Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 8. Mars 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Um síðustu helgi var haldið hér í Reykjanesbæ eitt stærsta, ef ekki það stærsta, körfuboltamót landsins. Um 1100 börn tóku þátt í mótinu með tilheyrandi fylgdarliði í þjálfurum, fjölskyldumeðlimum og ógrynni af aðstoðarfólki sem lagði hönd á plóg. Umtalað er að virkilega vel hafi tekist til og allir haldið heim glaðir eftir vel heppnaða körfuboltahelgi. Það sem gerir þetta vel heppnaða mót jafnvel enn ánægjulegra er hið góða samstarf á milli körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Fornir fjendur sameinast þarna eina helgi um að halda glæsilegasta körfuboltamót landsins og gera það með sóma. Sunddeildir félaganna hafa verið í samstarfi síðustu ár með góðum árangri og spurning hvort að fleiri deildir geti ekki hjálpast að með hag beggja fyrir brjósti. Sumarið 2002 spilaði ég mitt fyrsta sumar með meistara- flokki Keflavíkur. Njarðvík spilaði þá í 2. deild (C-deild) á meðan við spiluðum í efstu deild. Um mitt sumar sagði góður Njarðvíkingur við mig að það liti út fyrir að við myndum spila í sömu deild á næsta ári þar sem okkur gekk ekki sem best á meðan Njarðvík barðist í toppnum í sinni deild. Ég svaraði því að ef við spiluðum einhvern tíma í sömu deild þá myndi ég skipta yfir í Njarðvík. Það fór svo að við féllum en Njarðvík endaði í 3. sæti en 2 lið komast upp um deild þannig að ég slapp með skrekkinn. Seinna um haustið sameinuðust svo 2 lið sem spiluðu í 1. deild þannig að Njarðvík fór upp og við spiluðum í sömu deild 2003. Því miður féll loforð mitt um að skipta um lið á tæknilegu smáatriði þannig að ekkert varð af félagsskiptunum. Ég er mikill Keflvíkingur og hef gaman af þeim ríg sem er á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Þessi rígur gerir leikina á milli félaganna skemmtilegri þar sem meira er undir en bara stig fyrir unninn leik. Það sést best á mætingunni og stemningunni sem myndast í grannaslögunum í körfunni, hvort sem það er í deildar-, bikar- eða úrslitakeppni. Í fótboltanum spilum við sjaldan við Njarðvík þar sem við erum ekki í sömu deild en við eigum okkur aðra „óvini“ sem maður elskar að hata. Lið sem maður þolir ekki en getur ekki verið án vegna þess að leikirnir við þau eru upp á meira en 3 stig. Það getur verið nágrannarígur eða annar sögulegur rígur. Einhver saga sem gerir leikina skemmtilegri og meira spennandi en venjulega leiki, bæði fyrir þá sem spila og þá sem fylgjast með. Rígurinn á samt aldrei að ná lengra en leikurinn sem spilaður er þá stundina. Ég á góða vini í liðum sem ég geri allt til að vinna. Við getum verið vinir fyrir og eftir leik en ekki á meðan honum stendur. Félög geta grætt svo mikið á því að eiga gott samstarf við önnur lið. Þannig er það líka oftast en því miður truflar sagan stundum samstarf á milli liða. Þess vegna er ennþá ánægjulegra að sjá Nettómótið heppnast jafn vel og það gerði því ef að Keflavík og Njarðvík geta átt gott samstarf er allt hægt. GÓðir Grannar Meiraprófsnámskei SUÐURNESJAMENN ATHUGIÐ! Námskeið til aukinna ökuréttinda í Garði þriðjudaginn 13. mars nk! ATH! Höldum sama verði enn um sinn þrátt fyrir miklar hækkanir annarra ökuskóla! ATH! Allar líkur á að álversframkvæmdir í Helguvík fari á fullt í vor. Vertu klár! Verkalýðsfélög greiða allt að kr. 100.000,- af kostnaði Vinnumiðlanir greiða allt að kr. 70.000,- af kostnaði Skráning í símum 892 6570 (Egill) og 892 6571 (Siggi) Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Jón Ágúst og Kristófer eru á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en Baldvin og Þröstur báðir í 9. bekk í grunnskóla. Samtals eiga þeir ótal met og medalíur og voru þeir hluti af ÍRB liðinu sem sigraði Aldurs- flokkameistaramót Íslands á síðasta ári og allir setja strákarnir stefnuna á Meistaramót smáþjóða í sundi sem fer fram í Andorra í júní næst- komandi Hvenær byrjið þið að æfa sund? „Ég byrjaði bara þegar ég var 6 ára en mamma sendi mig í sundið, að ég held“ segir Kristófer sem nú hefur æft sund í 10 ár. Þröstur var 4 ára en hann langaði til að prófa og hefur verið í lauginni síðan. Baldvin byrjar fjögurra ára í sundi en honum var þá einfaldlega hent í laugina. „Pabbi var í sundi en ég hef prófað fótbolta í nokkur ár. Ég valdi svo sundið því þar var ég einfald- lega miklu betri,“ segir Baldvin sem segist vera mikill keppnismaður og hafi mikinn metnað í að ná sem lengst. Hann taldi meiri möguleika á að gera það í sundinu. Jón á bræður sem voru í sundi og hann byrjaði að synda þegar hann var 6 ára gamall. Þeir félagar eru sammála um það að þegar þeir voru yngri þá var gríðarlega gaman að æfa sund. Þá ríkti kannski ekki sami aginn og gildir nú. „Maður fer hægt og rólega að sjá alvöruna í þessu og þetta venst með tím- anum.