Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR12
Nú þegar grill-
tímabilið
stendur sem
hæst er upplagt
að deila með
ykkur léttum
og heilsusam-
legum uppskriftum að sósum
með grillmatnum. Þær má nota
með grilluðu grænmeti, fiski,
kjúkling og kjöti eftir smekk
hvers og eins. Þessar sósur eru
afskaplega einfaldar og fljót-
legar og auðvitað reynum við
að hafa þær í hollari kantinum
og fullar af góðri næringu!
Graslaukssósa:
1 dós sýrður rjómi 5%
1-2 hvítlauksrif pressuð
3 msk saxaður graslaukur
1 msk sítrónusafi
Salt/pipar
*Öllu blandað saman í skál.
Agúrku raita sósa:
1 agúrka
½ dós grísk jógúrt
1 hvítlauksrif
½ tsk kumin duft
1-2 vorlaukar saxaðir
Fersk mynta söxuð
Salt/pipar
*Agúrkan rifin gróft niður á
rifjárni, þá er hún söltuð og
látin standa í nokkrar mín.
Hinu blandað saman og svo
agúrku bætt saman við.
Satay hnetusósa:
125 gr gróft lífrænt hnetusmjör
1 fínt saxaður skalottulaukur
1 tsk saxað engifer
1 kjarnhreinsaður
rauður chili pipar
300 ml kókósmjólk
eða sýrður rjómi
Safi úr 1/2 lime
1 tsk pálmasykur
1 tsk tamari sojasósa
¼ búnt ferskt kóríander
*Allt sett í matvinnslu-
vél eða blandara.
Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/
grasalaeknir.is
www.facebook.com/grasalaeknir.is
›› Bragi Einarsson skrifar um skólamál í Garði:
ÝMISLEGT
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað-
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
ÓSKAST
Bráðvantar íbúð!
Er ekki einhver sem getur leigt mér
3ja herbergja íbúð? Ég er 100%
leigjandi, með mjög góð með-
mæli. Nota ekki áfengi né tóbak.
Öruggar greiðslur. Upplýsingar í
síma 897 2570 .
Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð
til langtímaleigu helst í Ytri-
Njarðvík. Upplýsingar í síma 691
1745 eða 690 1745.
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
D.IBSEN ehf.
bÍlastofa davÍÐs
ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR
Grófin 7 e-mail: dibsen@mitt.is Sími: 421-1415
SUÐURNES
Helguvík - Berghólabraut 27
Komdu með öll raftæki, brotajárn
og málma til okkar í Helguvík!
Við borgum þér fyrir flesta málma.
- Skilum betur til baka
Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu
með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7
eða hringdu í 421-1415 og
við sækjum hann.
Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1 5/30/12 2:36:11 PM
TIL SÖLU
Combi camp
Combi camp vagn 94 árgerð. 7
manna vagn af stærri gerðinni.
Uppl. í 772 1728 og 898 0170.
Lítið hjólhýsi
Hjólhýsi til sölu, svefnpláss fyr-
ir 3. Ný gasmiðstöð. Árgerð 88.
Upplýsingar í síma 864 2313.
Volkswagen Polo
Árg. 1998, til sölu, keyrður 181.000
km. Nýskoðaður. Góður bíll. Nýleg
heilsársdekk. Tilboð óskast. Sími
866 8098.
896 0364
Raflagnir & viðgerðir
Þvottavélaviðgerðir
Forvarnir með næringu
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
NÝTT
Opið alla daga
fram á kvöld
Studíóíbúð í miðbæ Keflavíkur,
allur búnaður fylgir. Uppl. í síma
698 7626.
Einbýlishús til leigu
Einbýlishús til leigu í Innri-
Njarðvík í göngufæri við Akurskóla
og tvo leikskóla, í a.m.k. 1 ár.
Gæludýr ekki leyfð. Upplýsingar í
síma 891 6204.
