Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2006, Page 38

Ægir - 01.08.2006, Page 38
38 N O R R Æ N T S A M S T A R F NORA - Norræna Atlantsnefndin: Styrkir verkefni á sviði auðlinda sjávar NORA er skammstöfun fyrir Norrænu Atlantsnefndina, eða Nordisk Atlantssamarbejde, og er samstarfsvettvangur Ís- lands, Færeyja, Grænlands og Norður- og Vestur-Noregs. NORA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og er hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasam- vinnu og hefur starfað frá ár- inu 1996. Höfuðskrifstofan er staðsett í Þórshöfn í Færeyj- um. Á Íslandi er tengiliðurinn hjá Byggðastofnun. Segja má að starfsemi NORA snúist um verkefna- samstarf og að styrkja sam- starfsverkefni aðildarlandanna sem tengjast þróun atvinnu- lífs, nýsköpun og rannsókn- um. Markmiðið með starfi NORA er að hvetja til og efla samvinnu innan svæðisins, að koma á samstarfi við aðra sem vinna að svipuðum verk- efnum, að miðla þekkingu og reynslu milli landanna og að stuðla að rannsóknum og þróun. Norræna ráðherranefndin fjármagnar NORA að stærst- um hluta og fram að þessu hefur einnig komið framlag frá Lánasjóði Vestur-Norður- landa. Nú verður breyting þar á og frá og með árinu 2007 leggja aðildarþjóðirnar sjálfar fram fjármagn að svipaðri fjárhæð og áður kom frá Lánasjóðnum. Styrkir veittir tvisvar á ári Verkefnastyrkir NORA hafa fram til þessa verið veittir einu sinni á ári, að vori. Nú er sú breyting gerð að úthlut- að verður tvisvar á ári, að vori og hausti og er fyrsti haustumsóknarfrestur þann 25. október n.k. Heildarpott- urinn að þessu sinni er þó ekki jafn hár og s.l. vor. Styrkfjárhæðir til einstakra verkefna geta numið frá 50 þúsund dkr. og að 500 þús- und dkr. árlega og er miðað við að styrkur nemi ekki yfir 50% af heildarkostnaði verk- efnis. Styrkir eru veittir til eins árs í senn og hvert verk- efni fær að hámarki styrk í þrjú ár. Miðað er við að verk- efnin séu í samstarfi a.m.k. tveggja aðildarþjóða og er hægt að veita styrki til fyrir- tækja og/eða stofnana. Verk- efnin skulu hafa nýsköpunar- gildi, tengjast atvinnuþróun og stuðla að miðlun þekking- ar, sbr. markmiðin hér að ofan. Fjögur svið NORA tekur mið af fjórum sviðum við úthlutun styrkja, en stundum er einnig lögð áhersla á ákveðið þema. Þessi fjögur meginsvið eru: - Auðlindir sjávar; að verk- efnin stuðli á sjálfbæran hátt að fullnýtingu auð- linda, aukaafurða, eldi og framleiðslu á sjávaraf- urðum og tengdra greina og að þróun framleiðslu- aðferða og búnaðar - Ferðaþjónusta; verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menn- ingartengdrar ferðaþjón- ustu - Upplýsingatækni; verk- efni sem stuðla að hag- nýtingu upplýsingatækni og þróun hugbúnaðar- lausna til eflingar at- vinnulífs - Annað samstarf; verkefni sem efla fámenn byggð- arlög Nokkur íslensk verkefni Þátttaka Íslendinga í verkefn- um styrktum af NORA hefur verið mjög góð, en Íslending- ar hafa tekið þátt í u.þ.b. 50 verkefnum á árunum 2000- 2006, eða að jafnaði um 70- 90% heildarfjölda verkefna sem styrkt eru. Árangur af verkefnunum er góður þegar horft er til þekkingarmiðlun- ar, rannsókna, markaðssókn- ar og samstarfs milli land- anna. Af íslenskum verkefn- um sem styrkt hafa verið má nefna verkefni MarOrku sem nefnist Bætt orku- og efn- isnýting í skipum, en það miðar að þróun orkustýring- arkerfis um borð í skipum. Samstarfsaðilar voru frá öllum NORA-löndunum. Verkefni um þróun nýrra aðferða við kræklingaeldi var unnið í samstarfi við Norðmenn, en fyrirtækið Breið og Veiði- málastofnun voru íslensku þátttakendurnir. Þá má nefna þróun á rafrænni afladagbók í samvinnu við Færeyinga, en Sjávarútvegsstofnun HÍ og Radiomiðun tóku þátt í því verkefni af Íslands hálfu. Hægt væri að telja upp mun fleiri verkefni á sviði sjávarút- vegs, en einnig hafa verið styrkt verkefni úr öðrum geir- um, t.d. ferðaþjónustu. NORA tekur mið af fjórum sviðum við úthlutun styrkja. Þessi fjögur meginsvið eru: Auðlindir sjávar; að verkefnin stuðli á sjálf- bæran hátt að fullnýtingu auðlinda, aukaafurða, eldi og framleiðslu á sjávarafurðum og tengdra greina og að þróun fram- leiðsluaðferða og búnaðar. aegirsept2006 10/11/06 2:55 PM Page 38

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.