Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 17
sérstöðu, sem átti sér ekkert fordæmi á þeim tíma, og sömu- leiðis voru myndaðir ágætir herir, sem sigruðu hvern innrásar- herinn af öðrum og mynduðu tímamót í sögu hernaðartækninnar. Fram að þrjátíuárastríðinu voru Tjekkar sjálfstæð þjóð og menning þeirra drottnaði í landinu, en árið 1G20 hiðu þeir hinn mikla ósigur á Hvítafjalli fyrir þýzkum, katólskum her, og var iandið siðan rænt og ruplað og meiri hlutinn af jarðeignun- um komst í hendur þýzkra aðalsmanna. Katólska kirkjan var endurreist í landinu og öll æðri menning Tjekka fór i rústir,. en alþýðan verndaði hina tjekknesku tungu á þvi langa og erfiða timahili, sem Þjóðverjar drottnuðu yfir landinu. A fyrri hluta 19. aldar hófu Tjekkar baráttu fyrir frelsi sínu og varð mikið ágengt á síðari hluta aldarinnar. Myndaðist harð- snúinn tjekkneskur sjálfstæðisflokkur undir forustu Mazaryks. Þegar heimsstríðið hófst, varð þessi flokkur að sæta grimmi- legum ofsóknum, miklum fjölda manna var varpað í fangelsi og 5000 voru hengdir, en sjálfur komst Mazaryk og fleiri af aðalforingjum flokksins tii Englands og Frakklands og byrjuðu þar að undirbúa skilnað hinna tjekknesku landa frá Austurríki, en fjöldi tjekkneskra hermanna hljóp undan merkjum, og var tjekkneskur her myndaður í Rússlandi. í október 1918, er Austurríki-Ungverjaland hrundi saman, hrauzt uppreisn út i Prag, tjekknesk stjórn var mynduð og Maza- ryk var kosinn forseti hins nýja ríkis. í hinu nýja ríki voru Tjekkar og Slóvakar í kringum 9 mill- jónir, Þjóðverjar 3.3 millj. og Ungverjar 750.000, auk þess tals- vert af Ruthenum og Gyðingum. Þar sem aðallönd Tjekkóslóvakíu, Bæheimur, Mæri og Slesía, höfðu um langan aldur myndað eina heild, vonuðust foringjar Tjekka eftir því, að hægt væri að gera allar þjóðirnar tryggar ríkinu með því að gefa öllum jafnan rétt, og á tímabili virtist allt ganga sæmilega. En þó voru Þjóðverjarnir innan ríkisins stöðugt óánægðir, þar eð þeir höfðu áður verið yfirþjóðin og vildu halda áfram að drottna yfir Tjekkum. Á tímabilinu 1918—29 tók Tjekkóslóvakia miklum framför- um. Landið er afar auðugt frá náttúrunnar hendi, og bæði iðn- aður og landbúnaður efldist mjög, fjölmennur og ágætlega búinn her var skapaður, og rikið gekk i hernaðarbandalag við Frakka o. fl. þjóðir, til að tryggja sig gegn tilraunum frá hálfu Þjóð- verja til að sundurlima það. Eftir að heimskreppan byrjaði og vandræðin i atvinnulífi landsins jukust, magndðist fjandskapúrinn milli hinba ýmsu 39

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.