Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Síða 11
livert smáatvik í umræðum um dægurmál blossar móðursýkin
upp i brjóstumkennanlegum myndum. Einum aðilja getur ekki
orðið á svo hégómleg skissa, að hinn sé ekki reiðubúinn að
öskra sig hásan yfir hneykslinu. Engin fáryrði geta ritararnir
hitt á, nægilega tryllt, hverir um aðra, enda eru þessir sjúku
menn vel á veg komnir að vana málið getu til að láta í ljós
karlmannleg skapbrigði. Aðdróttanir um þyngstu glæpi, eins og
landráð og föðurlandssvik, eru orðin nokkurs konar „house-
hold vvord“, og álika hégómleg og marklaus eins og þegar
krakkar æpa á eftir akandi mönnum: „manni, manni, hjólin
snúast“, eða þess háttar. Þeir, sem vanir eru að lesa dagblöð
siðaðra þjóða, fá ekki varizt þeirri ályktun, að riturum is-
lenzkra dagblaða væri sízt vanþörf á að taka sér nokkurra mán-
aða hvíld hvert ár á hæli fyrir taugaslappa.
Ég gat þeirrar almennu skoðunar, að blöð hljóti að standa
á því menningarstigi sem fólk það, sem þau eru ætluð. Sé það
rétt, þá eru íslenzk blöð út af fyrir sig fremur hryggilegur
vitnisburður, ekki aðeins um vit íslendinga, heldur einnig skap-
ferii þeirra og uppeldi. Ég varast að fullyrða nokkuð um rétt-
mæti þessarar skoðunar hér. En ég vil leyfa mér að gera þá
persónulegu yfirlýsingu, að ég þekki ekki fólk, hvorki til sjáv-
ar né sveita á íslandi, sem stendur á jafn lágu menningarstigi
og íslenzk dagblöð.
111 danska.
Á síðustu árúm, eftir að dönskukunnátta fór hér þverrandi,
hefur meira borið á dönskuslettum í rituðu máli en áður, síð-
an menn slettu dönsku af fordild á 18. öld. Menn vita nú ekki
eins glöggt og fyrr, meðan dönskuþekking var staðbetri, hvað
er danska og hvað íslenzka. Margir kunna ekki öllu meiri
dönsku en þá, sem þeir sletta daglega. Fáum er hættara við
dönskuskotnu máli en þeim íslendingum, sem litla eða enga
dönsku kunna. Danskan er vegna gamallar nábúðar við íslenzk-
una mjög áleitin við oss, svo það er allt að þvi orðið skilyrði
fyrir öruggri stílfestu íslenzkri, að höfundar séu nógu dönsku-
fróðir til að kunna að varast danskt orðalag, hvenær sem það
leitar í pennann. Fáir virðast eins grunlausir um þau víti, sem
ber að varast og hinir einkennilega ómenntuðu ritarar dag-
blaðanna nú á tímum, í ritsmiðum þeirra úir og grúir af dansk-
kynjuðum málleysum, sem dönskukunnandi blaðamenn vorir áð-
ur fyrr, eins og Björn Jónsson, Valdimar Ásmundsson, Jón Ól-
afsson og Hannes Þorsteinsson, hefðu ekki getað skrifað. Ég
33