Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 38
38 B Æ K U R U M S J Á VA R Ú T V E G Sjávarútvegsbókasafnið er sér- fræðibókasafn í eigu Hafrann- sóknastofnunarinnar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins í Reykjavík og er til húsa í Sjávar- útvegshúsinu á Skúlagötu 4. Að stofni til er bókasafnið frá fjórða áratug síðustu aldar. Með lögum frá 1965 varð Rannsókna- stofa Fiskifélags Íslands að Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans varð að Hafrannsókna- stofnuninni. Í gömlu stofnunun- um mynduðust fljótt bókasöfn sem stækkuðu með árunum og voru síðan skráð á árunum 1955- 1960. Bókavörður, Óskar Ingi- marsson, var ráðinn til Fiskideild- arinnar um 1960 og átti hann að sjá um bókasöfn allra deilda At- vinnudeildarinnar. Hann hafði séð um bókasafnið áður í nokkur ár ásamt öðrum verkum. Þá var Fiskideildin til húsa í Borgartúni 7, en upp úr 1960 flutti hún í hið nýja hús Rannsóknastofnana sjáv- arútvegsins við Skúlagötu 4. Stofnanirnar ráku í fyrstu hvor sitt bókasafn sem voru á sitt hvorum stað í húsinu. Ríkisút- varpið var einnig til húsa á Skúla- götu 4 frá því um 1960 og fram til 1987 að það flutti í Efstaleiti 1. Útvarpið hafði 5. og 6. hæð hússins til umráða og hálfa 4. hæðina. Þegar útvarpið flutti úr húsinu var hafist handa við breyt- ingar á því. Sjávarútvegsráðu- neytið fékk 6. hæð en Hafrann- sóknastofnunin 4. og 5. hæð. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins var áfram til húsa á 2. hæð og fékk megnið af 3. hæðinni líka. Bókasafnið var sett á 3. hæðina þar sem það hafði verið áður og þótti skynsamlegt að hafa það í miðju hússins. Húsnæði safnsins var stækkað töluvert til að unnt yrði að sameina bæði söfnin á einn stað. Þessi sameining varð að veruleika árið 1991 þegar breyt- ingum á húsnæðinu lauk. Upp frá því hefur safnið verið kallað Sjáv- arútvegsbókasafnið. Óskar Ingimarsson hætti sem bókavörður árið 1971 og var nú- verandi bókavörður, Eiríkur Þ. Einarsson, þá ráðinn til safnsins. Starfsmenn safnsins eru nú tveir, bókasafnsfræðingarnir Eiríkur Þ. Einarsson og Sigurlína Gunnars- dóttir. Hlutverk safnsins Sjávarútvegsbókasafnið er rann- sókna- og sérfræðisafn á sviði matvælafræða, fiskifræði, sjávar- líffræði, haffræði og skyldra greina. Hlutverk bókasafnsins er fyrst og fremst að veita starfs- mönnum Hafrannsóknastofnunar- innar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins aðgang að upplýs- ingum og heimildum vegna rannsókna, náms og kennslu. Sjávarútvegsbókasafnið stefnir að því að vera til fyrirmyndar öðr- um sambærilegum söfnum og mæta þörf fyrir þjónustu við sér- fræðinga, kennara og nemendur með því að • mæta þörfum starfsmanna stofnananna um upplýsingar • veita nútímalega og tækni- vædda upplýsingaþjónustu • veita öllum sem þörf hafa, að- gang að sérhæfðum safnkosti og þjónustu starfsmanna safnsins • að starfa með öðrum bóka- söfnum, innlendum og er- lendum, til að efni þess og þeirrar þjónustu sem stendur til boða verði sem fjölbreytt- ast. Til að ná þessum markmiðum er leitast við að útvega það efni sem er sérfræðingum nauðsynlegt til að stunda rannsóknir og fylgj- ast með þróun og breytingum á rannsóknasviðum sem þeir vinna á. Bókasafnsfræðingar velja efni til safnsins í samráði við starfs- menn og yfirmenn stofnananna, hvort sem um er að ræða bækur eða tímarit. Safnkostur Í Sjávarútvegsbókasafninu eru um 8000 bækur og til safnsins berast um 500-600 titlar tímarita. Tímaritum hefur aðeins fækkað í seinni tíð, vegna þess að áskrift- um hefur verið hætt aðallega vegna kostnaðar. Á ári hverju eru keyptar um 70-100 bækur til safnsins. Flestar bækurnar og tímaritin í safninu eru á ensku, en einnig nokkuð á þýsku og Norð- urlandamálum. Síðustu árin hafa einnig verið keypt myndbönd um sjávarútvegsmál til safnsins. Nokkuð er um efni á geisladisk- um, en þeir virðast vera að detta út aftur vegna þess hve auðvelt er að gera efni aðgengilegt á netinu. Í nokkur ár höfum við hér á Ís- landi haft þá sérstöðu fram yfir önnur lönd að samið hefur verið um landsaðgang að miklum fjölda tímarita við stærstu útgef- endur vísindatímarita í heimin- um. Nú höfum við aðgang að þúsundum tímarita og eru mörg þeirra á áhugasviði starfsmanna stofnananna. Aðgangurinn er um heimasíðu hvar.is og eru öll tíma- rit þar öllum aðgengileg sem hafa aðgagn að nettengdri tölvu. Á heimasíðu Sjávarútvegsbókasafns- ins hefur aðgangur að völdum tímaritum úr þessu safni verið settur upp til að auðvelda starfs- mönnum að finna þau rit og fylgjast með því efni sem þeir hafa mestan áhuga fyrir. Það kost- ar mikla peninga að hafa þennan aðgang og er kostnaður aðallega greiddur af Menntamálaráðuneyt- inu, Landsbókasafni Íslands-Há- skólabókasafni og sérfræðibóka- söfnunum í landinu. Þessi að- gangur er það dýr að til álita hef- ur komið að hætta honum vegna kostnaðar fyrir bókasöfnin. Meira fé þarf að koma frá ríkinu eigi að takast að halda þessu þjóðþrifa- máli áfram. Gagnagrunnar um sjávarút- vegsmál eru ekki margir en sá stærsti, Aquatic Sciences and Fis- heries Abstracts (ASFA), er unnin í samvinnu við FAO í Róm af stofnunum í um 50 löndum. Í Sjávarútvegsbókasafnið Sjávarútvegsbóka- safnið er rannsókna- og sérfræðisafn á sviði matvælafræða, fiskifræði, sjávarlíf- fræði, haffræði og skyldra greina. Eirikur Þ. Einarsson. Höfundur er bókasafns- fræðingur á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.