Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 18
18 Ú T F L U T N I N G U R S J Á VA R A F U R Ð A áhugavert að sjá hvort þeir muni reyna komast enn frekar inn á þann markað í framtíðinni eða leggja meiri áherslu á stóreld- húsamarkaðinn eða jafnvel heim- sendingarfyrirtæki. Samkeppnin á smásölumarkaðinum er hörð og þar skiptir verð og öruggar af- hendingar mestu máli. 5. Möguleikar í framtíðinni Sjávarútvegur í Þýskalandi hefur tekið miklum breytingum á síð- ustu 20 árum. Þjóðverjar voru lengi vel ein af stóru fiskveiði- þjóðunum í Evrópu eða allt þar til Íslendingar færðu sína fisk- veiðilögsögu úr 50 í 200 sjómílur árið 1975. Það varð upphafið að miklum samdrætti í veiðum og auknum innflutningi, framleiðslu og dreifingu sjávarafurða í Þýska- landi. Þjóðverjar framleiða mikið af frystum, tilbúnum réttum eins og fiskstautum (Fischstäbchen) og gæðaflökum (Schlemmerfilets). Hráefnið er að stærstum hluta Alaskaufsi sem fluttur er inn frá Kína, Bandaríkjunum og Rúss- landi. Þjóðverjar eru einnig fram- arlega í framleiðslu á maríneruð- um og niðursoðnum síldarafurð- um og frystum náttúrulegum flökum. Á síðustu 20 árum hefur orðið mikil samþjöppun á þýska smá- sölumarkaðinum eins og víða annars staðar í V-Evrópu. Árið 2000 voru fimm stærstu smásölu- keðjurnar í Þýskalandi með 62,8% markaðshlutdeild (44,7% árið 1990 og 26,3% árið 1980). Á síðustu 10 árum hefur verið mestur vöxtur hjá afsláttarkeðjum en árið 2001 höfðu þær 33,5% markaðshlutdeild í smásölunni (24,3% árið 1992) og gera spár ráð fyrir tæplega 40% markaðs- hlutdeild þeirra árið 2003. Á sama tímabili fjölgaði afsláttar- keðjum í Þýskalandi úr 9.500 í 14.000. Fyrirtækið Aldi er með ráðandi stöðu þýskra afsláttar- keðja eða 48% markaðshlutdeild árið 2001. Þessar tölur segja meira en mörg orð um hvar mesti vöxturinn er í þýskri smásölu í dag. Eftir sameiningu Þýskalands árið 1990 urðu mjög miklar skipulagsbreytingar í þýskri smá- söluverslun með sjávarafurðir. Áherslan varð meira í áttina að frystum, tilbúnum réttum og sjálfsafgreiðsla tók að leysa gamla fiskborðið af hólmi. Hin síðari ár hefur dregið úr sölu sjávarafurða í fiskbúðum og fiskborðum smá- söluverslana en afsláttarkeðjurnar hafa aukið sína fisksölu umtals- vert. Engar teljandi aðgangshindran- ir eru fyrir íslenskar sjávarafurðir inn á þýska markaðinn fyrir utan fjarlægðina sem skiptir ekki sköpum. Íslensk fyrirtæki hafi þróað afurðir sínar í sífellt meiri fullvinnslu og gert úr þeim verð- mætari afurðir. Þýskaland er há- gæðamarkaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það að standa utan Evrópusambandsins skiptir ekki máli fyrir þróun frekari viðskipta sem sést best á því að Þýskaland er eitt helsta viðskiptaland Ís- lendinga. Ef kaupmáttur helst hár í Þýskalandi bendir ekkert til annars en að Þýskalandsmarkaður verði áfram mjög mikilvægur fyr- ir íslenskar sjávarafurðir enda hef- ur mikil markaðsþekking um Þýskaland safnast saman í ís- lenskum fyrirtækjum undanfarna áratugi. Víðtæk þekking á erlendum neytendum þar sem lýðfræðilegir þættir og breytingar á félags- og menningarlegum þáttum eru skoðaðar, skiptir miklu máli fyrir þá sem selja þangað vörur. Miklar breytingar hafa orðið á samsetn- ingu þýsku þjóðarinnar með til- komu fjölda innflytjenda til Þýskalands. Það getur skipt miklu að kanna vel neysluvenjur þessara hópa ekki síður en ann- arra. Líklegt má telja að þau fyrir- tæki sem huga vel að greiningum markaða sinna öðlist samkeppnis- forskot á þau sem láta það hjá líða. Útflutningur sjávarafurða skiptir íslenska þjóðarbúið gríðar- legu miklu máli. Þess vegna er nauðsynlegt að þekkja þá markaði mjög vel sem kaupa af okkur sjávarafurðir. Þannig verður hægt að sjá betur í hvaða átt neyslan þróast og síðast en ekki síst hvaða viðhorf neytendur hafa á viðkom- andi mörkuðum til sjávarafurða. Heimildir Ágúst Einarsson (2002). Íslenskur