Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 30
30 L Í F E Y R I S M Á L við að innleysa hagnað, ef þannig aðstæður skapast. Þó svo að við séum langtímafjárfestar, þá nýt- um við að sjálfsögðu tækfæri sem gefast til þess að innleysa hagnað. Við viljum eiga hlutabréf í stór- um félögum sem eru í úrvalsvísi- tölu Kauphallarinnar auk nokk- urra annarra félaga.“ Árni segir engar kvaðir á Líf- eyrissjóði sjómanna um að eiga hluti í skráðum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Háar örorkulífeyrisgreiðslur Athyglisvert er að örorkulífeyris- greiðslur eru hlutfallslega háar hjá Lífeyrissjóði sjómanna. „Það veldur okkur nokkrum áhyggjum að þetta hlutfall hefur verið nær óbreytt í mörg ár og virðist ekki vera að lækka. Margir kynnu að halda að ástæðan fyrir þessu sé há slysatíðni út á sjó, en svo er ekki. Stærstu flokkarnir að baki ör- orkugreiðslum hjá Lífeyrissjóði sjómanna eru, eins og hjá öðrum lífeyrissjóðum, stoðkerfisvanda- mál, t.d. slit í baki, og geðraskan- ir. Hjá Landssamtökum lífeyris- sjóða hefur verið til skoðunar að undanförnu hvaða skýringar kunna að liggja þarna að baki og hvernig unnt væri að bæta úr þessu. Landssamtökin hafa rætt þessi mál við tryggingalækna, Tryggingastofnun, endurhæfing- arlækna og fleiri. Málið er því í nokkuð ítarlegri umræðu hjá líf- eyrissjóðunum og reyndar líka úti í þjóðfélaginu. Ég á von á því að ýmis mál sem þessu tengjast, eins og til dæmis fjölþætt endurhæf- ing, verði mikið í brennidepli á næstunni.“ Séreignarsparnaður er góður kostur Innan Lífeyrissjóðs sjómanna er séreignardeild. Árni segist ekki hafa um það upplýsingar hversu stór hluti sjómanna greiðir í sér- eignarsparnað, en telur að of margir nýti sér ekki þetta sparn- aðarform. „Ég hvet sjómenn ein- dregið til þess að greiða í sér- eignasjóð, enda er hér um hag- stætt sparnaðarform að ræða,“ segir Árni. Rétt er að hafa í huga að menn geta byrjað að taka út séreignarsparnað við 60 ára aldur, en hægt er að taka út allan sér- eignarsparnaðinn þegar 67 ára aldri er náð. Átta manna stjórn Í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna eru átta fulltrúar, fjórir þeirra eru tilnefndir af sjómönnum, en fjórir af atvinnurekendum. Stjórn er kjörin til þriggja ára í senn og fulltrúar sjómanna og atvinnurek- enda skiptast á að gegna stjórnar- formennsku. Núverandi stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs sjómanna er Höskuldur Ólafsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Með hon- um í stjórn eru Árni Bjarnason, fulltrúi Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Ásgeir Valdi- marsson, fulltrúi Samtaka at- vinnulífsins, Friðrik J. Arngríms- son og Gunnar I. Hafsteinsson, fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna, Helgi Laxdal, full- trúi Vélstjórafélags Íslands, Jónas Garðarsson, fulltrúi Sjómanna- sambands Íslands og Konráð Al- freðsson, fulltrúi Alþýðusam- bands Íslands. Kerfi sem aðrar þjóðir öfunda okkur af Árni Guðmundsson telur að í samanburði við lífeyriskerfi víða erlendis standi Íslendingar sig mjög vel. „Við erum með kerfi sem ég fullyrði að margir öfunda okkur af. Víða erlendis, þar sem eru svokölluð gegnumstreymis- kerfi og alltaf færri og færri vinn- andi hendur sem standa undir líf- eyrisgreiðslum, eru menn að glíma við risavaxin vandamál. Margir öfunda okkur Íslendinga af þeirri forsjálni að hafa tekið upp það kerfi fyrir 35 árum að safna í sjóði og þurfa ekki að treysta á komandi kynslóðir að standa undir eftirlaunagreiðslun- um,“ segir Árni Guðmundsson. Rán HF-42 á miðunum. Mynd: Björn Valur Gíslason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.