Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Frá Sjálfsbjörg á Suðurnesjum Nú er vetrarstarfið hafið á fimmtudögum milli kl. 13 og 16 að Fitjabraut 6, Njarðvík. Boðið er upp á silkimálun, mósaik, leir- og skartgripagerð. Leiðbeinendur eru Hafdís og Villa. Þátttökugjald er ekkert, einungis þarf að greiða efniskostnað. Allir eru velkomnir í boði Sjálfsbjargar. Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki og flísalögnum. MÚRVERK-FLÍSALÖGN Óli, S: 896 8185 Jón, S: 897 9512 Áralöng reynsla og vönduð vinnubrögð. Ágætu íbúar! Í kreppu töpum við öll. Alvarlegust er staða þeirra sem hafa tapað ævilöngum sparnaði sínum. Reiði og vonleysi eru fyrstu viðbrögð. Þetta eru hættu- legar blöndur, s e m s u n d r a f jöl sky ld um og geta lagt líf manna í rúst. Víkj um þeim strax frá okkur! Köll um fram nátt úru lyf in sem okkur eru gefin. Þau heita skynsemi, bjartsýni og geta til að framkvæma. Það er stutt síðan við nýttum þessi nátt- úrulyf síðast þegar 700 manns misstu vinnuna fyrir aðeins 2 árum þegar Varnarliðið fór. Við getum sannarlega unnið okkur út úr vandanum. Skynsemin segir okkur að atvinnutækifærin sem við höfum verið að byggja upp hér Höldum áfram! á undanförnum árum eru raun- veruleg. Uppbygging álvers er ekki lengur ,,skynsamleg bjartsýni.“ Hún er raunveru- leg. Mörg hundruð byggingar- störf, strax upp úr áramótum, og 400 hundruð varanleg störf í álveri af þessari stærð eru staðreynd. Há laun í álveri eru staðreynd og þau hafa reynst varanlegri en nokkur önnur hópstörf á Íslandi. Keilir, með sína fjóra skóla, var „skynsamleg bjartsýni“ fyrir tveimur árum. Hann er nú raun- verulegur. Á svæðinu búa 1800 manns. Keil ir gerir nú m.a. hundruðum einstaklinga kleift að skapa tækifæri fyrir nýja framtíð í starfstengdum háskóla- greinum. Skólinn mun m.a. tengjast nýjum menntagreinum tengdum áliðnaði, orkuiðnaði, gagnaverum og listum. Skynsemin segir okkur líka að það sé rangt að hafa öll eggin í sömu körfu. Þess vegna treystum við ekki aðeins á eina atvinnugrein. Álver, ferðaþjón- usta, menntun, internet-gagna- ver, fiskvinnsla, heilbrigðisþjón- usta, listir, menning, verslun og margvíslegur iðnaður eru dæmi um fjölbreytileikann í atvinnu okkar svæðis. Skynsamleg bjartsýni gefur okkur áfram þróttinn til að framkvæma. Við erum strax farin að vinna okkur út úr vandanum. Ánægjuleg tíðindi Það eru ánægjuleg tíðindi að okkur er að takast að bjarga Sparisjóðnum. Það er samtaka- máttur sveitarfélaga, lífeyris- sjóða, fyrirtækja og íbúa sem er að ná þessu markmiði. Önnur ánægjuleg tíðindi tengj- ast uppbyggingu á fyrrum varn- arsvæði. Okkur tókst að stofna Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Keilir er vel bú- inn til að taka við fólki sem vill bæta við sig nýrri þekk- ingu eða hæfni til að takast á Kaffitár er eitt þeirra fyrir- tækja sem finnur fyrir banka- krepp unni sem nú rík ir. Þannig hefur fyrirtækið ekki fengið gjaldeyri sl. tvær vikur til að flytja inn hráefni fyrir framleiðslu sína, en Kaffitár rekur stærstu kaffibrennslu landsins í Reykjanesbæ. Á meðan bíða hráefnisgámar á hafnarbakkanum í Hamborg í Þýskalandi. Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, segir þó engan kaffi- skort yfirvofandi, þar sem fyr- irtækið eigi nægar birgðir. Stella segir stöðu Kaffitárs góða þó svo samdráttur í kaffi- húsum fyrirtækisins sé augljós. Salan þar sé minni og kemur aðallega fram í minni sölu á meðlæti með kaffidrykkjum. Kaffitár bregst við ástandinu með því að bjóða upp á hag- kvæma kosti fyrir viðskipta- vini og fleiri tilboð í kaffihús- unum. Þá hvetur Stella fólk til að kaupa innlenda framleiðslu og bendir á að virðisaukinn sé mikill í innlendri framleiðslu. Kaffitár kaupir baunir beint frá kaffibændum en öll frek- ari úrvinnsla fari fram í kaffi- brennslu Kaffitárs í Reykja- nesbæ. Þar sé brennt, malað og pakk að. Um 40 manns vinna hjá Kaffitári í Njarðvík og segir Stella að allt sé gert til að halda í þau störf. Minnk- andi sala á kaffihúsunum hafi einna helst komið niðri á eld- húsi Kaffitárs í Reykjanesbæ. Þar hafi engum verið sagt upp en starfsmenn hafi tekið á sig minna starfshlutfall. Eins og fram hefur komið skiptir Íslendinga miklu máli í dag að styðja við innlenda framleiðslu og verðmæta- aukningu í landinu. Kaffitár er að fram leiða inn lenda vöru, þó svo hráefnið komi frá fjarlægum löndum. Aðal- heiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, hefur einnig verið í góðu sambandi við kaffibónd- ann sem sér fyrirtækinu fyrir baunum milliliðalaust. Hann hefur fullan skilning á því ástandi sem nú ríkir á Íslandi og það sé afar mikilvægt fyrir Kaffitár að vera í traustu sam- bandi við kaffibændur. Stella leggur áherslu á að Kaffi- tár standi vel að vígi. Rekstrar- einingin sé orðin stór eftir mik- inn vöxt síðustu ára þar sem fyr- irtækið hafi stækkað um 30% á ári. Stærra fyrirtæki þýðir að fleiri störf eru í húfi. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi vaxið hratt, þá segir Stella að haldið hafi verið í hugsunarhátt smá- fyrirtækja. Þá sé hefð fyrir því hjá Kaffitári að starfsmenn geti gengið í mörg störf innan fyrir- tækisins, enda sé auður í fólki sem hafi víðtæka þekkingu. Þó svo kreppi að um þessar mundir, þá opnast líka tæki- færi í því ástandi sem nú er. Þannig hafi ný viðskipti orðið til þar sem heildsalar geti ekki boðið viðskiptavinum sínum upp á innflutt kaffi og því sé leitað til Kaffitárs. Stella Marta Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffitárs, sagði að stærsta verkefni Kaffitárs í dag væri að vinna vel úr þeim aðstæðum sem væru í landinu. Hvatning til fólks um að styðja við innlenda fram- leiðslu skiptir miklu við þær aðstæður sem nú ríkja. Kaffitár finnur fyrir samdrætti í bankakreppu: Mikilvægt að styðja innlenda framleiðslu - segir Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs Stella Marta Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffitárs, í framleiðslusal fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Víkurfrétta- mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.