Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 8. Mars 2012 „Nú, ertu tengdur við Suðurnesin? Það skiptir nú máli í biskupskjörinu.“ Þetta fékk ég að heyra þegar tilkynnt var, að ég gæfi kost á mér í kjöri til biskups. Raunar held ég að ættfræði eða fjöl- skyldubakgrunnur muni ekki skera úr um hvernig menn greiða atkvæði. Ást til kirkjunnar og mat á þörfum hennar mun ráða meiru um hvar x-ið lendir á atkvæðaseðlinum. En héraðstengingar skemma sjaldnast og eru skemmtilegar. En konan mín Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur, er fædd í Keflavík og alin upp í Sandgerði. Foreldrar hennar voru hjónin Magnea Dóra Magnúsdóttir og Jón Kr. Jónsson, sem var útgerðarstjóri hf. Miðnes í Sandgerði. Við hjónin njótum tengsla fjölskyldunnar við Suðurnesin. Og það er ekki tilviljun að mynd af Hvalsneskirkju prýðir forsíðu nýrrar bókar, Limits and Life, sem ég var að gefa út erlendis í þessum mán- uði og Amazon selur. Þjóðkirkjan er á tímamótum og nú verða brátt bisk- upaskipti. Mér er í mun að efla kirkjustarf í þágu barna og ungmenna, tryggja fjárhag sókna og hlúa að prestum og starfsfólki kirkjunnar. Ég hef verið prestur bæði í sveit og borg. Ég lærði guðfræði í Reykjavík, Oslo og Nas- hville, var rektor Skálholtsskóla, fræðari á Þingvöllum og síðan verkefnisstjóri safn- aðaruppbyggingar þjóðkirkjunnar og guð- fræði og þjóðmála á biskupsstofu. Síðustu ár hef ég þjónað sem prestur í Neskirkju í Reykjavík. Fyrir þau sem vilja fræðast nánar um nám, persónuhagi og fyrri störf vil ég benda á heimasíðu mína: www.sigur- durarni.is Biskupskosningin framundan verður með öðru móti en allar kosningar biskupa hingað til. Nú eru það ekki prestarnir einir sem velja prest prestanna. Stærsti hluti kjörmana eru formenn sóknarnefnda og 23 kjörmenn eru á Suðurnesjum. Þjóðkirkjan er að breytast og fleirum er gefinn kostur á að hafa áhrif á stjórn hennar. Mörgum kjörmönnum þykir ábyrgðin mikil. Ég óska þeim til hamingju með kosninga- réttinn og hvet þau til að nýta sér hann og kjósa rétt og vel. Sigurður Árni Þórðarson. n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222 Idavellir 9 - s. 867-4866 - entrance beside Dosasel Free entrance for rst-time students GENTLE YOGA FOR POSITIVE LIVING ALL BODIES, ALL AGES, ALL CLASSES OPEN Tuesday and ursday  8:30  &  20:00  Góugleði! Félag eldri borgara á Suðurnesjum heldur hina árlegu góugleði í Samkomuhúsinu í Garði 11. mars nk. kl. 15:00. Margt til skemmtunar að ógleymdu kaffihlaðborði. Fjölmennum! Skemmtinefndin Frá og með 6. mars verður reyndur hjúkrunarfræðingur í móttöku og afgreiðslu bráðavaktarinnar ásamt hjúkrunarfræðingi í slysa- og bráðamóttöku með vakthafandi læknum til að ýta fyrir afgreiðslu og stytta biðtíma. Hlutverk hans er fyrst og fremst að forgangsraða sjúklingum, taka við upplýsingum, undirbúa rannsóknir og koma til móts við þarr þeirra sem bíða. Þetta fyrirkomulag verður sett á til reynslu næstu daga og vikur til að minnka álagið.  