Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2006, Síða 18

Ægir - 01.08.2006, Síða 18
18 S A G A N Galathea leiðangurinn leitar Hans Hedtoft Það er nokkuð ljóst hvar skipið nákvæmlega sökk og því hafa nokkrum sinnum verið gerðir út leiðangrar til þess að freista þess að finna flak „Hans Hedtoft“, en án ár- angurs. Síðast var þetta hafs- svæði skannað nákvæmlega í september sl. þegar hinn svo- kallaði Galathea rannsókna- leiðangur var á þessum slóð- um, en hann er gerður út á varðskipinu Vædderen, sem Íslendingar kannast vel við. Vædderen fór oft yfir svæðið og freistuðu vísindamennirnir um borð að sjá einhver merki um skipið, en allt kom fyrir ekki. Mögulega hefur skipið á þessum tæpu fimmtíu árum grafist niður í leirkenndan botninn og því koma ekki fram neinar vísbendingar um skipið þó svæðið sé skannað með nýjustu og fullkomnustu mælitækjum. Titanic 2 Þessi ótrúlega hörmungarsaga um Hans Hedtoft minnir óneitanlega sláandi mikið á Titanic. Bæði skipin voru í jómfrúarferðum sínum, bæði voru skipin talin ósökkvandi og bæði skipin rákust á ísjaka og sukku í kjölfarið. Hans Hedtoft var hannað sérstaklega til þess að stand- ast áraun hafíss og því kom það eins og köld vatnsgusa framan í fólk þegar spurðist út að skipið hefði þurft að láta í minni pokann fyrir haf- ís. Hans Hedtoft var 2.800 brúttórúmlestir að stærð. Skipið var í alla staði mjög vel útbúið, m.a. var það sér- styrkt til þess að sigla í ís og vatnsþétt skilrúm áttu að gera það að verkum að þótt gat kynni að koma á einum stað á skipið, þá átti það að megna að standa það af sér. Um borð voru þrír 35 manna björgunarbátar, tveir 20 manna og fjórir 12 manna gúmmíbjörgunarbátar með sjálfvirkum neyðarsendum. Öryggismálin voru því í önd- vegi og raunar mun meira lagt upp úr þeim í þessu skipi en áður hafði þekkst. En það dugði þó ekki til. 95 manns um borð Hans Hedtoft lagði upp í hina örlagaríku ferð frá Kaup- mannahöfn þann 7. janúar 1959 og var ferðinni heitið til Julianehåb á Grænlandi. Um borð voru 40 í áhöfn og 55 farþegar - bæði fullorðnir og börn. Meðal farþega var danski þingmaðurinn Augo Lynge. Ferðin til Grænlands gekk afar vel og þótti skipið í alla staði hreint frábært. Hraðinn var mikill og þægindin um borð engu lík. Frá Julianehåb lá leiðin til fleiri bæja á Grænlandi, m.a. Godthåb, Manitsoq og Sisimiut, en frá Julianehåb var lagt í ‘ann áleiðis til Kaupmannahafnar þann 19. janúar kl. 21.15. Leiðin lá í suður og fyrstu dagana var siglingin tíðinda- laus og gekk vel. Þann 30. janúar fór hins vegar að gefa á bátinn og kl. 13.56 barst neyðarkall frá skipinu þess efnis að það hefði rekist harkalega á borgarísjaka, um það bil 20 sjómílur suðuaust- ur af Hvarfi, syðsta odda Grænlands. Klukkan 15.12 bárust síðan aftur þær fréttir frá skipinu að það væri umlukið borgarísjökum og allt bendi til þess að það væri að sökkva. Skipverjar á þýska togaranum Johannes Kruss frá Bremerhaven, sem voru staddir um 25 sjómílur í aust- ur frá Hans Hedtoft heyrðu neyðarkallið og sigldu rak- leiðis í átt að skipinu. Ferðin sóttist hins vegar seint vegna hafíss og hríðarhraglanda. Klukkan 17.41 bárust síð- ustu skilaboðin frá Hans Hedtoft - „Við erum hægt og bítandi að sökkva“ og um 25 mínútum síðar heyrðu skip- verjar á Johannes Kruss SOS- merkið frá skipinu. Ekkert varð að gert. Þetta ósökkvandi skip hafði látið í Hið ósökkvandi danska skip hvílir á botni sjávar um 20 mílur suðaustur af Hvarfi: Gátan um Hans Hed- toft ennþá óleyst - leit Galathea rannsóknaleiðangursins í september sl. að flakinu bar ekki árangur „Við erum hægt og bítandi að sökkva“. Þetta voru síðustu skila- boðin frá danska skipinu „Hans Hedtoft“ klukkan 17.41 þann 30. janúar árið 1959, en þá var skipið statt suður af Hvarfi á Grænlandi. Þessi skipsskaði hefur allar götur síðar verið mönn- um mikil ráðgáta, en þetta var jómfrúarferð skipsins og um borð voru 95 manns - allir fórust. Hans Hedtoft var glæsilegt skip. Það var sagt ósökkvandi, en annað kom á daginn, rétt eins og með Titanic forðum daga. Margt fyrirmenna í Dannmörku var viðstatt sjósetningu Hans Hedtoft, enda var hvergi til sparað að gera skipið glæsilegt. Og það er til marks um hversu stórt verkefnið var að skipið var látið heita í höfuð Hans Hedtoft, sem var formaður Jafnaðarmannaflokksins danska og forsætisráðherra í Danmörku 1947-1950 og 1953-1955. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 18

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.