Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Qupperneq 19
Áskorun til félagsmanna.
Um þetta leyti sendir Mál og menning út nýtt boðsbréf til
þeirra, sem enn eru ekki gengnir i félagið. Gefur það upplýs-
ingar um starfsemi þess frá byrjun og framtíðaráætlanir. Vild-
um við sérstaklega í sambandi við hina miklu og glæsilegu lit-
gáfu Máls og menningar i ár vekja athygli sem allra flestra
landsmanna á starfsemi félagsins. Ykkur er hún þegar kunn.
Þið vitið, hvernig Mál og menning hefur vaxið, ekki sizt fyrir
ágæta sjálfboðaliðsvinnu fjölmargra ykkar. Við vitum ekki einu
sinni nöfn allra þeirra, sem þannig hafa lagt fram starf sitt
í þágu félagsins. Þið hafið fylgzt með í Tímriti Máls og menn-
iilgar fyrirhugaðri útgáfu á stórum verkum, sem félagið vill
færast i fang. Er það fyrst og fremst mannkynssagan, sem við
höfum i huga. Þannig verk mun marga fleiri en ykkur langa
til að eignast. Það hljóta því einmitt nú að vera fyllstu skil-
yrði til að auka enn stórkostlega tölu félagsmanna. Og aukin
félagatala gerir allt í senn, að létta ykkur kostnaðinn af hinni
fyrirhuguðu útgáfu, flýta fyrir framkvæmd hennar og skapa
möguleika til að gera hana stærri og vandaðri.
Allt starf ykkar fyrir Mál og menningu hafið þið unnið af
sjálfsdáðum, tilkvaddir aðeins af eigin áhuga. Þið hafið unnið
það hver fyrir sig, án nokkurra verulegra samtaka, án beinnar
vitundar um það, að félagar ykkar víðsvegar um land væru á
sama hátt starfandi fyrir félagið. En samt hefur orðið jafn mikill
árangur af starfi ykkar, sem raun ber vitni. En liggur þá ekki
í hlutarins eðli, að hann getur orðið margfalt meiri, ef félagið
í heild beitir samtakamætti sínum til að heyja nú öflugt út-
breiðslustarf fyrir Mál og menningu?
Hinir 4200 félagsmenn geta stórmiklu áorkað enn fyrir sig
og sitt félag, og stjórn Máls og menningar efast ekki um vilja
þeirra. Þessi mikli fjöldi getur aukið geysilega aðstreymi í fé-
lagið, ef hver reynir að ná til eins eða fleiri af þeim, sem enn
standa utan félagsins. Hjá umboðsmönnum geta félagsmenn
fengið nýja boðsbréfið til að sýna kunningjum sinum, sem ganga
eiga i Mál og menningu. Við þurfum strax í vor að koma tölu
félagsmanna upp i 5000. Við heitum á ykkur til samtaka starfs.
Kjörorðin eru:
Mál og menning útbreiddasta menningarfélag á fslandi.
ÖIl heimili í Máli og menningu.
Reykjavik, 28. marz 1939.
Halldór Kiljan Laxness. Sigurður Thorlacius.
Halldór Stefánsson. Eiríkur Magnússon.
Kristinn E. Andrésson.