstæð lán áhvílandi. Laus fljótlega. 13.200.000,- Ljósanæturhelgina 2008 ætla kennarar í leikskólanum Holti að standa fyrir lista- og vísindasmiðju sem stað- sett verður í porti við Tjarn- ar götu á móti Hljóm val. Smiðjan ber yfirskriftina: Vísindasmiðja Leikur, sköpun, endurvinnsla Markmiðið er að ná fjölskyld- unni saman til að leika sér með ýmiskonar verðlausan efnivið, vinna í vísindahorni með ljósa borð, rann saka, skapa og skemmta sér. Efnivið- urinn kemur úr ýmsum áttum. Foreldrar og ættingjar barn- anna í skólanum hafa skotið ýmsu skemmtilegu að okkur, fyrirtæki hafa lagt okkur lið og síðast en ekki síst hafa börnin í leikskólanum farið í vettvangs- ferðir í efnisleit. Gaman væri með þátttöku ykkar að gera þessa lista og vís- indasmiðju að fjölbreytilegri og áhugaverðri viðbót við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Leikskólinn Holt starfar í anda Reggio Emilia. Frumkvöðull stefnunnar er uppeldisfræðing- urinn Loris Malaguzzi. Hann vildi meina að börn hefðu 100 mál en 99 frá þeim tekin. Börn tjá sig á margbreytilegan hátt allt eftir áhugasviði hvers og eins. Í leikskólastarfinu rýnum við daglega í þessi mörgu mál barnsins. Börnin hafa frjálsan aðgang að listasmiðju þar sem verkefnin hafa verið fjöl- mörg og glædd hugmyndum og áhuga barn anna. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig litlir en stórhuga einstaklingar láta óskir sínar verða að veruleika með því að prófa sig áfram. Á Holti starfar tónlistakennari sem sér um að kynna tónlist fyrir börnunum. Börnin leika, læra og tjá sig í gegnum tónlist. Vísindi og gagnrýnin hugsun er í heiðri höfð með því að leggja áherslu á að gefa börnunum færi á að rannsaka, kryfja hluti og mál til mergjar út frá áhugasviði barnsins. Uppskera starfsins í leikskólanum síðastliðinn vetur var mjög fjölbreytt bæði í verkum og hugmyndum barnanna. Börnin túlkuðu áhugasvið sín meðal annars í gegnum leiklist, búninga- gerð og sviðsmynd. Önnur fóru út í kvikmyndagerð og ýttu undir túlkunina með því að að finna tónlist við hæfi. Þegar byrjað var á þeirri vinnu kom fljótlega í ljós eftir upp- tökur að tónlist skiptir máli í kvikmyndum og klippa þyrfti myndina til. Uppgötvanir í einni vinnu leiðir til nýrra að- gerða og útkoman verður mik- ill lærdómur og tjáning. Sumir segja að lífið sé leikur, eitt er víst að í gegnum leik- inn tjáir barnið sig og túlkar það sem það nemur og lærir. Í gegnum leik og listir tjáir barnið tilfinningar, líðan og upplifanir. Stundum er sagt að börn séu litlir fullorðnir og í raun má segja að fullorðnir séu líka börn. Maður heyrir oft „finndu barnið í sjálfum þér“ við á Holti tökum undir það og bætum við „njóttu þess að leika þér“. Það er einmitt það sem við kennarar í leik- skólanum Holti viljum gefa fólki á öllum aldri stórum og smáum færi á að upplifa. Í faðmi ljósanæturhátíðar bjóðum við upp á efnisveitu þar sem fjölmargir ættu að geta fundið barnið í sjálfum Vísindasmiðja Leikur, sköpun, endurvinnsla sér og leikið sér með ýmis- kon ar efni við, rann sak að og skoðað. Eflaust geta allir fundið listagyðjuna eða guð- inn í sjálfum sér og notið sín á einhvern hátt. Lífið er leikur, lífið er list sem hver og einn túlkar fyrir sig. Bestu kveðjur, kennarar í leikskólanum Holti

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.