Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2006, Page 6

Ægir - 01.08.2006, Page 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Ekki fer á milli mála að hér á norðurhjara hefur loft verið að hlýna á undanförnum árum. Flestir telja ástæðuna hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif, sem komi til af mengun and- rúmsloftsins. Aðrir segja að margir samverkandi þættir ráði för í þessari þróun og m.a. bendir Þór Jakobsson, veðurfræð- ingur, á það í viðtali í þessu tölublaði að í aldanna rás hafi alltaf verið miklar veðurfarssveiflur og hlýnun andrúmslofts- ins nú kunni að vera hluti af slíkri sveiflu. Hvað um það, þá liggja staðreyndirnar á borðinu. Íshellan í Norður-Íshafi minnkar ár frá ári. Þetta staðfesta nýlegar gervitunglamælingar bandarískra vísindastofnana Ísspöngin við Austur-Grænland er mun minni að umfangi síðari hluta sumars en fyrir nokkrum árum. Jöklarnir á Íslandi virðast al- mennt vera að hopa. Nægir þar að nefna Snæfellsjökul, sem glöggir menn á nesinu segja að sé ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Það er því ótal margt sem staðfestir það sem fyrir liggur, að andrúmsloftið hér á norðurhjara hefur hlýnað verulega á stuttum tíma. Við landkrabbarnir getum auðvitað glaðst yfir meiri hita, en þessar umhverfisbreytingar eru ekki bara jákvæðar. Það eru óteljandi þættir sem hlýnunin hefur áhrif á. Vatnsbúskap- urinn er eitt. Stórmál auðvitað. Annað stórmál eru fiskistofn- arnir við landið. Hvaða áhrif hefur hlýnunin á þá? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Vísindamenn geta litlu svarað til um þetta. Menn geta sér þess til að áhrifin geti verið á báða bóga, við uppskerum plúsa en einnig stóra mínusa. Það er ósköp eðlilegt að vísindamenn velti því fyrir sér hvort þessi mikla hlýnun sjávarins við Ísland sé mögulega afgerandi þátt- ur í að því er virðist verulega breyttri hegðun loðnunnar. Það getur enginn fullyrt að við höfum gengið of nálægt loðnu- stofninum. Til þess höfum við ekki vísindaleg gögn til þess að styðjast við. Það getur heldur enginn fullyrt að loðnan hafi einfaldlega flúið heita sjóinn við Ísland og haldið norður í höf, þar sem henni líði betur í eilítið kaldari sjó. Þetta er tilgáta, en einungis tilgáta. Það er klárlega eitt af forgangsverkefn- um í hafrannsóknum við Ísland að fá þessari spurningu svar- að. Sumir segja að þorskurinn hafi líka breytt hegðunar- mynstri sínu. Athyglisvert er sem Óli Hjálmar Ólason, trillu- karl í Grímsey, segir hér í viðtali að þorskseiði sjáist ekki lengur við Grímsey, en í ljós hafi komið að þau sé að finna norður við Kolbeinsey, þar sem búast má við að sjórinn sé ei- lítið kaldari. Og þorskurinn heldur sig almennt á mun meira dýpi en áður við Grímsey, væntanlega vegna þess að þar er sjórinn kaldari en í efri lögum. Skötuselur er farinn að veiðast allt í kringum landið, teg- und sem fyrir fáeinum árum var bara að finna fyrir sunnan og suðvestan land. Skýringin er væntanlega hlýnun sjávar fyrir norðan landið. Hlýnun andrúmsloftsins og hærri sjávarhiti við Ísland getur klárlega breytt göngumynstri margra af okkar helstu nytja- stofnum. En það er mörgum spurningum ósvarað í þessum efnum og þær eru óneitanlega áleitnar. Hefjum veiðar á hval! Augljóst er að mikil vinna hefur átt sér stað við að gera skipið klárt fyrir veiðar. Það er nýmálað hátt og lágt. Spilið á dekkinu hefur fengið yfirhalningu og ekki var annað að sjá en að allt virkaði sem skyldi í vélarrúminu. Unnið er að því að skipið fái haffæri á næstu dögum. Það styttist í að við getum séð Hval 9 sigla. Nú vantar bara byssuna fram á stafn en hún er klár og bara að setja hana niður. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við eigum að kappkosta að koma bátnum á veiðar strax í haust. Unnið er því að yfirfara hvalstöðina í Hvalfirði. Krist- ján Loftsson útgerðarmaður á miklar þakkir og heiður skil- inn fyrir þá ótrúlegu þrautseigju sem hann hefur sýnt í bar- áttunni fyrir nýtingu á hvalastofnum. Kristján segir að ekk- ert mál verði að selja afurðirnar og þá er bara að byrja. Við megum ekki bregðast sjálfum okkur í þessu máli. Enginn getur neitað okkur Íslendingum um þann sjálfsagða rétt að stunda rannsóknir á náttúruauðlindum okkar, og nýta þær í atvinnuskyni. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að veiða hvali, - alveg eins og það er rökrétt að menn afli sér tekna með því að fara með ferðamenn í hvalaskoðun. (Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður, í pistli á vef Frjálslynda flokksins) Ekki viðunandi að fiskneysla Íslendinga sé að minnka Mér fannst sérstaklega áberandi og um leið mikið áhyggju- efni að neyslan fer einkanlega minnkandi hjá ungu fólki eins og fram hefur komið í athugunum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Ég hugleiddi þetta heilmikið síðastliðið haust og ræddi við ungt fólk, ekki síst á þeim aldri þegar það fer að hyggja að því að stofna heimili. Flestir töluðu um að þeir borðuðu sjaldan fisk en í rýnihópnum mínum voru ekki síst börnin mín, vinir þeirra og kunningjar. Hópurinn var mjög vel meðvitaður um að fiskur væri sérlega hollur matur og fólkinu fannst það borða fisk of sjaldan. Mér finnst ekki viðunandi að fiskneysla sé að minnka hjá okkur sem fiskframleiðsluþjóð og ein af forsendum þess að við getum haldið fiskafurðum okkar hátt á lofti sé að við séum áfram sú mikla fiskneysluþjóð sem við höfum verið, ein mesta fiskneysluþjóð í heimi. Þannig þarf þetta að vera áfram. Ég trúi því að verkefnið Fiskirí muni stuðla að vitundar- vakningu meðal unga fólksins, sem og annarra, og geri því ljóst að það er ekkert flóknara að elda fisk en að elda ann- an mat. Fyrir nú utan það að fiskurinn er svo óskaplega góður og eftirsóknarverður matur, hversdags og ekki síður þegar maður vill gera sér dagamun í mat. (Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í viðtali á vefsíðu fiskneysluátaksins „Fiskirí“). U M M Æ L I Áhrif hlýnunar andrúmsloftsins aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.