Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 3
II. árg. 2. tbl. 1939.
MAL OG MENNING
Til félagsmanna.
Tvær ólíkar skáldsögur.
Með þessu hefti fá félagsmenn í hendur skáldsöguna Austan-
vindar og vestan, eftir Nobelsverðlaunahöfundinn Pearl Buck.
Er þessi saga kom fyrst út í Ameríku, vakti hún mikla eftir-
tekt, og varð uppliafið að frægðarorði skáldkonunnar, þó að
skáldsagnaflokkurinn, sem hefst með Góðu landi, þyki mesta
ritverk hennar. Austanvindar og vestan stingur mjög í stúf við
bók eins og Móðurina eftir Gorki. Hún lýsir yfirstéttarfjölskyldu
í Kína, fáguðum siðum, aldagrónum, óbifanlegum venjum, en
þó í sterkum árekstrum við nýja erlenda siði. Það eru andstæð-
urnar milli austursins og vestursins, sem höfundurinn hregður
Ijósi yfir, andstæðurnar milli liinna tveggja heima, Kina og
Ameriku, sérstaklega í ytri háttum og lífsvenjum. Þeir, sem eru
óánægðir með Móðurina, þola ekki „áróður" hennar gegn keis-
araharðstjórninni rússnesku, koma ekki auga á hina skáldlegu
fegurð og dýpt, þykir sagan beizk og miskunnarlaus og rista
of djúpt í félagslegar meinsemdir, fá hér bók af allt öðru tagi,
hógværa, fágaða, dregna mildri sættandi hendi konunnar. Ég
vona hins vegar, að þeir, sem hrifnastir eru af Móðurinni, eigi
frjálslyndi til að meta listfengi þessarar sögu, þó að þeim kunni
að þykja efni hennar fjarlægt sér, svo að austrið og vestrið i
félagi okkar eigi eftir að sættast á báðar sögurnar og mætast,
eins og í bók Pearl Buck, í nýrri einingu frjálslyndari, rýmri
sjónarmiða á skáldverkum.
Rit um íbúðir og hýbýlaprýði verður fimmta bók
Máls og menningar.
Ákvörðun hefur verið tekin um val fimmtu bókarinnar í ár.
Verður það rit um hagkvæma innréttingu á húsum í sveitum
og bæjum, byggingarstíl, hentug og ódýr húsgögn, umgengni á
heimilum, hýbýlaprýði, hreinlæti, skipulag húsagarða o. fl. Bók-
in verður skreytt allmiklu af myndum og teikningum. Ég býst
við, að útgáfan verði sem mest sniðin eftir „Vatnajökli", en get-
ur þó varla orðið eins stór bók. Þetta verður nýstárlegt rit, það
Ittl
malogmemhino
■III
25