Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2006, Side 13

Ægir - 01.08.2006, Side 13
13 H A F Í S S K I P A S A L A hafi áhrif á veðurfar á Íslandi? „Já, það er líklegt,“ segir Þór, alveg eins og maður sér á Grænlandi að jökullinn hef- ur minnkað á undanförnum árum. Grænlandshæðin svo- kallaða virðist eiga erfiðara uppdráttar og því er ekki eins bjart yfir Grænlandi og áður. Það má alveg hugsa sér að það verði meiri uppgufun frá hafi sem áður var ísi lagt og við það myndast aukinn raki. En þetta er geysilega flókið samspil margra þátta og nokkuð erfitt að spá fyrir um. Austur-Grænlandsstraumurinn heldur okkur við efnið Við Austur-Grænland segir Þór ljóst að hafísinn hafi minnkað verulega undanfarin fjögur ár, fyrst og fremst þó eldri ís. Eftir sem áður verður til ís yfir vetrarmánuðina, en það gengur hraðar á eldri ís en áður. „Það má líkja þessu við jöklana, þeir eru smám saman að hopa en síðan bæt- ir snjó á þá yfir vetrarmánuð- ina,“ segir Þór. Síðustu tvö sumur var Þór á Grænlandi og hann segir greinilegt að þar hafi orðið umtalsverðar breytingar. Á allra síðustu árum hefur þró- unin verið sú að á haustin, þegar ísinn er minnstur, hafa suðurmörk ísbreiðunnar færst norður um mörg hundruð kílómetra. „Þessi breyting á ísnum við Austur-Grænland hefur sannfært mig um að það er eitthvað mikið að ger- ast,“ segir Þór. Jarðvísindamenn hafa fengist við mælingar á sjálfri íshellunni á Grænlandi og segir Þór ekki hafa á reiðum höndum upplýsingar um hvernig hún hafi breyst á allra síðustu árum. Hins vegar hafi skriðjöklarnir mjókkað verulega á allra síðustu árum og ýmsar aðrar breytingar í náttúrunni staðfesta hlýnun andrúmsloftsins á þessum slóðum. Hins vegar ber að hafa í huga að hinn kaldi Austur-Grænlandsstraumur, sem kemur langt norður úr höfum, vinnur á móti hlýnun andrúmsloftsins á þessum slóðum „og það má segja að Austur-Grænlandsstraumurinn muni halda okkur Íslending- um við efnið, af hans völdum munum við fá áfram kalda veðurfarskafla enn um sinn,“ segir Þór Jakobsson. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Rússar eru á höttunum eftir skipakosti frá Íslandi, með það að markmiði að endur- nýja löngu úreltan og ryðgað- an skipakost sinn. Að undan- förnu hafa verið seld skip frá Íslandi til Murmansk í Rúss- landi og segir Þórir Matthías- son hjá Viðskiptahúsinu að Rússarnir hafi sýnt því áhuga að kaupa fleiri skip héðan. Það hefur legið lengi fyrir að Rússar þyrftu að endur- nýja skipakost sinn. Þórir Matthíasson segir að þeir horfi töluvert til Íslands í þeim efnum vegna þess að hér eru skip og bátar í góðu ásigkomulagi. Undir lok sept- ember hafði Viðskiptahúsið milligöngu um sölu togskips- ins Hafnareyjar SF-36 til Mur- mansk og í pípunum voru tvær aðrar sölur. Ætlunin er að gera Hafnarey, sem var smíðuð árið 1983 og lengd árið 1999, út á togveiðar í Barentshafi. Eftir langvarandi efnahags- þrengingar í Rússlandi virðist vera að rætast eitthvað úr og eru Rússar nokkuð stórhuga um þessar mundir og sækjast í auknum mæli eftir vel með förnum togskipum. Rússarnir eru tilbúnir að greiða mark- aðsverð fyrir skipin, segir Þórir Matthíasson og bætir við að eftir sem áður séu við- skiptin við Rússa nokkuð þung í vöfum, kerfið sé svifa- seint og hlutirnir taki lengri tíma en við eigum að venjast. Rússar vilja togskip frá Íslandi Hafnarey SF-36 við bryggju í Reykjavík, en skipinu var siglt áleiðis til Murmansk undir lok september sl. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.