Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2012, Blaðsíða 16
16 S K O Ð U N Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1 Segja má að komin sé hefð á að aðalumræðuefnið á aðal- fundi Félags skipstjórnar- manna í lok maí sé sú mikla óvissa sem búin er að ein- kenna sjávarútveginn undan- farin ár. Um þessar mundir eru til meðferðar á Alþingi tvö frumvörp sem hvort um sig kemur til með að hafa veru- leg áhrif á framtíð íslensks sjávarútvegs og morgunljóst að ekkert mun gerast varð- andi kjarasamningsgerð fyrir fiskimenn á meðan þessi óvissa ræður ríkjum. En það sem er reyndar öllu snúnara, er að hvort sem frumvörpin verða að lögum í þeirri mynd sem þau eru nú, eða jafnvel með einhverjum breytingum, þá munu forsendur fyrir kjarasamningum breytast til verri vegar. Þær voru svo sannarlega nógu snúnar fyrir sé horft til kröfugerðar LÍÚ frá 13. janúar 2010 sem enn er í fullu gildi. Þar getur að líta kröfur í 24 liðum, upp á 2 ½ bls. sem margar hverjar hefðu gríðarleg neikvæð áhrif á kjör fiskimanna, næðu þær fram að ganga. Nógu snúið án nýrra laga Þar má nefna kröfuna um að auknar álögur s.s. vegna veiðigjalds, tryggingagjalds, raforkugjalds og kolefnis- gjalds (olíugjalds), verði dregnar frá aflaverðmæti fyrir skipti. Þar má einnig líta kröfu útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í olíukostnaði og aukna þátt- töku eða hlutdeild sjómanna í slysatryggingum. Þetta eru dæmi um mjög stóra liði sem hver um sig getur valdið miklum átökum. Nú þegar við bætast frumvörp sem nánast allir, nema reikni- meistarar ríkisstjórnarinnar telja að valdi sjávarútveginum miklum og alvarlegum búsifj- um, þá blasir við að þær kjarasamningsviðræður sem framundan eru koma til með að verða mun erfiðari en við höfum þekkt til þessa. Í mín- um huga blasir einfaldlega við að óbrúanlegt bil verði milli samningsaðila frá upp- hafi þar sem ekkert verður í spilunum annað en löng kröfugerð þar sem krafa um eftirgjöf og kjaraskerðingu fylgir hverjum lið. Að þessu sögðu má ljóst vera að ekki er nein ástæða til bjartsýni um framgang þeirra kjaravið- ræðna sem framundan eru milli okkar og LÍÚ. Meiri hætta er en verið hefur fyrir hendi um árabil fyrir því að framundan séu harðar og langvinnar deilur sem útilok- að er að sjá hvernig lyktar að lokum. Með allt á hreinu Á fundi á Akureyri fyrir skömmu var Steingrímur J. spurður hvort nýju frumvörp- in kæmu ekki til með að tor- velda möguleika á að ná saman nýjum kjarasamningi milli sjómanna og útgerðar- manna. Ráðherrann svarði því til að hann sæi ekki neitt í þessum nýju lögum sem ætti að gera mönnum erfiðara fyrir í þeim efnum. Hætt er við að mjög fáir, ef þá nokk- ur, séu sömu skoðunar og ráðherrann í mati á afleiðing- um fyrirliggjandi frumvarpa. Svikið loforð Hvað varðar afnám sjó- mannaafsláttar þá er löngu ljóst að ekkert var að marka loforð Steingríms fyrrverandi fjármálaráðherra og hans dyggustu samstarfsmanna um að sett yrði af stað vinna til að ganga úr skugga um hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir ríkið, ef sjó- menn á fiskiskipum fengju notið sömu réttinda og annað launafólk varðandi fæðis- og fatapeninga. Þeir eru almennt Hvað er framundan? Höfundur er Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.