Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Qupperneq 12
set liér nokkur sýnishorn af dönskuþrugli, sem ég hef veitt at-
hygli i Reykjavíkurblöðunum síðustu dagana:
finna út úr einhverju (finde ud af noget),
ekki nóg með það (ikke nok med det).,
slá e-u föstu (fastslaa; illskárra væri að segja á islenzku: slá
eitthvað fast),
ganga út frá e-u (gaa ud fra),
ganga inn á e-ð (gaa ind paa),
það gengur út á (det gaar ud paa),
reikna með e-u (regne med),
var mættur, voru mættir (var mödt),
bera sig að (bære sig ad),
undirstrika ákvörðun sína (understrege),
al'gerandi umsagnir (afgörende),
svo mikið sem (saa meget som),
koma inn á e-ð (komme ind paa),
vel að merkja (vel at mærke),
þvert á móti (tværtimod),
raunveruleikatrúr (virkelighedstro),
sleppa með skrekkinn (danskt orðtak),
stemning fyrir e-u (der er stemning for noget),
að stilla út (udstille),
að stilla upp (stille op),
um að gera (om at göre),
eitt er sláandi við e-ð (þrugl í kringum danska orðið „slaaende"),
að sitja og prjóna, hann sat og las (sidde og strikke, han sad
og læste),
óviðkomandi (uvedkommende),
hafa e-ð á tilfinningunni (have noget paa fölelsen),
svo að segja (saa at sige),
yfirbjóða (overbyde),
tölur liggja fyrir (foreligger),
hafa yfirtökin (have overtaget),
ganga yfir til jafnaðarmanna (gaa over til),
taka e-ð yfir, yfirtaka e-ð (overtage),
slá striki yfir e-ð (slaa en streg over),
e-ð hefur ekkert að segja (har intet at sige),
hann hefur ekkert með það að gera (har intef med det at göre).
Þeir sem hafa hneigð til að skrifa „islenzku“ af þessu tagi
ætlu að fá sér tima i dönsku til að læra hvað ber að varast.
34