Raðhús í Innri Njarðvík til leigu
135 fm 4ra herbergja raðhús til
leigu í Innri Njarðvík. Leiguverð er
150.000 kr. auk hita og rafmagns.
Óskað er eftir bankaábyrgð sem
nemur 3ja mánaða leigu. Húsið er
laust til leigu. Frekari upplýsingar í
síma 691 3318.
HÚSAVIÐGERÐIR
Tilboð óskast!
Tilboð óskast í endurnýjun á
neysluvatnslögnum að Brekkustíg
35b Njarðvík. Tilboð berist á net-
fangið huldamar@visir.is fyrir 15.
júlí 2012.
Húsfélag Brekkustíg 35b.
ALAFL ehf
Alhliða málningarþjónusta,
afslættir fyrir ellilífeyris
þega og öryrkja.
Fáðu fast verðtilboð þér
að kostnaðarlausu.
Ábyrgðir fylgja öllum verkum
Haukur 779-0900
BOUTIQUE
Hafnargata 54
Snyrtirvörur - Undirfatnaður
- Sportfatnaður
Í grein í VF þann 28. júní, kemur fyrrum formaður
skólanefndar
Gerðaskóla fram
og talar um að
undirritaður hafi
í grein í Reykja-
nesi „skautað“
léttilega framhjá
staðreyndum
sem koma fram
í skýrslu Menntamálaráðuneytis
um úttekt á Gerðaskóla. Í stóru
máli og langri grein er ekki hægt
að ætlast til að undirritaður fari
í gegnum hvert einasta atriði
sem kom þar fram í skýrslunni,
bæði það sem kalla má neikvætt
og það sem kalla má jákvætt,
heitt og kalt, svart og hvítt.
Greinin fjallaði ekki aðallega
um það heldur það hugarástand
sem samfélagið var komið í.
Hins vegar hefur enginn starfs-
maður skólans, mér vitanlega,
þrætt fyrir það að Gerðaskóli sé
laus við öll heimsins vandamál,
langt í frá. Það sem ég benti á í
grein minni sem birtist í Reykja-
nesi fyrir hálfum mánuði, tók ég
fram að téður fyrrum formaður
skólanefndar og meirihluti bæjar-
stjórnar, ákveða að reka skóla-
stjóra, sem var að vinna vinnuna
sína! Í tíð skólastjóra fór einelti úr
13% í 6% og rétt er að geta þess
að í óformlegri könnun kennara
skólans í vetur mældist einelti
5%. Það er samt of hátt en Guð
má vita hvaða árangri hann hefði
náð, hefði hann fengið frið til þess.
Formaðurinn fyrrverandi kaus að
„skauta“ framhjá þeirri staðreynd.
Einnig kemur fram í sömu skýrslu
að brottrekinn skólastjóri var mjög
vinsæll meðal nemenda og starfs-
fólks og að hann lagði sig fram við
það að fylgjast vel með nemendum
og starfsfólki og að þeim liði
almennt vel. Formaðurinn fyrr-
verandi kaus að „skauta“ fram hjá
þeirri staðreynd. Af þeim sökum
spurði ég mig þeirra spurninga í
fyrra og í vetur: Hver var ástæðan
fyrir því að reka skólastjóra sem
sýndi það með óyggjandi hætti að
starfsandi og líðan nemenda væri
mjög góð í skólanum og hafði náð
þessum árangri í eineltismálum?
Spyr sá sem ekki veit, þrátt fyrir
að kalla eftir þeim útskýringum.
Ekki ætla ég að efast um að
ásetningur manna hafi verið
að vinna í þessum málum, en
ég taldi þá að aðferðafræðin
væri röng og stend við það!
Ég spurði meirihluta bæjarstjórnar
(bréflega) hvers vegna þeir fóru í
þá aðför að skólanum á vordögum
2011, að fara að sameina skólana?
