Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 14
tækis. En nú liafa þrír þingmenn, þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Bernharð Stefánsson og Jónas Jónsson, borið fram frumvarp til laga um breytingu á 4. gr. útvarpslaganna, og leggja þar til, að útvarpsráðsmönnum sé fækkað um tvo, úr sjö niður i fimm, og að þeir, ásamt jafn mörgum varamönnum, verði kosnir hlut- fallskosningu á Alþingi til tveggja ára, í stað fjögurra, eins og; verið hefur. Um fækkun ráðsmannanna og styttingu kjörtímabilsins skal liér ekkert sagt, — það eru aukaatriði. Aðalatriðið er hitt, að hér á að svipta almenning í landinu þeim ihlutanarrétti, sem. hann hingað til hefur haft um stjórn útvarpsmálanna. Þau rök, sem fyrir þessu eru færð í greinargerð frumvarps— ins, virðast helzt þau, að kostnaður við kosningu útvarpsnot- enda til ráðsins hafi reynzt óhæfilega mikill. Nú er talið, að þessi kostnaður muni lækka, þegar byrjunarörðugleikar eru úr sögunni. En liver svo sem annars kostnaðurinn er, virðist það verkefni útvarpsnotenda en ekki Alþingis að ákveða, hvernig með hann skuli farið, með því að það eru þeir, en ekki rikis- sjóður, sem bera uppi allan fjárhag útvarpsins. Það er því hreint gerræði gagnvart þeim lýðræðislegu réttindum, sem útvarpsnot- endum eitt §inn hafa verið áskilin, að skella á slikri lagasetn- ingu að þeim algerlega fornspurðum. Það hefur þvi miður ætið nokkurn kostnað i för með sér- að taka tillit til óska fólksins og vilja, en ég hygg þó að það sjálft vilji sizt af öllu byrja á sparnaðinum þar. Það vill áreið- anlega talsverðu fórna til verndar og viðhalds lýðréttindum sin- um, svo í þessum efnum sem öðrum, og kærir sig varla um að láta fulltrúa sina ræna sig þeim. Það vill nú lika svo til, að það fara svo margar tiu eða tólf þúsund krónurnar í ýmislegan- kostnað, án þess að almenningur kæri sig um þá eyðslu, — það væri t. d. fróðlegt að vita, hversu margir landsmenn ósk- uðu eftir tveimur ráðherraembættum í viðbót, og þannig mætti lengi telja. Þá braut, sem frumvarp þetta fer inn á, má lengi feta fjand- anum nær, — t. d. kostar það ekki svo litið, að láta fara fram almennar kosningar til Alþingis, og væri það í beinu framhaldi' þessarar stefnu, að leggja þær niður hið fyrsta og láta hrepp- stjóra eina og hundalækna kjósa þingfulltrúa þjóðarinnar. Hvort Alþingi sjálft kann einhvern tíma að verða svo kostnaðarsamt i hlutfalli við afköst, að rétt þyki að „spara“ það algerlega, skal' hins vegar engu um spáð. Maður á hálf erfitt með að átta sig á þvi, að einmitt þeir menn- 36

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.