Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2012, Side 9

Víkurfréttir - 22.03.2012, Side 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 22. Mars 2012 Dagana 30. og 31. mars mun Icelandair hót-elið í Keflavík að slá upp fiskiveislu og gera fiskiðnaðinum á Suðurnesjum hátt undir höfði og kynna þær afurðir sem verið er að vinna á svæðinu á innanlandsmarkað og til útflutnings. Hátíðin hefur fengið nafnið „Óður til hafsins“. Fyrirtæki munu kynna sína vöru og kokkarnir á Vocal restaurant, sem er staðsettur á hótelinu, munu aðstoða við framsetningu og matreiðslu. Kynningin fer fram í Kjarna og í veislusölum hótelsins. Boðið verður upp á tónlist og öl á tilboðsverði. Einnig verður vínkynning á staðnum og þá verða listamenn með sýningar. Á föstudeginum verður kynning fyrir fagfólk í mat- vælaiðni og sérstaka boðsgesti. Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður gestakokkur á Vocal og ætlar að bjóða upp á fiskihlaðborð sem matreitt verður úr hráefni frá þátttakendum í hátíðinni. Laugardaginn 31. mars frá kl. 15-18 verður almenn- ingi boðið á hátíðina og að kynna sér það sjávarfang sem unnið er með á Suðurnesjum bæði á innanlands- markað og til útflutnings. Nú þegar hafa um 15 fyrir- tæki á svæðinu boðað þátttöku sína og framleiðsla þeirra er eins ólík og fyrirtækin eru mörg. Pláss er fyrir fleiri og geta þeir haft samband við hótelið. Á laugardagskvöldinu frá klukkan 18 verður fiskihlað- borð Hjá Ragnari Ómarssyni, lauflétt tónlist og góð stemming. Hver ert þú? Ásta María Jónasar- og Berg- lindardóttir. Ég er 16 og hálfs árs dama úr Keflavík, ótrúlega ráðrík með öflugt ímynd- unarafl. Fólk vill meina að ég sé stjórnsöm, mér finnst það ekki en ég hef samt unun af því að segja fólki fyrir verkum. Hver eru áhugamál þín? Ætli það sé ekki söngur og leiklist þar sem ég kann ekkert í íþróttum. Hvenær byrjaðir þú að syngja? Líklegast í móðurkviði, en steig fyrst á svið í 3. bekk. Hvers vegna tekur þú þátt í þessum tónleikum? Það er bara svo ótrúlega gaman að safna nýjum minningum í safnið og svo erfitt að sleppa takinu af elsku Myllubakkaskóla! Finnst þér þetta spenn- andi verkefni? Heldur betur og gaman að fá að vera hluti af því. Hver eru framtíðarplönin þín? Frekar sorgleg eins og er en ég ætla að byrja á því að klára skólann svo leiðir bara eitt af öðru, kannski maður rati bara aftur í Mylluna. Hverjar eru þínar bestu minn- ingar úr Myllubakkaskóla? Þær eru margar góðar, en í uppá- haldi eru allir tónleikarnir og leik- ritin sem við höfum sett upp! Man þó aðallega eftir mistökunum eins og einu sinni þegar við héldum jólatónleika og við sungum Að- fangadagskvöld og ein okkar gat ekki sungið lagið rétt og söng Aðfangadaggaskvöld. Svo einu sinni á generalprufu missti stelpa pilsið niðrum sig, býst við að það hafi verið frekar vandræða- legar aðstæður. Svo gleymi ég því aldrei þegar við sátum 18 ellefu ára krakkar inni í skólastofunni að læra þegar það kemur þessi líka risavaxna býfluga inn. Kennarinn var fyrstur út og eftir sátum við og gátum okkur hvergi hreyft. ›› Herdís Birta Sölvadóttir ›› Óður til hafsins á Icelandair hótelinu í Keflavík um aðra helgi: ›› Ásta María Jónasar- og Berglindardóttir MIÐASALA Í MYLLUBAKKASKÓLA Í DAG KL.17-19 Hver ert þú? Herdís Birta Sölvadóttir. Ég er í fjórða bekk í Myllubakkaskóla. Hvenær byrjaðir þú að syngja? Veit ekki, ég hef alltaf verið að syngja frá því ég var pínulítil. Finnst þér spenn- andi að taka þátt í svona tónleikum? Já rosalega spennandi. Gaman að fá að syngja með svona flottum tónlistarmönnum. Ertu vön að koma fram? Já frekar, ég hef mikið sungið í Myllubakkaskóla og svo tók ég þátt í Jólasögu hjá Leikfélagi Keflavíkur núna fyrir jólin. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki alveg búin að ákveða mig, en það væri kannski gaman að vera söng- eða leikkona. Spennandi að taka þátt í tónleikunum Fiskihátíð með fjölbreyttu úrvali sjávarfangs frá Suðurnesjum Ótrúlega gaman að safna nýjum minningum Fimmtudaginn 22.mars verður líf og ör í Verslu- narmiðstöð Grindavíkur. Opið er til kl:22 Léttar veitin- gar, Breytt útlit, dreigið í happadrætti og frábær tilboð. Komið og gerið ykkur glaðan dag í Grindavík. Betra Hár s:426-9800 Verslunarmiðstöð Grindavíkur Víkurbraut 62 Hlökkum til að sjá ykkur Frábær ar vöru r á góðu verði Betra Hár Höfum tekið inn Total Results línuna frá Matrix .

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.