Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 25

Ægir - 01.04.2012, Síða 25
25 B Á T A S M Í Ð I Starfsfólk Naust Marine sendir sjómönnum sínar bestu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum... ... og óskar áhöfn og útgerð Ásbjörns til hamingju með nýtt spil og rafmagnsvírastýri. Áhugaverður markaður í Danmörku „Við erum þessa dagana að vinna að smíði 10 metra báts fyrir danskan kaupanda og mér vitanlega er þetta fyrsta íslenska nýsmíðin á fiskibát fyrir Danmerkurmarkað. Frá okkur hafa farið Seigs-bátar til Noregs en við bindum miklar vonir við að framhald verði á smíði fyrir Danmörku enda umtalsverð bátaútgerð þar í landi,“ segir Friðrik en báturinn mun fara á færa- og netaveiðar, fiska makríl, kola og fleira. Hann er jafnframt ríkulega búinn innréttingum og þannig nokkurs konar sambland af atvinnu- og skemmtibát. Báturinn er með fellikili en fyrir þann búnað hefur Seigla einmitt fengið viðurkenningar erlendis. „Meðan gengi krónunnar er svo sem raun ber vitni þá er hagstætt fyrir okkur að sækja verkefni erlendis og ég vona að þessi bátur muni hjálpa okkur að afla fleiri verkefna í Danmörku,“ segir Friðrik. Óvissan hefur haldið aftur af endurnýjun Á gólfinu hjá Siglufjarðar Seig ehf. er annar trefjaplastbátur öllu stærri en sá sem fer til Danmerkur. Um er að ræða yfirbyggðan línubát fyrir út- gerð í Stykkishólmi sem lengdur var verulega og mælist 16 metrar og 32 tonn. Þetta er því með allra stærstu plastbátum í flotanum. „Þetta er gott dæmi um það sem við getum gert í bátasmíðinni og við vitum af áhuga fleiri útgerða línubáta á hliðstæðum breytingum,“ segir Friðrik en einmitt á Siglufirði eru nokkrar ölfugar línubátaútgerðir sem flestar eru með báta frá Siglufjarðar Seig ehf. Aðspurður segir Friðrik að óvissan um kvóta- frumvörpin og framtíðarfyrir- komulag veiða hafi haldið aftur af áhuga innlendra báta- eigenda á nýsmíði. „Já, fyrst og fremst er það þessi óvissa sem hefur haft áhrif. Þegar henni léttir þá er ég þess fullviss að margir ákveða að fara í endurnýjun. Við höfum verið að fjölga starfsmönnum og erum vel undir þau verkefni búnir, jafnframt því að taka að okk- ur stærri sem minni viðhalds- verkefni. Hér höfum við yfir öllum verkþáttum að ráða, hvort heldur er þekking á trefjaplastinu, stálsmíði, tré- smíði eða raflögnum,“ segir Friðrik. Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri, við 32 tonna línubát sem fyrirtækið lengdi um þrjá metra og gerði fleiri breytingar á.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.