Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2006, Side 23

Ægir - 01.08.2006, Side 23
23 Æ G I S V I Ð T A L I Ð stendur í misjöfnum veðrum dag eftir dag..“ Það fer ekki fram- hjá nokkrum manni að stutt er í húmorinn, sem hlýtur að vera mikils virði fyrir mann eins og Óla Hjálmar, sem hefur glímt við Ægi frá blautu barnsbeini. Sjórinn gleypti fyrsta veiðarfærið Óli Hjálmar er Grímseyingur í húð og hár og hefur meira og minna alið allan sinn aldur þar. Snemma beygðist krókurinn, ekkert annað kom til greina en að fara á sjóinn ungur að árum. Þá eins og nú snérist vitanlega allt mannlíf í Grímsey um sjó- sókn. Gjöful fiskimið allt í kringum eyna voru og eru enn þann dag í dag matarkista Grímseyinga. „Blessaður vertu, það þætti skrítið nú til dags ef krökkum væri hleypt sjö ára gömlum á sjó, en þannig var það í þá daga. Við vorum tveir sjö ára gutt- arnir, ég og Helgi Sigfússon, sem fengum lánaðan bát hjá afa Helga og hófum útgerð! Ég gleymi því aldrei að pabbi, Óli Bjarnason, bjó út fyrir mig þessa líka fínu sökku með tveimur önglum og ég fór hróðugur með þetta veiðarfæri í fyrsta róður- inn austur fyrir ey. Mér var svo brátt að fara að fiska að ég kastaði sökkunni út án þess að binda hana í færið! Við vorum lengi að reyna að krækja í sökkuna, en það tókst aldrei. Þessi fyrsti róður varð því ekki til fjár og pabbi hafði á orði að fall væri fararheill. Mér var létt að hann skyldi taka þessu svona vel því ég átti allt eins von á því að hann myndi hundskamma mig fyrir gáleysið. Það þótti sem sagt ekki tiltökumál þótt tveir svona ungir pollar væru að róa til fiskjar og ég man eftir að stundum vor- um við að fiska ágætlega, komum með 2-300 kg eftir róðurinn. Við fengum ströng fyrirmæli um að út fyrir ákveðna línu mætt- um við aldrei fara og með okkur var vel fylgst úr landi.“ Löngunin til að veiða er lykilatriði – segir aflaklóin Óli Hjálmar Ólason í Grímsey, sem hefur nú hætt á sjónum eftir meira en sex áratuga sjómennsku „Ég vona sannarlega að þrátt fyrir að þessi kvóti fari úr eynni gangi þetta vel hjá þeim og ég er bjartsýnn á framtíð Grímseyjar. Ungt fólk hefur sest þar að og ungir menn farið í útgerð.“ Bankarnir breiddu út faðminn og sögðu okkur að við skyldum bara kaupa eins mikið af kvóta og við gætum aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.