Víkurfréttir - 05.07.2012, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGURINN 5. júlí 2012 • VÍKURFRÉTTIR14
„Veistu Anna Lóa, stundum hugsa ég með mér, er ég virkilega að gera
þetta“. Þetta voru orð fyrrverandi nemanda míns sem er að upplifa
drauminn um að mennta sig. Þrátt fyrir efasemdir og
ótta hefur hún tekið mikilvæg skref síðustu ár og er
að uppskera eftir því. Orð hennar eru góð áminning
um þá ábyrgð sem við berum sjálf á lífi okkar.
Ég man eins og það hafi gerst í gær – fyrsti „stóri“
fyrirlesturinn var framundan og skipti mig miklu máli
að allt gengi vel. Ég ofhugsaði alla hluti: þetta verður
að vera fullkominn fyrirlestur, góð og skýr framsögn,
glærurnar óaðfinnanlegar, fatnaður við hæfi, röddin
mjúk og brosið á sínum stað!! Ég ætla að ná salnum,
byrja á að segja eitthvað fyndið svo ég hrífi alla með mér, vera afslöppuð,
hlýleg, og með útgeislun sem gerir rafmagnsljósin óþörf.
Svo mætti ég á staðinn og fann allt í einu hvernig hjartað var komið upp
í háls, óþægilegur þurrkur í hálsinum, sá ekki punktana mína fyrir móðu,
litur á fatnaði alls ekki við hæfi þar sem svitablettirnir spruttu fram og
eina sem virtist vera í lagi voru glærurnar. Þegar ég byrjaði að tala var
stressið búið að ná yfirhöndinni sem gerði það að verkum að ég talaði allt
of hratt og hátt og frussaði í stíl við það. Það var vægast sagt óhugnanleg
lífsreynsla að upplifa að mér hafði tekist að frussa á einn hlustandann og
athyglin beindist öll að því hvort hann mundi ganga út eða kalla yfir hópinn
„er einhver með regnhlíf“ (sem hann gerði ekki – TAKK). Brandarinn sem
ég ætlaði að nota í byrjun náði ekki tilætluðum áhrifum þar sem engum
fannst hann fyndinn nema mér og ég óskaði þess af heilum hug að jörðin
mundi opnast og gleypa mig.
Eftir fyrirlesturinn sagði ég við sjálfa mig „þetta geri ég aldrei aftur“. En
auðvitað gerði ég þetta aftur og með tímanum og æfingunni kom þetta,
eins og allt annað sem við leggjum okkur fram við. Lífið þarf ekki að vera
svona flókið en við erum flest sérfræðingar í að flækja það. Ef ég finn fyrir
stressi í dag áður en ég á að halda fyrirlestur, reyni ég að hugsa: hvað
er það versta sem getur gerst? ....að þeim líki ekki við mig eða það sem
ég hef að segja. Get ég lifað með því – já það get ég og svo get ég líka
skoðað hverju ég get breytt svo ég lendi ekki í sömu pyttunum aftur og
aftur. Ég er hætt að taka sjálfa mig svona alvarlega og get hlegið af svona
uppákomum í dag.
Það er alveg sama hvað við tökum okkur fyrir hendur – ef við höfum ekki
gert það áður þá er líklegt að við gerum einhver mistök. Flestir sem eru
góðir í einhverju hafa verið duglegir að æfa sig en ekki endilega fæðst
ótrúlega hæfileikaríkir. Ég heyrði afreksmann í íþróttum segja: „æfingin
skapar ekki meistarann, en það gerir auka æfingin“. Við þurfum að hafa
þetta í huga þegar við tökumst á við nýja hluti og gefa sjálfum okkur
tækifæri til að æfa okkur þar til verðum betri.
