Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 9 vf.is Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Vefir Víkurfrétta ehf., fréttavefurinn vf.is og golfvefurinn kylfingur.is, hafa verið endurnýjaðir og færðir í nýjan búning. Allt útlit á vefsíðunum hefur verið samræmt og efni gert aðgengilegra. Dagleg fréttaþjónusta og lifandi myndir! Nýtt aðsetur og Nýr vefur! Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 þorskflök en á daginn er unnið við frystingu á flatfiski. Fyrirtækið skortir ekki kaupendur og getur auðveldlega vaxið. Í dag er það húsnæðisskortur sem háir fyrirtækinu þar sem starfstöðin við Hrannargötu hefur sprengt utan af sér það pláss sem þar er til staðar. Því hefur verið ráðist í kaup á mun stærra húsnæði í Sandgerði, 3600 fermetra frystihúsi, sem nú er verið að standsetja. Gert er ráð fyrir að þar verði opnað fullkomið frysti- hús í október á þessu ári. Þar verður stærsti vinnslusalurinn 1800 fer- metrar á meðan stærsti salurinn hjá fyrirtækinu í dag er um 500 fermetrar. Frystiklefinn í Sand- gerði rúmar 400 tonn af afurðum á meðan núverandi klefi rúmar 30- 40 tonn. Með því að opna frystihús í Sand- gerði er stefnan að tvöfalda veltu fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 50-60 manns en geta orðið 100 þegar starfsemin flytur í Sandgerði. Arthur segir að fyrir- tækið hafi átt gott samstarf við svæðisskrifstofu Vinnumálastofn- unar á Suðurnesjum sem hefur hjálpað fyrirtækinu að fá fólk þar sem AG Seafood hefur vaxið hratt. Það hefur gengið alveg bærilega að fá fólk og viðhorfið er hægt og rólega að breytast gagnvart fisk- vinnslu. Framtíð fyrirtækisins er óljós í dag og segir Arthur að menn geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað gerist þegar fyrirtækið fær miklu meira gólfpláss til að vinna á í Sandgerði. Frekari fullvinnsla afurða er þó eitthvað sem menn dreymi um að vinna og að pakka fiski í neytenda- pakkningar, tilbúnar í kæliborð og frysta í matvörumörkuðum er- lendis. Það sé verðugt markmið að flytja heim til Íslands þá starfsemi sem verið hefur erlendis þegar ís- lenskt sjávarfang er þýtt þar upp og pakkað í neytendapakkningar. Þetta sé vinna sem vel sé hægt að vinna hér heima og auka þannig virði vörunnar mikið. Arthur segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við bæði Íslandsbanka og Landsbanka í hröðum vexti AG Seafood. Nú er unnið af krafti við breytingar á frystihúsinu í Sand- gerði þar sem settar verða upp þrjár flökunarvélalínur, auk hand- flökunarlínu. Starfsmannafjöldinn í Sandgerði getur hæglega farið upp í 100 manns og þar yfir, en mögu- leg ákvörðun stjórnvalda á hausti komandi um að efla íslenska fisk- markaði mun skera úr um hvort tækifærin verða til staðar eður ei. Þá liggur ekki ennþá fyrir hvað gert verður við húsið við Hrannargötu í Keflavík en hugsanlega verður fyrirtækið áfram með starfsstöð þar með 20 til 30 starfsmönnum. Arthur segir að það skipti fyrirtæki eins og AG Seafood miklu máli að á fiskmörkuðum sé gott aðgengi að hráefni og að fiskvinnslan hér heima á Íslandi fái að keppa við markaði erlendis um íslenskan fisk og að hann sé ekki fluttur beint út án þess að fiskvinnslustöðvar hér heima fái að bjóða í hráefnið. AG Seafood byggir alla sína vinnslu á hráefni sem keypt er á markaði en einnig hefur fyrirtækið keypt sjófrystan fisk af Þorbirni í Grinda- vík sem síðan hefur verið notaður þegar framboð á fiski á markaði hefur verið minna. Flest f iskvinnslufyrirtækin í Reykjanesi, Sandgerði og Garði eru háð fiskmörkuðum. Samtök fisk- framleiðenda og útflytjenda hafa lagt það til að útgerðir séu skyld- aðar til að landa a.m.k. hluta af afla sínum inn á markaði til að tryggja betra framboð af hráefni á markaði. Ábyrgð stjórnvalda er mikil þegar kemur að heiðarlegu umhverfi þar sem opin samkeppni fær sín notið, segir Arthur Galvez, framkvæmda- stjóri AG Seafood að lokum. ›› AG Seafood í Reykjanesbæ stækkar hratt og opnar nýtt frystihús í Sandgerði í haust: Gott framboð af hráefni á fiskmarkaði mjög mikilvægt Nýtt húsnæði AG Seafood í Sandgerði. Nú er unnið að breytingum á hús- inu og þar mun opna frystihús sem veitir um 100 manns atvinnu í haust. Arthur Galvez, framkvæmdastjóri og einn stærsti eigandi AG Seafood, sem rekur fiskvinnslustöð við Hrannargötu í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.