Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 39

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 39
39 B Æ K U R U M S J Á VA R Ú T V E G gagnagrunninum eru tilvitnanir í tæplega eina milljón greina í bókum og um 10 þús. vísinda- tímaritum sem gefin eru út um allan heim um rannsóknir á haf- inu og sjávarbúum af öllum haf- svæðum og í ferskvatni. Elstu til- vitnanirnar eru frá því um 1975. Þessi gagnagrunnur hefur verið mikið notaður sérstaklega af starfsmönnum Hafrannsókna- stofnunarinnar. Nú nýlega varð Ísland aðili að þessum gagna- grunni, þ.e. að íslenskt efni fer nú skipulega í gagnagrunninn, en áður var það tilviljunum háð hvaða efni fór þar inn. Aðrir mik- ilvægir gagnagrunnar í notkun á safninu eru Food Science and Technology Abstracts (FSTA), sem er sá mikilvægasti í matvæla- fræði, ProQuest og Web of Sci- ence. Þeir tveir síðast nefndu eru í landsaðgangi á sama hátt og tímaritin sem minnst var á fyrr og aðgengilegir á heimasíðu hvar.is. Allir þessir gagnagrunnar eru nauðsynlegir fyrir starfsemi stofnananna og er vandséð hvern- ig mögulegt væri að stunda rann- sóknir væri ekki aðgangur að þessu efni. Allir gagnagrunnarnir innihalda tilvísanir í vísinda- greinar en ekki greinarnar sjálfar. Starfsemi og þjónusta Fyrir utan skráningu og flokkun á nýju efni fer stór hluti starfsem- innar í að útvega efni sem ekki er til á safninu. Oftast eru þetta ill- fáanlegar bækur og greinar í tímaritum. Það efni er þá fengið frá innlendum eða erlendum bókasöfnum, annað hvort að láni eða sem ljósrit. Í byrjun komu þessar greinar með venjulegum pósti, síðan kom faxið sem var mikil bylting og nú er kominn tölvupóstur sem hefur algerlega umbylt þessari starfsemi. Það er ekki svo að þessi millisafnalán séu einstefna, þ.e. að Sjávarútvegs- bókasafnið sé eingöngu þiggj- andi. Safnið fær nokkur hundruð beiðnir á ári um greinar sem önn- ur söfn eiga ekki. Þessar beiðnir berast víða að, allt frá söfnum innanlands til safna á Nýja-Sjá- landi og Ástralíu. Á línuritinu yfir millisafnalán sést að fengin ljósrit voru óvenju mörg á síðasta ári. Hvað það er sem því ræður er erfitt að skýra. Hugsanlega er það vegna auðvelds aðgangs að gagna- söfnum þar sem unnt er að leita Sjávarútvegsbókasafnið er sérstaklega fyrir starfsmenn stofnananna sem eiga safnið. Öllum er þó heimill aðgangur að safninu, kennurum og nemendum á öllum skólastig- um svo og almenningi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.