Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2006, Qupperneq 12

Ægir - 01.08.2006, Qupperneq 12
12 H A F Í S Fyrir skömmu var kynnt sú niðurstaða bandarískra vís- indamanna, sem þeir byggðu á gervitunglamyndum, annars vegar teknum árið 2005 og hins vegar teknum árið 2004, að íshellan í Norður-Íshafi hafi minnkað um sem nemur 14%. Þetta eru sláandi tölur og segja meira en mörg orð. Hlýnunin á norðurhveli jarðar segir til sín með afgerandi hætti. Þór Jakobsson, hafíssér- fræðingur á Veðurstofu Ís- lands, sem hefur lengi fylgst með þróun hafíss í Norður-Ís- hafi, við Austur-Grænland og Ísland, segir þessa niðurstöð- ur Bandaríkjamannanna at- hyglisverðar og þær beri að taka alvarlega. Hins vegar segir Þór að ef til vill megi að hluta skýra þessar miklu breytingar milli ára með því að vindar í Norður-Íshafi á því ári sem leið á milli mæl- inganna, hafi verið þess eðlis að ísinn hafi þétt sig meira en áður. En hafi það verið raun- in, þá skýri það ekki nema hluta af þessari minnkun haf- íshellunnar. „Frá 1960, þegar menn byrjuðu að fylgjast með íshellunni á þessum slóðum, hefur útbreiðsla íssins og þykkt hans minnkað smám saman og þessi munur milli áranna 2004 og 2005 er vissu- lega sláandi. Ísinn sjálfur end- urvarpar miklu af sólargeisl- unum og því nýtast þeir ekki að marki til þess að hita upp. Þegar hins vegar verður auð- ur sjór þar sem áður var ísi lagt, verður breyting á þessu og sólargeislarnir fara að nýt- ast til hlýnunar hafsins á þessum slóðum,“ segir Þór. Breyting á lífríki - auknir möguleikar í siglingum Þór segir að vissulega geti svo mikil bráðnun íss á norð- urslóðum haft víðtæk áhrif. „Hitaskil í snjónum hafa færst norðar og það hefur m.a. áhrif á átu og annað sem því fylgir. Við höfum heyrt af breyttri hegðun loðnunnar, sem virðist leita norðar í kaldari sjó. Þetta getur gerst og því er afar mikilvægt að vísindamenn fylgist vel með þróun mála. Sjálfur hef ég verið að pré- dika um að með bráðnun íss á norðurslóðum opnist mögulega norðursiglingaleið- in og því fylgi ýmsir mögu- leikar fyrir okkur Íslendinga varðandi umskipun. Jafnvel þótt menn séu ekki á horfa á siglingaleiðina norður í Kyrrahafið, þá eru heilmikil umsvif norður af Skandinavíu og má þar nefna t.d. olíuleit og þá má ekki gleyma olíu- flutningum frá Múrmansk í Rússlandi,“ segir Þór og bætir við að minni ís hér norður frá auki möguleika á siglingum skemmtiferðaskipa á norður- slóðir, t.d. til Svalbarða, en þær siglingar eru nú þegar orðnar nokkuð tíðar.“ Mengun eða breyting á sólar- ljósi Þótt flestir hallist að því að meginorsökin fyrir dvínandi ís á norðurslóðum sé meng- un og gróðurhúsaáhrif af hennar völdum, þá telja sum- ir vísindamenn og Þór er þar á meðal, að margt fleira komi til. Í gegnum árþúsundin hafi alltaf orðið miklar sveiflur í veðurfari, löngu áður en Iðn- byltingin varð og mann- skepnan fór að láta til sín taka við mengun andrúms- loftsins. Sumir vísindamenn telji að einhver hluti skýring- arinnar sé breyting á sólar- geislum, sem menn hafi til þessa talið að væri óbreytan- leg stærð, en með nýjustu tækni séu menn nú farnir að geta mælt sólarljósið og breytingar á því. En eru líkur til þess að minnkandi ís í Norður-Íshafi Hafísinn lætur áfram undan síga í Norður-Íshafi - margvísleg áhrif, sem eru ófyrirséð - segir Þór Jakobsson, hafíssérfræðingur Samkvæmt samanburðarmælingum bandarískra vísindamanna hefur hafísinn í Norður-Íshafi minnkað um 14% á milli áranna 2004 og 2005. Þetta eru sláandi miklar breytingar. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 12

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.