Ef við ætlum að bíða með að takast á við nýja hluti þar til verðum 100%
klár á öllu, gætum við þurft að bíða alla ævi. Drifkrafturinn og öryggið
kemur með framkvæmdinni – þú verður að leggja af stað í ferðina til að
byrja æfingaferlið. Það eru ekki bara einhverjir útvaldir sem ná árangri
– það eru þeir sem eru tilbúnir í auka æfinguna og halda af stað þrátt
fyrir efasemdir og ótta. Þeir nemendur sem ég hef fylgt úr hlaði eru svo
sannarlega sönnun þess.
Vona að þú leyfir þér að eiga drauma og takir skref í átt að þeim. Nú ef
þú skyldir hafa áhuga á að koma á fyrirlestur hjá mér þá hefur „frussið“
stór lagast en svona til öryggis þá er ég alltaf með nokkrar regnhlífar
meðferðis!
Þangað til næst – gangi þér vel.
Anna Lóa
Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid
Frussandi fyrirlesari! Í
kjölfar endurvinnslu gamalla
frétta af hruni Sparisjóðsins
í Keflavík og frágangi á yfirtöku
Landsbankans
á Sparisjóðnum
hafa að undan-
förnu spunnist
upp alls kyns
sögur og rang-
færslur um
málefni tengd
Sparisjóðnum.
Vissulega er rétt að fall Spari-
sjóðsins er samfélaginu dýrt
– það er okkur löngu ljóst. Nú
keppast menn hins vegar við að
kenna hver öðrum um ástæðu
þess mikla kostnaðar sem hrun
sjóðsins leiðir af sér. Sem betur
fer er verið að rannsaka þessi
mál öll ofan í kjölinn og von-
andi á sú rannsókn eftir að leiða
í ljós hvað fór úrskeiðis ef það
er ekki þegar ljóst. Heita má
ljóst að mistök voru gerð á mis-
tök ofan, fyrir og eftir hrun.
Ef einhver hefur áhuga á minni
útgáfu af sannleikanum þangað
til annað kemur í ljós, þá fer hér
á eftir pistill frá undirrituðum
sem leikmanni og áhorfanda í
ýmsu því sem haldið hefur verið
fram um menn og málefni tengd
Sparisjóðnum. Þetta er ekki
skrifað til að gera lítið úr því sem
tapaðist við hrun Sparisjóðsins,
öðru nær. Tilgangurinn er frekar
sá að benda á staðreyndir og leið-
rétta rangfærslur sem vísvitandi er
haldið fram, líklega í pólitískum
tilgangi. Þið sem nennið að lesa
þetta getið dæmt hvert fyrir sig
hvort allt sem þið lesið í DV eða
heyrið á RÚV sé akkúrat eins og
þar er haldið fram. Svo geta menn
velt fyrir sér tilganginum með
því að halda fram fullyrðingum
sem augljóslega eru rangar.
Eitt af því sem mönnum hefur
orðið tíðrætt um í kringum Spari-
sjóðinn er hvernig sjálfstæðismenn
– og þá sérstaklega bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins og jafnvel
núverandi framkvæmdastjóri
flokksins – gengu um sjóðinn á
skítugum skónum og ryksuguðu
til sín þaðan fé að vild. Þeir sem
um fjalla telja fólki trú um að þar
sé að finna megin ástæðuna fyrir
falli Sparisjóðsins. Þeir sem trúa
því sem þeir heyra á RÚV og lesa
í DV eru eðlilega miður sín og
sumir ganga svo langt að biðja
fólk afsökunar á því að hafa þekkt
og unnið með þessum misyndis-
mönnum. Allt er þetta gert í anda
þess að axla ábyrgð og biðjast
afsökunar á sínum þætti í hruninu.
Mér er málið nokkuð skylt, haf-
andi verið einn af bæjarfulltrúum
flokksins á árunum 2002-2010, og
hafandi starfað í stjórn sjóðsins
eftir hrun frá 2009-2010. Ég
hef þokkalega yfirsýn yfir það
hvernig bæjarfulltrúar tengdust
Sparisjóðnum og hvernig hann
var rekinn gagnvart mér sem við-
skiptamanni frá blautu barnsbeini.