SLYSA- OG BRÁÐAMÓTTAKA „Pabbi veitir mér mikinn innblástur og hjálpar mér mikið. Ég væri aldrei að syngja í þessum keppnum ef það væri ekki fyrir hann. Þegar ég var krakki þá var ég mjög villt í söngnum og það má segja að hann hafi still röddina mína og verið minn tónlistarkennari,“ en Sólborg segir að hún sé sífellt syngjandi, hvort sem það sé í skólanum eða heimafyrir. Sólborg hefur ekki lært söng en hún lærði á píanó í rúm fjögur ár og tónlistarnámið segir hún vissu- lega hafa hjálpað henni í söngnum. „Ég ætlaði að fara í tónlistaskól- ann núna en þurfti að hætta við það um sinn vegna anna,“ en hún æfir ballett 5 sinnum í viku. Þessa stundina er hún svo að fara að taka þátt í uppfærslu Vox Arena og Leikfélags Keflavíkur á Stuð- mannaleikritinu Með allt á hreinu, þar sem hún leikur eina af Gær- unum. Hún er ritari í unglinga- leikfélaginu og hefur tekið þátt í þremur uppfærslum. Hún segist hafa mikinn áhuga á leiklistinni en hún getur ekki bent á hvers vegna sá áhugi kviknaði. Kannski það sé vegna þess að Davíð eldri bróðir hennar er menntaður leikari og var virkur í Leikfélagi Keflavíkur áður en hann færði sig í Höfuðborgina og yfir í stærri hluti. Á næstunni mun hún m.a. leika aukahlutverk í kvikmynd sem byggð er á skáld- sögunni Falskur fugl, eftir Mikael Torfason, en það var einmitt bróðir hennar sem benti henni á að fara í prufur fyrir myndina. Samferða í söngnum „Við Melkorka höfum verið í nán- ast sömu keppnum undanfarið og það er gaman að tvær stelpur af Suðurnesjunum hafi náð þessum árangri,“ en Sólborg hefur m.a. tekið þátt í Jólastjarnu Björgvins, Röddinni og svo Samfés undan- farin tvö ár. „Mig langar einfaldlega að koma mér á framfæri með því að taka þátt í þessum keppnum,“ en Sólborgu langar að leggja sönginn fyrir sig í framtíðinni. Lagið sem hún tók í keppninni í ár heitir Who you are með söngkonunni Jessie J. Varstu stressuð á lokakeppninni? „Já maður er alltaf eitthvað stress- aður þegar maður er að koma fram. Maður verður samt vanari með hverju skiptinu.“ Sólborg segir að það hafi hjálpað henni mikið að margir krakkar frá Fjörheimum hafi komið og stutt við bakið á henni. Í framtíðinni sér Sólborg fyrir sér að fara jafnvel í Versló þar sem mikill metnaður er jafnan lagður í söngleiki. „Ég fór á Bugsy Malone um daginn og eftir það varð ég alveg sjúk,“ segir Sólborg en hún ætlar sér þó að læra lögfræði svo að hún hafi nú eitthvað í bakhöndinni ef frægðin skyldi nú ekki berja að dyrum. n Með alltá hreinu Sólborg Guðbrandsdóttir hefur sömuleiðis verið að syngja síðan hún var smábarn. Pabbi hennar er píanóleikari og saman hafa hún og systkini hennar verið að fást við tónlist allt frá barnsaldri. Hún er tvíburasystir en einnig á hún tvo yngri bræður sem eru líka tvíburar. „Pabbi ól okkur systkinin upp í söng og við öll fjögur erum alltaf að syngja heima fyrir, strákarnir hafa meira að segja verið að semja tónlist,“ en þeir eru 13 ára gamlir. Biskupskosning Inspired By Iceland Við óskum eftir starfsfólki í verslun okkar í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfið felur í sér afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini. Viðkomandi þarf að vera, jákvæður, ábyrgur og getað unnið sjálfstætt. Góð enskukunnátta í tali, og vald á þriðja tungumáli er kostur. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára. Upplýsingar veitir: Sigurður Karlsson siggik@10-11.is 8x10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.