“ Sund er auðvitað einstak- lingsíþrótt þótt keppt sé í boðsundi og félagsskapurinn sé góður. „Það er bara af hinu góða að keppa sem einstaklingur. Ef eitthvað klikkar þá getur maður bara sjálfum sér um kennt,“ segja strákarnir og aug- ljóst að þarna eru miklir keppnis- menn á ferð. Strákarnir eru allir á því að það sé alltaf jafn gaman á æfingum og það sem að þeir fá út úr sundinu er aðal- lega góður félagsskapur, sérstaklega þykir þeim gaman á mótum, en þau eru ansi tíð í sundinu. Þeir segja að hópurinn í sundinu sé afar samheldinn og mikið brallað utan æfinga. Það fer óneitanlega mikill tími í íþróttina og oftar en ekki æfa þessir krakkar mun meira en þeir sem stunda aðrar íþróttir. „Flestir sem stunda sund eru góðir að skipu- leggja sig en það á þó ekki við um alla,“ segja strákarnir. Þeir segja íþróttina vera stranga og agaða en það líkar þeim þó vel. Anthony Kattan sundþjálfari hefur komið með ferska vinda inn í liðið og strákarnir eru ekkert að skafa utan af því þegar blaðamaður spyr þá um gæði liðsins. „Við erum besta liðið á landinu,“ segir Þröstur. „Við erum alla vega að vinna í því,“ bætir hann við en liðið er afar ungt og efnilegt. „Anthony er metnaðarfullur þjálf- ari og virkilega fagmannlegur. Við höfum notið góðs af því að hafa hann sem þjálfara og höfum bætt okkur mikið undir hans stjórn,“ segja strákarnir. Allir sjá þeir fyrir sér að fara í nám til Bandaríkjanna en það hefur færst í aukana að sundmenn fari á skólastyrk í háskóla í Bandaríkj- unum. Það er stefnan hjá mörgum ungum sundköppum að komast erlendis til að synda samhliða námi og þeir eru á því að það væri frá- bært að nýta sundið í að komast að erlendis. Hvernig er annars félagsskapurinn í sundinu, er stuð á æfingum? „Það er svakalega góður félags- skapur í sundinu og mikið stuð í hópnum. Við fíflumst mikið á æf- ingum,“ segir Baldvin og Jón tekur undir það. Stundum eyða krakk- arnir 4-5 tímum á dag saman á æfingum og þannig verða oft til sérstök sambönd og mikil vinátta. Er ekkert erfitt að drífa sig á fætur klukkan 5 á morgnana og á æf- ingu? „Nei þetta venst fljótt. Maður hoppar bara úr rúminu eins hratt og mögulegt er og þá er maður tilbúinn,“ segir Baldvin og hinir viðurkenna að þetta sé bara eitt- hvað sem venjist. Hvað er skemmtilegt við sundið? „Góð líkamsrækt, frábær félags- skapur og í okkar tilfelli þá væri það bara fáránlegt ef við værum allt í einu ekki að æfa sund,“ en strák- arnir synda rúmlega 40 km á viku. „Ef maður væri ekki að æfa veit ég ekki hvað maður myndi gera við allan þennan tíma, eflaust væri maður bara að hanga í tölvunni,“ segir Kristófer. „Það sem er líklega best við sundið er hvað maður þarf að borða mikið,“ segir Baldvin í léttum tón enda er dagurinn anna- samur og mikil þörf á orku. „Það er ekki gott að vera svangur á æfingu,“ segir Þröstur. Strákarnir hafa ferðast erlendis vegna sundsins en á dögunum fór liðið t.a.m. til Sheffield á Englandi og Kristófer dvaldi um mánaðar- skeið í Nýja-Sjálandi við æfingar hjá gamla félagi þjálfarans. Það þótti þeim afskaplega gaman og ferðalögin eru spennandi hluti af sundinu. „Það sem maður fær út úr sundinu eru fyrst og fremst góðir vinir, góð þjálfun og skemmtileg ferðalög. Þessi vináttubönd sem myndast eru óneitanlega eitthvað sem maður tekur með sér úr sundinu og eiga örugglega eftir að endast ævilangt,“ segja sundgarparnir að lokum. Þeir sem vilja slást í hóp besta sundliðsins er bent á að á mið- vikudögum kl. 14:30 eru prufuæf- ingar í Vatnaveröld. Þangað geta sundmenn á öllum aldri komið og látið meta hvaða æfingahópur hentar þeim best en boðið er upp á æfingahópa fyrir sundmenn allt frá 2 ára aldri. Fáránlegt ef við værum ekki að æfa sund Sunddeild ÍRB hefur náð glæstum árangri undanfarið og í deildinni eru margir efnilegir sundmenn sem eiga glæsta framtíð fyrir höndum. Meðal þeirra eru þeir: Jón Ágúst Guðmundsson, Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson og Þröstur Bjarnason. Þessir piltar hafa sýnt miklar framfarir að undanförnu en blaðamaður Víkurfrétta settist á sund- laugarbakkann og spjallaði við piltana um lífið í lauginni. Myndirnar frá Nettó- mótinu eru á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.