Það vita allir sem eitthvað komu
nálægt Sparisjóðnum, eða áttu
við hann viðskipti, að honum var
STJÓRNAÐ af Sparisjóðsstjór-
anum. Ég segi það með stórum
stöfum, því þannig var það. Hann
hafði sér til halds og tausts starfs-
menn í bankanum, sem höfðu tak-
markaðar heimildir til útlána, en
hann gat tekið sjálfstæðar ákvarð-
anir um lánveitingar sem námu
allt að 15% af eigin fé sjóðsins
eins og það var skráð á hverjum
tíma. Þannig voru reglur sjóðsins
og höfðu verið um árabil. Stjórn
sjóðsins hafði í raun lítið með
útlán sjóðsins að gera og kom að
takmörkuðu leyti að ákvörðunum
um útlán úr sjóðnum. Stjórn var
hins vegar upplýst af Sparisjóðs-
stjóra um það hverjum var lánað
og hverjir voru stærstu innlánseig-
endur sjóðsins á mánaðarlegum
fundum. Þetta má að sjálfsögðu
gagnrýna, og FME gerði það á
árinu 2008! Þá hafði Sparisjóðnum
verið stjórnað með þessum hætti
í 101 ár og það bara með ágætum
árangri lengi vel. Nú tæpum
fjórum árum eftir að bankakerfið
á Íslandi hrundi er auðvitað mjög
auðvelt að sitja í dómarasæti og
sjá allar vitleysurnar sem menn
gerðu. Það sem er hins vegar verra
er þegar misgóðir fréttamenn, með
misgöfuga hagsmuni að leiðarljósi
leggja upp í pólitíska vegferð til að
reyna að gera menn, sjálfstæðis-
menn sérstaklega, að gerendum í
falli Sparisjóðsins. Stóra myndin
er auðvitað sú að Sparisjóðurinn
féll vegna þess að bankakerfið á
Íslandi hrundi. Ekki vegna þess að
stjórnendur sjóðsins kusu Sjálf-
stæðisflokkinn, eða vegna þess að
honum var stjórnað af bæjarfull-
trúm flokksins. Annars má lesa
ágæta greiningu á vanda Spari-
sjóðsins hér: http://mbl.is/vid-
skipti/pistlar/marmixa/1245120/
Ein af fullyrðingunum sem haldið
er svo stíft fram, að hörðustu sjálf-
stæðismenn eru farnir að trúa
þeim, er að bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafi farið að vild
um Sparisjóðinn og úthlutað sér
og sínum lánum þaðan! Þessar
fullyrðingar eru fjarri öllum
sannleika. Það þykir hins vegar
til óþurftar á Íslandi í dag að
skemma góða frétt með sannleik-
anum. Ég ætla samt að vera svo
djarfur að upplýsa um viðskipti
bæjarfulltrúa flokksins á árunum
2002-2010 eins og ég þekki þau.
Það kann að vera að í einhverjum
tilfellum gangi ég of langt, en þeir
verða bara að eiga það við mig.
1. Árni Sigfússon – hann fékk
eins og frægt er orðið erlent lán
í Sparisjóðnum árið 2006 þegar
hann byggði sér nýtt hús eins og
fjölmargir aðrir gerðu á þeim tíma.
Sömu reglur giltu um hann og
alla aðra – ábyrgðir, húsið að veði
o.s.frv. Þetta er allt löngu upplýst
og þetta lán hefur að ég best veit
verið meðhöndlað eins og önnur
sambærileg lán og hefur aldrei
verið í vanskilum. Um aðrar lán-
veitingar var ekki að ræða til Árna,
engar tug eða hundruð milljóna
í hlutafjárbrask eins og oft hefur
verið haldið fram og engin sérstök
fyrirgreiðsla til hans umfram aðra.
