Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2006, Page 20

Ægir - 01.08.2006, Page 20
20 K A R F I Vísindamenn hafa lengi átt erfitt með að átta sig á tengslum karfastofna á Ís- landsmiðum og hafsvæðinu á Reykjaneshrygg djúpt suðvest- ur af landinu. Til að reyna að varpa ljósi á þessi tengsl hafa verið gerðir út leiðangrar und- anfarin ár á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar til að merkja karfa með rafeinda- merkjum frá Stjörnu-Odda, en þessi merki geta veitt afar mikilsverðar upplýsingar um hátterni karfans og í tímans ráðs ráðið gátuna um framan- greind tengsl. Fjórir rannsóknaleiðangrar Í það heila hafa verið gerðir út fjórir rannsóknaleiðangrar frá árinu 2003 til þess að merkja karfa. Sá fyrsti í októ- ber 2003, annar í júní 2004, sá þriðji í júní 2005 og sá fjórði var farinn nú í haust. Í ár var markmiðið að merkja úthafskarfa, sem held- ur sig í efri lögum sjávar á því sem Hafrannsóknastofn- unin kallar „ytra svæði“, sem er um 200 sjómílur suður af Hvarfi. Ekki reyndist unnt að merkja nema 76 karfa, þar af 9 með rafeindamerkjum, og því var ákveðið að færa merkingasvæðið til og merkja karfa á svipuðum slóðum og 2004 og 2005. Þar voru 570 karfar merktir, þar af 28 með rafeindamerkjum. 37 karfar hafa endurheimst Í þremur leiðöngrum sem farnir voru 2003-2005, voru 900 djúpkarfar merktir í Skerjadjúpi og Grindarvíkur- djúpi djúpt suðvestur af land- inu og um 1.000 úthafskarfar í úthafinu við og innan 200 mílna lögsögu Íslands suð- vestur af landinu á allt að 800 m dýpi. Til þessa hafa 37 kar- far endurheimst, flestir þeirra í náumunda við merkingar- stað. Þó sýna niðurstöður að karfinn er töluvert á ferðinni og hafa t.d. fiskar merktir í Grindarvíkurdjúpi endur- heimst bæði austur og vestur af landinu. Tveir karfar sem merktir voru á úthafskarfa- slóð við Reykjneshrygg endurheimtust á landgrunns- kantinum vestur af landinu. Einstakur búnaður Á sínum tíma var það stór- merk uppgötvun þegar Haf- rannsóknastofnuninni í sam- vinnu við Stjörnu-Odda tókst að þróa búnað til þess að merkja karfa neðansjávar, en illa gekk að merkja karfa með venjulegum fiskamerkj- um vegna þess að erfitt gekk að halda lífi í karfanum þegar hann var dreginn upp undir yfirborð sjávar. Eftir margra ára þróun slíks búnaðar var karfi fyrst merktur í leiðangri Hafrannasóknastofnunarinnar í október 2003. Merktir voru 200 djúpkarfar í Skerjadýpi með þessum nýja búnaði og gaf hann strax mjög góða raun. Þessar merkingar mörk- uðu tímamót því ekki hafði áður verið vitað um í heimin- um að fiskur væri merktur á svo miklu dýpi Nokkrum dögum síðar kom í ljós eitt slíkt merki þeg- ar verið var að vinna karfa hjá Nesfiski í Garðinum. Þessi fiskur var að öllum líkindum veiddur af togaranum Berglín frá Sandgerði, þremur til fjór- um dögum eftir að karfnn var merktur á Skerjadýpi. Rafeinda- og plastmerki Merkingarbúnaðurinn sem Hafró og Stjörnu-Oddi hafa þróað við þessar rannsóknir er festur við trollið. Þegar karfinn syndir síðan í gegn- um tækið er skotið í hann merki og honum sleppt. Um er að ræða annars vegar raf- eindamerki og hins vegar plastmerki. Þau plastmerki sem enduheimtast geta sagt til um ferð karfa milli svæða, en rafeindamerkin gefa einnig upplýsingar um hita- stig sjávar og dýpi sem karf- inn heldur sig á. Kristján Kristinsson, sér- fræðingur á Hafrannsókna- stofnunnni, sem var leiðang- ursstjóri í leiðangrinum í haust, segir að nú þegar hafi verkefnið gefið góða raun og hann vænti þess að haldið verði áfram með það á næstu árum, enda taki langan tíma að fá marktækar niðurstöður. Kristján segir að nú þegar hafi þó fengist þær upplýs- ingar að karfinn fari nokkur hundruð sjómílna vegalengd milli svæða. Fylgjast með ferðum karfans Í það heila hafa verið gerðir út fjórir rannsóknaleiðangrar frá árinu 2003 til þess að merkja karfa. Slippurinn augl sem kemur í dag aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 20

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.