Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2006, Qupperneq 11

Ægir - 01.08.2006, Qupperneq 11
11 F I S K V I N N S L A Kópavogur hefur aldrei verið talinn mikill sjávarútvegsbær. Engu að síður er það svo að í bænum er afar öflug fisk- vinnsla og það sem meira er að umrætt vinnslufyrirtæki er það stærsta í heiminum í vinnslu á ýsu í fimm punda pakkningar. Fyrirtækið er Ís- fiskur, sem hefur verið starf- rækt í fjórðung af öld. Til að byrja með var Ísfisk- ur með starfsemi við Kársnes- braut og var fyrst og fremst í því að vinna ýsu fyrir innan- landsmarkað. Núverandi vinnsluhús fyrirtækisins við Hafnarbraut var síðan byggt fyrir fimmtán árum og starf- semin hefur síðan vaxið og dafnað. Hafin var vinnsla á ýsu í fimm punda pakkningar til úflutnings á Bandaríkja- markað og enn þann dag í dag er það uppistaðan í starf- semi fyrirtækisins. Sérhæfing í ýsu „Við sérhæfum okkur í vinnslu á ýsu í fimm punda pakkningar og höfum náð mjög góðum árangri. Við selj- um ýsuna í gegnum Icelandic USA í Bandaríkjunum og okkar framleiðsla er á bilinu 50-60% af því heildarmagni af ýsu í fimm punda pakkning- um sem Icelandic USA dreifir og selur í Bandaríkjunum. Staðreyndin er sú að við erum í dag stærstir í heimin- um í framleiðslu á ýsu í þess- ar pakkningar,“ segir Albert Svavarsson, framkvæmda- stjóri og aðaleigandi Ísfisks, en hann á meirihlutann í fyr- irtækinu á móti þeim bræðr- um Óskari og Karli Karlssyni, sem byggðu fyrirtækið upp af miklum myndarskap en hafa nú smám saman verið að minnka sinn eignarhlut. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns, erlendir starfs- menn eru þar í miklum meiri- hluta, en raunar hafa margir þeirra starfað hér á landi árum saman. Um 2.500 tonn af hráefni á ári Í gegnum vinnslu Ísfisks fara um 2.500 - 3.000 tonn á ári og er nær allt hráefni keypt á fiskmörkuðum. Albert segir að fleiri kostir en gallar séu því samfara að kaupa hráefn- ið á fiskmörkuðum. Hráefnis- gæði séu ótvíræð, enda sé alltaf verið að vinna glænýtt hráefni. Hins vegar sé því ekki að leyna að margir þeir bátar sem leggi upp á fisk- mörkuðunum séu smábátar og eigi erfitt með að sækja hráefnið þegar veður séu vá- lynd. Þess vegna komi þeir dagar yfir vetrarmánuðina að lítið framboð sé á mörkuðun- um. Ætla að stækka vinnsluna í vetur Til stendur að auka vinnsluna hjá Ísfiski. Í vetur er ráðgerð 600 fermetra viðbygging við núverandi hús við Hafnar- braut, sem þýðir í raun 80% stækkun á núverandi vinnslu- rými. Þetta þýðir að stefnan er tekin á að vinna úr 3.500 - 4.000 tonnum á ári. „Við ætlum að halda okkar stöðu á Bandaríkjamarkaði og höfum ekki í hyggju að draga úr framleiðslunni inn á þann markað, þó svo að doll- arinn hafi verið okkur eilítið andsnúinn á síðustu misser- um. En framleiðsluaukning gefur okkur færi á að hasla okkur líka völl inn á aðra markaði. Til dæmis hefur ver- ið góður markaður fyrir ýsu í Bretlandi. Það er út af fyrir ekki æskilegt að hafa öll egg- in í sömu körfunni. Þess vegna höfum við líka verið að horfa til Evrópu,“ segir Al- bert Svavarsson. Is „ le e P Ísfiskur hefur sérhæft sig í vinnslu á ýsu í hinum klassísku fimm punda pakkning- um. Ísfiskur hefur sérhæft sig í vinnslu á ýsu fyrir Bandaríkjamarkað: Stærstir í heim- inum í fimm punda pakkn- ingum í ýsu Um 2.500 tonn af hráefni fara nú í gegnum vinnsluna hjá Ísfiski, en með stækkun vinnslunnar í vetur er stefnan að auka hráefnisflæðið í 3.500 til 4.000 tonn á ári. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 11

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.