2. Böðvar Jónsson – er eftir því
sem ég best veit í viðskiptum
við Íslandsbanka – man aldrei
eftir honum í neinum sérstökum
málum sem við komu Spari-
sjóðnum. Hann stóð í einhverjum
fasteignaviðskiptum í félagi við
annan mann og tapaði örugglega
á þeim eins og flestir aðrir. Þau
viðskipti tengdust Sparisjóðnum
ekki svo ég viti til, en ef þau gerðu
það, þá hefur ekki verið um stórar
upphæðir að ræða í því samhengi.
3. Þorsteinn Erlingsson – var
stjórnarformaður í Sparisjóðnum
árin fyrir hrun ásamt öðrum.
Hlutverk þeirra var eins og lýst
hefur verið hér að ofan. Eftir að
FME gerði athugasemdir við
starfshætti stjórnar, hafði Þor-
steinn frumkvæði að því að
breyta þeim í þá veru sem at-
hugasemdirnar lutu að. Reynt
hefur verið að gera tortryggilegt
að Sparisjóðurinn greiddi fyrir
flug Þorsteins frá Florida til Ís-
lands og aftur til baka, þegar hann
var kallaður heim úr sumarfríi
skömmu eftir hrun til þess að
mæta á krísufundi í stjórn sjóðs-
ins. Það verður þó tæplega séð að
manni sem kallaður er heim úr
fríi til að sinna stjórnarsetu verði
jafnframt gert að greiða ferða-
kostnaðinn sem af ferðinni hlýst!
n Þorsteinn á Saltver ehf. sem er
útgerðarfyrirtæki í Reykjanesbæ,
eitt örfárra sem eftir standa. Þor-
steinn hefur verið manna fremstur
í flokki á undanförnum árum í því
að reyna að stuðla að atvinnuupp-
byggingu í Reykjanesbæ. Hann
hefur í þeirri viðleitni sinni
keypt kvóta, byggt upp loðnu-
vinnslu í Helguvík o.fl. allt án
lánveitinga frá Sparisjóðnum.
n Þorsteinn lagði ásamt sex
öðrum aðilum (einn af þeim
var Sparisjóðurinn) til hlutafé
(áhættufé) í félagið Suður-
nesjamenn, samtals 700 milljónir.
Félagið var upphaflega stofnað
ATVINNA
Mamma Mía Í Grindavík óska eftir pizzubakara.
Bæði í fullt starf og helgarvinnu.
Reynsla og íslenskukunnátta skilyrði.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til:
mammamia@mammamia.is
(algjörum trúnaði heitið).
Vel borgað og skemmtilegt starf.
Hægt er að hea störf strax.
Að gefnu tilefni - staðreyndir um bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og fall Sparisjóðsins í Keflavík
Frá átta til áttatíu ára
í meistaramóti GS
Meistaramót Golfklúbbs Suður-nesja hófst í vikunni en um 150
kylfingar eru skráðir til leiks á þessu
stærsta innanfélagsmóti sumarsins.
Ótrúleg þurrkatíð í byrjun sumars-
ins hefur sett svip sinn á Hólmsvöll í
Leiru sem sést vel á gulum brautunum
en það er ekkert nýtt því undanfarin
sumur hafa verið þurr. Flatirnar eru
hins vegar fagurgrænar enda vökvaðar
á hverjum degi og völlurinn í heild í
flottu standi.
Elsti keppandi er nærri 80 ára en yngsti
keppandi í meistaramóti GS er hin
pólska Kinga Korpak en hún hefur alist
upp hér á landi og byrjaði ung að sækja
golfvöllinn í Leiru. Kinga er 8 ára en
verður 9 ára í lok árs. Hún hefur náð
frábærum árangri í sumar og verið á
verðlaunapalli í flokki 14 ára og yngri
telpna á Áskorendamótaröð Golfsam-
bands Íslands þrisvar sinnum í sumar og
í eitt skiptið í efsta sæti.