Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2006, Side 36

Ægir - 01.08.2006, Side 36
36 S I L U N G S V E I Ð I Héðinn Sverrisson, veiðibóndi á Geiteyjarströnd í Mývatns- sveit, telur það mikla einföld- un að því sem næst enga veiði í Mývatni á undanförnum árum megi skella á Kísiliðj- una. Hann telur að þarna komi til ýmsir umhverfisþættir og töluverðar líkur séu á að aflabrest í vatninu megi rekja til Kröfluelda á áttunda ára- tugnum. Uppbygging veiðistofns taki nokkur ár Veiðimálastofnun og Rann- sóknastöðin við Mývatn hafa árlega staðið fyrir úttekt á stofnstærð og ástandi silungs í Mývatni, en þessar rann- sóknir hafa staðið yfir sam- fellt í tuttugu ár. Undanfarin ár hefur stofnstærð silungs í vatninu verið afar lítill og afli úr vatninu þar af leiðandi lít- ill. Niðurstöður rannsóknanna í ár voru kynntar nýverið á vef Veiðimálastofnunar og þar segir orðrétt: „Í ljósi bágs ástands sil- ungastofnsins hefur verið lagt til að veiði úr vatninu verði sem allra minnst á meðan þetta ástand varir. Það er til að hlífa riðasilungi til aukn- ingar nýliðunar þegar og ef átuástand í vatninu batnar en silungsfæð stafar að mestu leyti af lélegu átuástandi. Slíkt ástand hefur varað mörg und- anfarin ár. Þótt silungurinn í Mývatni sé liðfár varð sú breyting nú að hann var yfir- leitt í góðum holdum og kornáta og langhalafló uppi- staðan í fæðu bleikjunnar en urriði var að mestu leyti að éta hornsíli. Breyting á fæðu vekur vonir um að bjartar geti verið framundan með veiði í vatninu þótt uppbygg- ing veiðistofnsins komi til með að taka a.m.k. nokkur ár. Ljóst er að veiðileysi kem- ur illa við marga veiðibændur við Mývatn en það er eitt af fáum vötnum hér á landi þar sem veiðikunnátta, veiðiá- stundun og verkunaraðferðir á silungi eru enn til staðar. Lauslega má áætla að meðal- veiði úr Mývatni hafi skilað veiðibændum 6-9 milljónum á ári og hefur veiðileysi því áhrif á afkomu þeirra.“ Ekkert ungviði til „Það er ómögulegt að segja til um hvað veldur þessu. Auðvitað eru allskonar kenn- ingar á lofti. En það liggur al- veg fyrir að eftir Mývatnselda hina fyrri þvarr veiði í Mý- vatni í þrjátíu ár og það má segja að það sama hafi gerst núna nema að þetta er í stærri stíl með landrisi og hitnun á grunnvatni. Þetta virðist allt hafa haft áhrif á fæðukeðjuna í vatninu, iðu- lega virðist fiskurinn hrein- lega ekki hafa neitt að éta. Reyndar virðist vera eilítill bati núna með átuna, en það er aftur á móti ekki til neitt ungviði til þess að éta hana,“ segir Héðinn Sverrisson, veiðibóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, sem man tím- ana tvenna með veiði í Mý- vatni, en hann hefur árum saman veitt í vatninu og rek- ur eitt af stærri reykhúsum fyrir silung á landinu. „Það veiddist nánast ekki neitt í Mývatni í sumar. Sérstaklega sást ekkert af smáum fiski. Það hefur verið smá reytingur af urriða, en bleikjan sést varla lengur. Það er ekki gott að segja hvað þetta kann að segja til um veiði á næstunni, sumir telja að það verði nær örugglega ekki veiði í vatn- inu fyrr en í fyrsta lagi 2010, sem er rökrétt því að við för- um ekki að veiða fiskinn fyrr en hann er 3ja til fjögurra ára gamall og núna finnast engin seiði. Núna er hugmyndin að ná klakfiski og klekja í eldis- stöð og sleppa seiðum. Það hefur verið gert áður, árið 1977, eftir dapra veiði í vatn- inu. Klakið það sama ár tókst mjög vel og öll þéttriðin net voru full af smásilungi. Síðan kom til átuþurrð og allur þessi fiskur drapst.“ Þrjátíu veiðiréttarhafar Um þrjátíu veiðiréttarhafar eru í Mývatni og þar af skiptir veiðin í vatninu um tuttugu aðila miklu máli. Héðinn Sverrisson er einn þeirra. Hann reykir um 20 tonn af „Það veiddist nánast ekki neitt í Mývatni í sumar. Sérstaklega sást ekkert af smáum fiski. Það hefur verið smá reytingur af urriða, en bleikjan sést varla lengur.“ Eins og sést á þessari mynd, sem Veiðimálastofnun hefur unnið, hefur veiði úr Mý- vatni minnkað gríðarlega mikið á undanfaörnum árum. aegirsept2006 10/11/06 2:55 PM Page 36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.