Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Sendum frítt hvert á land sem er Leikvöllurinn við Brekkustíg í Sandgerði hefur nú verið endurnýj-aður og var hann formlega vígður í vikunni. Leikvöllurinn er búinn nútíma leiktækjum og var öryggið haft í fyrirrúmi við endurnýjun hans en m.a. eru gúmmíhellur við leiktæki til að koma í veg fyrir meiðsli á börnum. Það voru börn af leikskólanum Sólborg sem fengu það verkefni að vígja leikvöllinn formlega. Klippt var á borða og börnin sungu eitt lag. Þau þáðu síðan hressingu í boði bæjarstjóra. Frá þessu er greint á vef Sandgerðis- bæjar. Samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipu- lagningu á Eignarhaldsfélaginu Fasteign var tekið fyrir í bæjar- ráði Voga á dögunum. Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og tillögu um greiðslu 18,5 millj- ónir króna vegna viðhaldsmála fasteigna í Vogum. Samkomu- lagið var samþykkt með tveimur atkvæðum. Inga Sigrún Atladóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun: „Samkvæmt samkomulaginu sem nú liggur fyrir á leigutaki að yfir- taka alla viðhalds- og endurbóta- skyldu og á sú yfirtaka að miða við núverandi ástand eigna. Ég tel að rétt hefði verið að halda áfram viðræðum við Fasteign um við- haldsmálin á þeim forsendum sem minnisblað lögfræðings sveitar- félagsins frá 30. apríl 2012 gerði ráð fyrir. Enn fremur tel ég rétt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að skoða betur þann möguleika sem lögfræðingur EFF nefndi á hlut- hafafundi þann 8. maí 2012 að sveitarfélagið og EFF geti fengið óháðan matsmann til að meta áfallið viðhald á eignum sveitar- félagsins.“ Gunnhildur Ása Sigurðardóttir garðyrkju-fræðingur, sem rekur gróðurstöðina Glitbrá í Sandgerði, segir farir sínar ekki sléttar á síðu fyrir Sandgerðinga á Facebook. Gunnhildur Ása hefur undanfarin ár gróður- sett tré í heiðinni fyrir ofan Sandgerði. Nú er svo komið að trjám sem hún hefur gróðursett í heiðinni hefur ítrekað verið stolið. „Í gegnum tíðina hef ég plantað nokkrum trjám á ári uppi í heiði til að leggja mitt af mörkum við að græða landið, hefta moldrok, gera smá skjól fyrir bæinn minn, til að fegra og bara mér og vonandi öðrum einhvern tíma til ánægju,“ segir Gunnhildur Ása og bætir við: „Á hverju ári verð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum þar sem ég sé auðar holur þar sem eitthvert tréð stóð tignarlegt og allt upp í 1,5 m á hæð árið áður. Í kvöld (mánudagskvöld) fór ég í mína árlegu gróðursetningarferð upp í heiði en þetta kvöld kom ég með trén mín aftur heim. Ég plantaði ekki mörgum trjám í fyrra, bara fjórum en þau voru í stærri kantinum 3-4 ára tré og það er búið að stela þeim. Ég get engan veginn skilið af hverju þetta fær ekki að vera í friði? Ég var svo vitlaus að halda að þetta væri greiði við okkur öll! Vonandi kemur sá tími að við hættum að hugsa bara um okkur sjálf og lærum að deila og njóta,“ segir Gunnhildur Ása á Facebook-síðu Sandgerðinga. n Í kjölfar úttektar mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Grunnskóla Grinda- víkur í apríl síðastliðnum var að tillögu fræðslunefndar skipaður starfshópur til að vinna að tíma- settri áætlun um umbætur. Starfshópinn skipuðu Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi, Halldóra Kr. Magnúsdóttir, skóla- stjóri, Nökkvi Már Jónsson, sviðs- stjóri félagsþjónustu- og fræðslu- sviðs og Klara Halldórsdóttir for- maður fræðslunefndar, auk Ben- nýjar Óskar Harðardóttur, fulltrúa kennara samkvæmt tilnefningu grunnskólakennara og Ingvars Þórs Gunnlaugssonar fulltrúa foreldra samkvæmt tilnefningu foreldrafé- lags Grunnskóla Grindavíkur. Starfshópurinn skilaði umbóta- áætlun til ráðuneytis í maí síðast- liðnum. Starfsfólk ráðuneytis hefur nú yfirfarið áætlunina og staðfest hana. Framundan er skemmtileg vinna við að gera góðan skóla enn betri, segir á heimasíðu Grinda- víkurbæjar. ›› FRÉTTIR ‹‹ Nýr fram- kvæmdastjóri Þróttar í Vogum Tinna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri hjá Ungmenna- félaginu Þrótti og mun hún hefja störf í byrjun ágúst. Starfshlutfall framkvæmdastjóra hefur hingað til verið 30% en hefur nú með nýrri ráðningu verið aukið og verður eftirleiðis 50% starf. Viðvera á skrifstofu verður meiri en hefur verið áður og er ætlunin að efla starfið til muna. Tinna er með BA-gráðu frá Há- skóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræðum og hefur mikla reynslu af starfi með ungu fólki og þekkja hana flestir sem hafa komið í félagsmiðstöðina okkar hér í Vog- unum, enda hefur hún starfað lengi þar. Tinna er auk þess heimamaður og bindur stjórn UMFÞ miklar vonir við hennar störf í framtíðinni. Þakka vel heppnaða Sól- seturshátíð Þakkir til Íþróttafélagsins Víðis og Björgunarsveitar- innar Ægis fyrir vel heppnaða Sólseturshátíð komu fram á fundi bæjarráðs Garðs nú í vikunni. „Bæjarráð þakkar þeim fjölmörgu sem með samtakamætti sínum lögðu sig fram um að gera Sól- seturshátíðina sem glæsilegasta. Sérstaklega ber að geta um ánægju með fjölbreytta íþróttaviðburði á hátíðinni, sem heppnuðust frábær- lega og höfðuðu vel til íbúa“. Greiða 18,5 milljónir í við- hald fasteigna EFF í Vogum Leikvöllur við Brekkustíg í Sandgerði endurnýjaður Hoppað í hafið við Njarðvíkurhöfn Trjám stolið úr heiðinni ofan við Sandgerði Umbótaáætlun komin fram Það var líf og fjör hjá Unglingadeildinni Kletti, sem starfar undir Björgunarsveitinni Suðurnes, við Njarðvíkur- höfn í síðustu viku. Ungmennin klælddu sig upp í viðeigandi búninga og stukku svo í höfnina með viðeigandi skvettum. Eins og sjá má á þessari mynd leyndi kátínan sér ekki hjá krökkunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.