Svörin voru á þá leið að það væri
hagkvæmara þegar til lengri tíma
er litið. Ok, rök út af fyrir sig en
engin skýrsla eða úttekt lá fyrir
því til sönnunar. Þegar bæjarbúar
mótmæltu, var sú tillaga dregin til
baka, bæði vegna andstöðu bæjar-
búa og andstöðu innan meirihlut-
ans! Það hefur komið fram áður í
skrifum. Einmitt í þeirri orrahríð
sem þá varð á milli manna, dró ég
þá ályktun að eina ástæðan fyrir
að sameina skólana væri að losna
við skólastjórann og guð má vita
hvaða skref bæjarstjórnin ætlaði
sér að taka í kjölfarið. Það kom svo
síðar í ljós með óyggjandi hætti!
Hins vegar tek ég undir áhyggjur
fyrrum formanns skólanefndar
um þá stöðu sem skólinn mælist í
PISA könnun um læsi og árangur
þó ég sjái ekki hvað „kúlulán“
og afskriftir þeirra komi Gerða-
skóla við, en fyrrum formaður
skólanefndar veit kannski meira
um það, tek undir áhyggjur hans
varðandi „vandræðagemlinga“ eins
og hann kýs að kalla, en bendi á
að sjaldan veldur einn þegar tveir
deila, og tek undir þá skoðun að
eigi skal undan líta! Til þess að
sporna við þessari þróun er ekki
rétta aðferðin að valsa fram með
einhverri leiftursókn, þar sem
leysa átti málin fyrir kl. 10, heldur
ætti að vinna að lausn þessara
mála með virðingu fyrir skóla-
samfélaginu og því góða fólki sem
þar starfar og því frábæra unga
fólki sem þar sækir vinnu sína,
samvinnu með því m.a. að ráða
til skólans sérkennara í íslensku
og stærðfræði og leggja einnig
áherslu á list-, tónmennt- og
tæknigreinar, í stað þess að skera
niður, og sjá svo árangurinn að
einhverjum tíma liðnum. Því að
árangur í skólastarfi mælist ekki
í klukkustundum, heldur árum!
Hefði þessi leið verið farin þyrfti
bærinn ekki að borga starfs-
lokalaun fyrir skólastjóra og bæjar-
stjóra með ærnum tilkostnaði, því
að með hluta af þeim peningum
hefði verið hægt að skipuleggja
hér gott skólastarf í virðingu,
samvinnu og góðum árangri sem
af því hlýst, í stað þess að setja
sig í stellingar „við og þeir“. Það
er orðin úldin aðferðafræði.
Svo óska ég nýráðnum skóla-
stjóra velfarnaðar í starfi og vona
að samfélagið gefi honum og
starfsfólki svigrúm til að vinna í
friði fyrir öfgum og óbilgirni.
Virðingarfyllst
Bragi Einarsson, Garðbúi.
Nokkrar góðar grillsósur
„Á hÁlum ís“
Tafir á flugi til og frá landinu voru nær engar síðastliðnar tvær vikur. WOW air stóð sig best
af íslensku félögunum. Frá þessu er greint á vefnum
Túristi.is
Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum Icelandair,
Iceland Express og WOW air stóðust áætlun á seinni
hluta júnímánaðar. Í mínútum talið var seinkunin að
jafnaði mjög stutt. Ferðasumarið fer því miklu betur af
stað, þegar horft er til stundvísi á Keflavíkurflugvelli,
en á síðasta ári. Í júní í fyrra voru t.a.m. aðeins 44,5
prósent brottfara á flugvellinum á tíma.
Komutímar WOW air stóðust oftar en hjá hinum
tveimur félögunum og nýliðarnir eru því stundvísasta
félagið í Keflavík á seinni hluti júnímánaðar.
Eins og áður er mikill munur á umsvifum félaganna
þriggja. Icelandair flaug t.d. sjö sinnum oftar en Ice-
land Express og ellefu sinnum oftar en WOW air til og
frá landinu seinni tvær vikur júnímánaðar.
WOW air stundvísast í Keflavík
vf.is
Víkurfréttir eru fluttar
í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000