Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.10.2009, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 15.10.2009, Blaðsíða 19
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 19VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 15. OKTÓBER 2009 Innlánsvextir á betri kjörum Samanburður sýnir að Sparisjóðurinn í Keflavík býður betri innlánsvexti en almennt gerist. Við hvetjum þig til að kynna þér málið ítarlega og gera samanburð. – á betri kjörum. Við lögum okkur að þínum þörfum. Óverðtryggðir reikningar Verðtryggðir reikningar PM reikningur 6,70% Bakhjarl Gullárareikningur 8,10% Áskriftarreikningur Netreikningur 6,90% - 8,50% Framtíðarreikningur 4,35% 4,60% 4,90% Miðað er við vexti sem gilda frá 1. október Lava Strings, sameiginleg gítarsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, heldur tónleika í Bíósal Duushúsa, mánudaginn 19. október kl.20.00. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi sveitarinnar fyrir viku tónleikaferð til Barcelona, sem hefst 22. október n.k. Tónleikarnir eru jafnframt fjáröflunartónleikar, en allur ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð hópsins. Efnisskráin einkennist af Flamenco-tónlist og annarri spænskri tónlist, en auk þess eru íslensk verk á efnisskránni. Lava Strings skipa 14 gítarleikarar, 1 bassaleikari, 1 trompetleikari og 1 cajon-trommuleikari. Auk þess bregða 2 gítarleikarar fyrir sig raf-gítarnum. Aðgangseyrir er frjáls en tónleikagestir eru hvattir til að styrkja þennan frábæra hóp. Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna á þessa einstæðu tónleika og drekka í sig hin suðrænu áhrif sem þar „svífa yfir vötnum“. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar: Gítartónleikar í Bíósal Duushúsa ,,Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvers vegna formaður bæjarráðs Grinda- víkur ákvað að gera Járngerði að kynningarriti fyrir sjálfa sig. Þar reynir hún að mikla sjálfa sig með þvi að lítillækka pólitíska andstæðinga sína og það á kostnað bæjarins“ Þannig hljóðar upphaf yfirlýsingar sem stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur hefur sent frá sér vegna útgáfu blaðsins Járngerðar sem bæjarfélagið gefur út. Stjórn félagsins gagnrýnir harðlega skrif oddvita Framsóknarflokksins í blaðinu. „Þetta blað hefur hingað til verið algjörlega óháð og engar pólitískar greinar né önnur skrif bæjafulltrúa hafa verið í því þar til nú. Nú er nóg komið. Við viljum alls ekki að bæjarsjóður beri kostnað af pólitískum skrifum bæjarfulltrúa hvorki á heimasíðu bæjarins né í Járngerði. Við viljum benda oddvita Framsóknarflokksins á að halda úti heimasíðu sjálf ef hún hefur svona mikla þörf á því að kynna sjálfa sig,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins, sem birt er á heimasíðu bæjarins. „Nú er nóg komið“ Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á þriðjudagskvöld ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var á ferð í Reykjanesbæ. Um fimm grömm af kannabisefnum fundust við leit í bifreiðinni. Gerð var húsleit heima hjá ökumanninum, og fundust þar 130 kannabisplöntur á mismunandi ræktunarstigum, 156 gr. af tilbúnu kannabisefni, tæki og tól til ræktunar og áhöld til fíkniefnanotkunar. Vímaður undir stýri og með ræktun heima hjá sér Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.