sjávarútvegur - Breytingar síðustu áratugi og afkomumælingar. Í Rannsóknir í félagsvísindum IV. Reykjavík: Há- skólaútgáfan. Benedikt Höskuldsson (1992). Fersk flök í Þýskalandi. Reykjavík: Útflutningsráð Íslands. Bevölkerungsentwicklung Deutschlands bis zum Jahr 2050, (2003). Wiesbaden: Statisches Bundesamt Deutschland. Slóðin er http://www.destat- is.de/download/veroe/bevoe.pdf Björgvin Þór Björgvinsson (2003). Sjávarútvegur í Þýskalandi. Fiskneysla, helstu einkenni markaðar- ins og staða íslenskra fyrirtækja. MS-ritgerð. Reykjavík: Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands. Fisch in der Fastenzeit (2002). Hamburg: Fisch-In- formationszentrum. Slóðin er http://www.fischin- fo.de/deutsch/index/meld- ungen_index.jsp?mode=aktuelles2&&&id=480 Jahresbericht über die deutsche Fischwirtschaft (1999), (2000), (2001) og (2002). Bonn. Bundesministerium für Ernährung, Landwirtschaft und Forsten. Jón Hjaltason, Hjalti Einarsson og Ólafur Hannibals- son. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna - III. Yfir lönd, yfir höf. (1996). Reykjavík: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Jón Þ. Þór (2002). Sjósókn og sjávarfang - saga sjáv- arútvegs á Íslandi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar. Landshagir (2003). Reykjavík: Hagstofa Íslands. Lindenberg, J. C. (1999). Seafood and the European Consumer. In Proceedings from Ground Fish Forum in London. Reykjavík. Qualitative Wirkungsanalyse von Zugangshemmnissen beim Produktbereich „Fisch.“ (2002). Köln: Rheingold-Institut für qualitative Markt- und Medienanalysen. Senauer B., Asp E. & Kinsey J. (1991). Food Trends and the Changing Consumer. St. Paul: Eagan Press. Útvegur 1983-2003. Reykjavík: Fiskifélag Íslands og Hagstofa Íslands. Ægir 1960-2003. Reykjavík: Fiskifélag Íslands. 1 Þegar Þjóðverjar fara í sumarfrí til sólarlanda eru þeir mjög jákvæðir fyrir því að borða fisk þó svo að heitt sé í veðri. Það er eins og hinn hefðbundni Þjóðverji, sem í sínu hversdagslífi er fastur í samfé- lagi þar sem reglur og agi ráða ríkjum, sleppi af sér beislinu þegar hann kemst til sólarlanda. Af þeim sökum er hann mun opnari fyrir neyslu á ferskum fiski þar en heima í Þýskalandi (Qualitative Wirk- ungsanalyse von Zugangshemmnissen beim Produktbereich „Fisch“ 2002). 2 Einn þáttur sem á stóran þátt í breyttum neyslu- venjum Þjóðverja er aukinn fjöldi útlendinga sem flutt hafa búferlum til landsins. Þessir nýju íbúar Þýskalands hafa að stórum hluta komið frá Tyrk- landi, fyrrum Júgóslavíu, Ítalíu og Grikklandi, lönd- um þar sem fiskneysla hefur ekki verið áberandi í neysluvenjum fólks. Árið 2002 voru 7,4 milljónir útlendinga búsettar í Þýskalandi og eru flestir frá Tyrklandi eða tæpar 2 milljónir. Þessi þróun hefur orðið til þess að Þjóðverjar hafa í auknum mæli tekið upp hluta af matarmenningu þessara þjóða eins og Kebab frá Tyrklandi, Giros frá Grikklandi og pizza og pasta frá Ítalíu. 3 Hið sterka samband milli hita, fiskneyslu og verðs sáu Íslendingar mjög vel við sölu á ísfiski á upp- boðsmörkuðunum í Bremerhaven og Cuxhaven. Ef hitnaði í veðri þegar fiskurinn var seldur lækkaði verð verulega og kaupendur áttu oft í verulegum erfiðleikum við að selja fiskinn. 4 Árið 1540 náðu Hansakaupmenn nánast allri Ís- landsversluninni í sínar hendur. Það gerðu þeir með því að hrekja Englendinga á brott úr Grindavík og frá öðrum bækistöðvum á Suðurnesjum og við Faxaflóa. Þjóðverjar stunduðu verslun um allt Ís- land og sinntu lítt um bann konungs og ákvæði Píningsdóms frá 1490 um vetursetu útlendinga. Talið er að 40-50 þýsk skip hafi stundað veiðar frá Suðurnesjum um 1540. Miklar breytingar hafa orðið á samsetningu þýsku þjóðarinnar með tilkomu fjölda innflytjenda til Þýskalands. Það getur skipt miklu að kanna vel neysluvenjur þessara hópa ekki síður en annarra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.